Grunaður njósnari fyrir Kína með tengsl við Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. janúar 2020 12:15 Gerhard Sabathil var sendifulltrúi ESB gagnvart Íslandi frá 2000 til 2004. Hann var kallaður heim sem sendiherra í Suður-Kóreu eftir að öryggisheimild hans var afturkölluð árið 2016. Vísir/EPA Fyrrverandi sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi er grunaður um njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Hann sætir nú lögreglurannsókn og hefur verið ráðist í húsleitir í tveimur Evrópuríkjum vegna málsins. Þjóðverjinn Gerhard Sabathil sætir nú rannsókn þýskra yfirvalda vegna gruns um að hann hafi njósnað fyrir stjórnvöld í Peking. Samkvæmt heimildum þýska blaðsins Der Spiegel leikur grunur á að hann hafi í slagtogi við tvo aðra menn útvegað kínverska innanríkisráðuneytinu upplýsingar sem sagðar eru persónu- og viðskiptalegs eðlis. Lögreglan réðst í umfangsmikla húsleit í Þýskalandi og Belgíu á miðvikudag en enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við málið, að því er segir í frétt Washington Post. Sabathil er sagður þungamiðjan í málinu og á hann að hafa fengið hina tvo mennina, sem ekki hafa verið nafngreindir, til liðs við sig. Hann er þýskur og ungverskur ríkisborgari og gegndi ýmsum sendiherra- og erindrekastöðum fyrir Evrópusambandið og forvera þess í rúmlega þrjátíu ár. Þannig var hann sendiherra Evrópusambandsins gangvart Noregi og Íslandi í fjögur ár frá 2000 til 2004. Sabathil var sendiherra ESB í Suður-Kóreu til ársins 2016 þegar öryggisheimild hans var afturkölluð. Hann færði sig um set árið 2017 og tók við starfi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Eutop, sem sagt er eitt af stærri málafylgju- eða lobbíistafyrirtækjum Evrópu. Sama ár og hann skipti um starfsvettvang er hann grunaður um að hafa byrjað að leka upplýsingum til kínverskra stjórnvalda. Mennirnir tveir sem einnig eru grunaðir um njósnir eru sagðir vinna fyrir annað ráðgjafarfyrirtæki. Reynist grunsemdir þýskra saksóknara í garð Sabathil á rökum reistar væru það tímamót því evrópskum lögregluyfirvöldum tekst sjaldan að hafa hendur í hári kínverskra njósnara í álfunni. Starfsemi þeirra hefur lengi verið talin umfangsmikil í Evrópu en aldrei hefur einstaklingur sem gegnt hefur jafn háum embættum legið undir grun um njósnir fyrir Kínverja eins og Íslandsvinurinn Gerard Sabathil. Evrópusambandið Kína Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Fyrrverandi sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi er grunaður um njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Hann sætir nú lögreglurannsókn og hefur verið ráðist í húsleitir í tveimur Evrópuríkjum vegna málsins. Þjóðverjinn Gerhard Sabathil sætir nú rannsókn þýskra yfirvalda vegna gruns um að hann hafi njósnað fyrir stjórnvöld í Peking. Samkvæmt heimildum þýska blaðsins Der Spiegel leikur grunur á að hann hafi í slagtogi við tvo aðra menn útvegað kínverska innanríkisráðuneytinu upplýsingar sem sagðar eru persónu- og viðskiptalegs eðlis. Lögreglan réðst í umfangsmikla húsleit í Þýskalandi og Belgíu á miðvikudag en enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við málið, að því er segir í frétt Washington Post. Sabathil er sagður þungamiðjan í málinu og á hann að hafa fengið hina tvo mennina, sem ekki hafa verið nafngreindir, til liðs við sig. Hann er þýskur og ungverskur ríkisborgari og gegndi ýmsum sendiherra- og erindrekastöðum fyrir Evrópusambandið og forvera þess í rúmlega þrjátíu ár. Þannig var hann sendiherra Evrópusambandsins gangvart Noregi og Íslandi í fjögur ár frá 2000 til 2004. Sabathil var sendiherra ESB í Suður-Kóreu til ársins 2016 þegar öryggisheimild hans var afturkölluð. Hann færði sig um set árið 2017 og tók við starfi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Eutop, sem sagt er eitt af stærri málafylgju- eða lobbíistafyrirtækjum Evrópu. Sama ár og hann skipti um starfsvettvang er hann grunaður um að hafa byrjað að leka upplýsingum til kínverskra stjórnvalda. Mennirnir tveir sem einnig eru grunaðir um njósnir eru sagðir vinna fyrir annað ráðgjafarfyrirtæki. Reynist grunsemdir þýskra saksóknara í garð Sabathil á rökum reistar væru það tímamót því evrópskum lögregluyfirvöldum tekst sjaldan að hafa hendur í hári kínverskra njósnara í álfunni. Starfsemi þeirra hefur lengi verið talin umfangsmikil í Evrópu en aldrei hefur einstaklingur sem gegnt hefur jafn háum embættum legið undir grun um njósnir fyrir Kínverja eins og Íslandsvinurinn Gerard Sabathil.
Evrópusambandið Kína Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira