Ellefu leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt en stórleikurinn fór fram í Houston þar sem Los Angeles Lakers var í heimsókn.
Það var ekki mikið um varnarleik hjá báðum liðum en Lakers hafði betur að endingu. Lokatölur urðu 124-115 en þetta var 34. sigur Lakers í vetur.
LeBron James var stigahæstur hjá Lakers með 31 stig. Þar að auki tók hann fimm fráköst og gaf tólf stoðsendingar.
LBJ (31 PTS & 12 AST) led the way for the @Lakers’ big road W in Houston! #LakeShowpic.twitter.com/Hxxtv5ruPk
— NBA TV (@NBATV) January 19, 2020
Russell Westbrook (35 stig) og James Harden (34 stig) gerðu 69 af 115 stigum Houston en þetta var þriðja tap liðsins í röð.
Zach LaVine var stigahæsti leikmaður næturinnar. Hann skoraði 42 stig er Chicago vann nauman sigur á Cleveland á heimavelli, 118-116.
LaVine tók að auki sex fráköst en Kevin Love var stigahæstur hjá gestunum í Cleveland. Hann skraði 29 stig og gaf sex stoðsendingar.
Zach (42 PTS) puts the game to #BullsNationpic.twitter.com/DySnoMUHUI
— NBA TV (@NBATV) January 19, 2020
Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo, skoraði 29 stig og tók tólf fráköst er Milwaukee vann öruggan sigur á Brooklyn, 117-97. Sjötti sigur Milwaukee í röð og 38. í 44 leikjum.
Úrslit næturinnar:
LA Clippers - New Orleans 133-130
Milwaukee - Brooklyn 117-97
Phoenix - Boston 123-119
Detroit - Atlanta 136-103
Philadelphia - New York 90-87
Cleveland - Chicago 116-118
Toronto - Minnesota 122-112
Orlando - Golden State 95-109
LA Lakers - Houston 124-115
Portland - Oklahoma 106-119
Sacramento - Utah 101-123
The Greek Freak (23 PTS & 11 REB) was doing a little bit of everything in the 3rd QTR!#FearTheDeerpic.twitter.com/6XOCLW46Cx
— NBA TV (@NBATV) January 19, 2020