Átján látnir vegna gróðureldanna Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2020 10:09 Neyðarviðvaranir eru í gildi víða um landið. Vísir/EPA Sjö hafa látist síðan á mánudag í Nýju Suður-Wales í Ástralíu og nokkurra er enn saknað vegna gróðureldanna miklu sem geisa á austurströnd landsins. Á meðal hinna látnu eru faðir og sonur sem urðu eftir á heimili sínu til þess að reyna að bjarga heimili sínu, tvennt sem fannst látið í bílum á miðvikudagsmorgun og slökkviliðsmaður sem lést eftir að vindhviða velti slökkviliðsbíl hans. Alls hafa því átján látist vegna gróðureldanna í landinu en óttast er að sú tala fari hækkandi. Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa og þurftu lögreglumenn meðal annars að koma vatnsbirgðum og sjúkravörum til íbúa Mallacoota í Viktoríuríki sjóleiðis á þriðjudag þar sem lokað var fyrir umferðargötur til og frá bænum. Þó ástandið sé enn alvarlegt voru aðstæður ögn betri í dag og var hægt að opna fyrir umferð um veg í Viktoríuríki í tvær klukkustundir svo fólk gæti yfirgefið svæðið. Þá voru íbúar í bænum Sunbury hvattir til þess að yfirgefa svæðið þar sem neyðarviðvörun vegna gróðureldanna væri í gildi. Búist er við því að hitastig hækki aftur á laugardag en undanfarna daga hefur hiti farið yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum landsins. Margir vegir eru lokaðir og ekki hefur verið hægt að komast að sumum svæðum með flugi vegna eldanna. Í Sydney höfðu 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Flugeldasýningar fóru þó fram um áramótin og sagði Clover Moore, borgarstjóri Sydney, að sýningin gæfi fólki von. Fjölmörgum flugeldasýningum um landið var þó aflýst vegna eldanna. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Sjötíu nýir gróðureldar í Ástralíu Hiti fór yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Verst er ástandið í Viktoríu-ríki þar sem sjötíu nýir gróðureldar hafa kviknað. 30. desember 2019 18:30 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Sjö hafa látist síðan á mánudag í Nýju Suður-Wales í Ástralíu og nokkurra er enn saknað vegna gróðureldanna miklu sem geisa á austurströnd landsins. Á meðal hinna látnu eru faðir og sonur sem urðu eftir á heimili sínu til þess að reyna að bjarga heimili sínu, tvennt sem fannst látið í bílum á miðvikudagsmorgun og slökkviliðsmaður sem lést eftir að vindhviða velti slökkviliðsbíl hans. Alls hafa því átján látist vegna gróðureldanna í landinu en óttast er að sú tala fari hækkandi. Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa og þurftu lögreglumenn meðal annars að koma vatnsbirgðum og sjúkravörum til íbúa Mallacoota í Viktoríuríki sjóleiðis á þriðjudag þar sem lokað var fyrir umferðargötur til og frá bænum. Þó ástandið sé enn alvarlegt voru aðstæður ögn betri í dag og var hægt að opna fyrir umferð um veg í Viktoríuríki í tvær klukkustundir svo fólk gæti yfirgefið svæðið. Þá voru íbúar í bænum Sunbury hvattir til þess að yfirgefa svæðið þar sem neyðarviðvörun vegna gróðureldanna væri í gildi. Búist er við því að hitastig hækki aftur á laugardag en undanfarna daga hefur hiti farið yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum landsins. Margir vegir eru lokaðir og ekki hefur verið hægt að komast að sumum svæðum með flugi vegna eldanna. Í Sydney höfðu 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Flugeldasýningar fóru þó fram um áramótin og sagði Clover Moore, borgarstjóri Sydney, að sýningin gæfi fólki von. Fjölmörgum flugeldasýningum um landið var þó aflýst vegna eldanna.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Sjötíu nýir gróðureldar í Ástralíu Hiti fór yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Verst er ástandið í Viktoríu-ríki þar sem sjötíu nýir gróðureldar hafa kviknað. 30. desember 2019 18:30 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44
Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46
Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36
Sjötíu nýir gróðureldar í Ástralíu Hiti fór yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Verst er ástandið í Viktoríu-ríki þar sem sjötíu nýir gróðureldar hafa kviknað. 30. desember 2019 18:30