Hvar er best að búa: Dönskukennari hjá rússneskum tölvuleikjarisa á Kýpur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2020 18:00 „Mér finnst ég ekki alltaf vera að hlaupa á móti vindi eins og þegar ég var kennari. Það gat stundum verið erfitt að sannfæra nemendur um að það gæti verið gagnlegt að læra dönsku,“ segir Marina Dögg Pledel Jónsdóttir hlæjandi, en hún tók u-beygju á starfsferlinum fyrir nokkrum árum þegar hún fór úr kennslu yfir í tölvuleikjabransann. Dögg er viðmælandi Lóu Pind í þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? Dögg er afar sátt við starf sitt sem ráðningarstjóri hjá Wargaming á Kýpur en það getur tekið á taugarnar eins og heyra má í broti úr þættinum sem hér fylgir. Dögg hafði aðallega kennt dönsku í grunnskóla og framhaldsskóla þegar hún ákvað að læra mannauðsstjórnun og árið 2012 ákvað hún að nýta sér hið góða sumarfrí kennara til að láta reyna á þessa nýju gráðu. Hún hafði samband við nokkur fyrirtæki og bauð fram starfskrafta sína. CCP var eina fyrirtækið sem svaraði, þar vann hún á lágmarkslaunum um sumarið og var svo boðið starf um haustið. Nokkrum árum síðar varð röð tilviljana til þess að henni var boðið starf hjá hvítrússneska tölvuleikjafyrirtækinu Wargaming á Kýpur. Fjölskyldunni allri var boðið að koma og skoða aðstæður á Kýpur áður en hún tók ákvörðun. Þar sem þau stóðu við klett ástargyðjunnar Afródítu á Kýpur ákváðu þau að láta slag standa. Dögg flutti svo út í október 2017 og eiginmaður hennar Sveinbjörn Ólafur Ragnarsson og sonur þeirra Sveinbjörn Lucas komu 10 mánuðum síðar í ágúst 2018. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Dögg, Sveinbjörn og Svenna Lucas ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 6. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Kýpur Tengdar fréttir „Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Lóa Pind skoðar íbúðir með fasteignasala á Spáni - glænýjar íbúðir frá 17,5 milljónum 12. janúar 2020 16:30 Seiðandi og kynþokkafullur með keim af leðri og rósum Andrea Maack segir að öll ilmvötnin sín séu hönnuð út frá tilfinningum. 13. janúar 2020 21:00 Íslendinganýlendan í Orihuela: „Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja til Spánar“ Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina "Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. 12. janúar 2020 12:54 Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
„Mér finnst ég ekki alltaf vera að hlaupa á móti vindi eins og þegar ég var kennari. Það gat stundum verið erfitt að sannfæra nemendur um að það gæti verið gagnlegt að læra dönsku,“ segir Marina Dögg Pledel Jónsdóttir hlæjandi, en hún tók u-beygju á starfsferlinum fyrir nokkrum árum þegar hún fór úr kennslu yfir í tölvuleikjabransann. Dögg er viðmælandi Lóu Pind í þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? Dögg er afar sátt við starf sitt sem ráðningarstjóri hjá Wargaming á Kýpur en það getur tekið á taugarnar eins og heyra má í broti úr þættinum sem hér fylgir. Dögg hafði aðallega kennt dönsku í grunnskóla og framhaldsskóla þegar hún ákvað að læra mannauðsstjórnun og árið 2012 ákvað hún að nýta sér hið góða sumarfrí kennara til að láta reyna á þessa nýju gráðu. Hún hafði samband við nokkur fyrirtæki og bauð fram starfskrafta sína. CCP var eina fyrirtækið sem svaraði, þar vann hún á lágmarkslaunum um sumarið og var svo boðið starf um haustið. Nokkrum árum síðar varð röð tilviljana til þess að henni var boðið starf hjá hvítrússneska tölvuleikjafyrirtækinu Wargaming á Kýpur. Fjölskyldunni allri var boðið að koma og skoða aðstæður á Kýpur áður en hún tók ákvörðun. Þar sem þau stóðu við klett ástargyðjunnar Afródítu á Kýpur ákváðu þau að láta slag standa. Dögg flutti svo út í október 2017 og eiginmaður hennar Sveinbjörn Ólafur Ragnarsson og sonur þeirra Sveinbjörn Lucas komu 10 mánuðum síðar í ágúst 2018. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Dögg, Sveinbjörn og Svenna Lucas ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 6. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Kýpur Tengdar fréttir „Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Lóa Pind skoðar íbúðir með fasteignasala á Spáni - glænýjar íbúðir frá 17,5 milljónum 12. janúar 2020 16:30 Seiðandi og kynþokkafullur með keim af leðri og rósum Andrea Maack segir að öll ilmvötnin sín séu hönnuð út frá tilfinningum. 13. janúar 2020 21:00 Íslendinganýlendan í Orihuela: „Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja til Spánar“ Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina "Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. 12. janúar 2020 12:54 Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
„Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Lóa Pind skoðar íbúðir með fasteignasala á Spáni - glænýjar íbúðir frá 17,5 milljónum 12. janúar 2020 16:30
Seiðandi og kynþokkafullur með keim af leðri og rósum Andrea Maack segir að öll ilmvötnin sín séu hönnuð út frá tilfinningum. 13. janúar 2020 21:00
Íslendinganýlendan í Orihuela: „Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja til Spánar“ Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina "Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. 12. janúar 2020 12:54