Segja framferði Trump „verstu martröð“ stofnenda Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 07:52 Búast má við darraðardans á Bandaríkjaþingi í vikunni þegar réttarhöld yfir Trump forseta hefjast. Vísir/EPA Umsjónarmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings með kærunni á hendur Donald Trump forseta fyrir embættisbrot segja að framferði Trump hafi verið „versta martröð“ stofnenda Bandaríkjanna. Lögfræðingar Hvíta hússins fullyrða á móti að kærurnar séu „ólöglegar“ og „árás á lýðræðið“. Öldungadeild Bandaríkjaþings ætlar að hefja réttarhöld yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota á þriðjudag. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misnota vald sitt í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld og að hindra rannsókn þingsins á því. Í greinargerð sem fulltrúadeildarþingmenn demókrata lögðu fram í gær sökuðu þeir Trump um að hafa brugðist trausti almennings. Hann hafi notað vald sitt sem forseti til að þrýsta á erlenda ríkisstjórn að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum og það hafi hann gert í eiginhagsmunaskyni. Trump hafi svo reynt að hylma yfir það með því að leggja stein í götu rannsóknar þingsins. Trump og samverkamenn hans þrýstu á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í forsetakosningum í haust, og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016. Embættismenn sem báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar töldu að í því skyni hafi Trump meðal annars látið stöðva hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu tímabundið. Segja kæruna reyna að snúa við úrslitum kosninga Lögfræðingar Hvíta hússins brugðust hart við kærunni fyrir embættisbrot í þeirra eigin greinargerð. Trump forseti neiti „afdráttarlaust og tvímælalaust“ sök. Kæran væri „hættuleg árás á rétt bandarísku þjóðarinnar til að velja sér eigin forseta frjáls“. „Þetta er óforskömmuð og ólögleg tilraun til að snúa við úrslitum kosninganna árið 2016 og til afskipta af kosningunum 2020 sem nú eru aðeins nokkrir mánuðir í,“ sagði í greinargerð Trump. Búist er við því að Trump leggi fram nýja og ítarlegri greinargerð á morgun og að fulltrúadeildin svari hennar á þriðjudag. Fram að þessu hafa Trump og Hvíta húsið ekki gefið út eigin lýsingu á atburðunum sem leiddu til þess að forsetinn var kærður fyrir embættisbrot. Þess í stöð hafa þau lagt áherslu á að kæruferlið bryti gegn stjórnarskrá og rannsóknin væri hlutdræg gegn forsetanum. Repúblikanar, sem fara með meirihluta í öldungadeildinni, og demókratar hafa deilt um hvort vitni verði kölluð fyrir í réttarhöldunum. Demókratar krefjast þess meðal annars að embættismenn sem Trump forseti kom í veg fyrir að bæru vitni í rannsókninni komi fyrir þingið en repúblikanar eru taldir vilja sýkna Trump og ljúka réttarhöldunum fljótt. Tilkynnt var í gær að Kenneth Starr, saksóknarinn sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, áður en hann var kærður fyrir embættisbrot, og Alan Dershowitz, lögmaður Jeffrey Epstein og OJ Simpson, yrðu hluti af lögfræðiteymi Trump í réttarhöldunum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45 Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Umsjónarmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings með kærunni á hendur Donald Trump forseta fyrir embættisbrot segja að framferði Trump hafi verið „versta martröð“ stofnenda Bandaríkjanna. Lögfræðingar Hvíta hússins fullyrða á móti að kærurnar séu „ólöglegar“ og „árás á lýðræðið“. Öldungadeild Bandaríkjaþings ætlar að hefja réttarhöld yfir Trump vegna mögulegra embættisbrota á þriðjudag. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misnota vald sitt í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld og að hindra rannsókn þingsins á því. Í greinargerð sem fulltrúadeildarþingmenn demókrata lögðu fram í gær sökuðu þeir Trump um að hafa brugðist trausti almennings. Hann hafi notað vald sitt sem forseti til að þrýsta á erlenda ríkisstjórn að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum og það hafi hann gert í eiginhagsmunaskyni. Trump hafi svo reynt að hylma yfir það með því að leggja stein í götu rannsóknar þingsins. Trump og samverkamenn hans þrýstu á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í forsetakosningum í haust, og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016. Embættismenn sem báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar töldu að í því skyni hafi Trump meðal annars látið stöðva hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu tímabundið. Segja kæruna reyna að snúa við úrslitum kosninga Lögfræðingar Hvíta hússins brugðust hart við kærunni fyrir embættisbrot í þeirra eigin greinargerð. Trump forseti neiti „afdráttarlaust og tvímælalaust“ sök. Kæran væri „hættuleg árás á rétt bandarísku þjóðarinnar til að velja sér eigin forseta frjáls“. „Þetta er óforskömmuð og ólögleg tilraun til að snúa við úrslitum kosninganna árið 2016 og til afskipta af kosningunum 2020 sem nú eru aðeins nokkrir mánuðir í,“ sagði í greinargerð Trump. Búist er við því að Trump leggi fram nýja og ítarlegri greinargerð á morgun og að fulltrúadeildin svari hennar á þriðjudag. Fram að þessu hafa Trump og Hvíta húsið ekki gefið út eigin lýsingu á atburðunum sem leiddu til þess að forsetinn var kærður fyrir embættisbrot. Þess í stöð hafa þau lagt áherslu á að kæruferlið bryti gegn stjórnarskrá og rannsóknin væri hlutdræg gegn forsetanum. Repúblikanar, sem fara með meirihluta í öldungadeildinni, og demókratar hafa deilt um hvort vitni verði kölluð fyrir í réttarhöldunum. Demókratar krefjast þess meðal annars að embættismenn sem Trump forseti kom í veg fyrir að bæru vitni í rannsókninni komi fyrir þingið en repúblikanar eru taldir vilja sýkna Trump og ljúka réttarhöldunum fljótt. Tilkynnt var í gær að Kenneth Starr, saksóknarinn sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, áður en hann var kærður fyrir embættisbrot, og Alan Dershowitz, lögmaður Jeffrey Epstein og OJ Simpson, yrðu hluti af lögfræðiteymi Trump í réttarhöldunum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45 Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Lögfræðingarnir tveir taka þátt í málsvörn Bandaríkjaforseta þegar öldungadeildin réttar yfir honum vegna meintra embættisbrota. 17. janúar 2020 16:45
Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41
Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04
Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30