Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2020 15:50 Erdogan Tyrklandsforseti segir að Evrópa þurfi að gæta sín vegna nýrra ógna í Líbíu. getty/Sean Gallup Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Erdogan sagði í grein, sem var birt í Politico kvöldið áður en friðarviðræður á milli stríðandi fylkinga í Líbíu áttu að hefjast í Berlínarborg, að Evrópusambandið hefði brugðist ríkisstjórninni (GNA) og þar með „svikið eigin grunngildi, þar á meðal lýðræði og mannréttindi.“ Ríkisstjórnin, undir stjórn Fayez al-Sarraj, hefur tekist á við vígasveitir stríðsherrans Khalifa Haftar síðan í apríl í fyrra en hersveitir hans halda til í austurhluta landsins. Meira en 280 almennir borgarar og tvö þúsund hermenn hafa látið lífið í átökunum og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. „Evrópa mun standa frammi fyrir nýjum vandamálum og ógnum ef viðurkennd ríkisstjórn Líbíu fellur,“ skrifaði Erdogan. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti (t.h.) og Fayez al-Sarraj, forseti Líbíu (t.v.)epa/ TURKISH PRESIDENT PRESS OFFICE H „Hryðjuverkasamtök líkt og ISIS og al-Qaida, sem sigrast var á í Sýrlandi og Írak, munu finna frjóan svörð til að koma sér aftur á fætur.“ Leiðtogar Rússlands, Tyrklands og Frakklands munu á morgun mæta til Berlínar til að taka þátt í friðarviðræðunum, sem haldnar eru af Sameinuðu þjóðunum. Vonast er til þess að erlend stórveldi sem eru áhrifamikil á svæðinu heiti því að hætta að skipta sér af átökunum, sama hvort það eigi við vopnaviðskipti, að útvega herafla eða með fjármögnun. Einnig munu leiðtogar beggja fylkinga, Haftar og Sarraj, vera viðstaddir fundinum sem er sá stærsti um átökin síðan 2018. Stríð hefur geisað milli tveggja hliða í Líbíu síðan 2011 þegar andspyrnuhreyfing, sem hlaut stuðning NATO, kom einræðisherranum Muammar Gaddafi fyrir kattarnef og lauk þar með harðstjórn hans. Þrátt fyrir að ríkisstjórn Sarraj sé viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum, hafa einhverjar stórþjóðir hundsað það og stutt Haftar. Stríðið er því ekki bara á milli stríðandi fylkinga innan ríkisins heldur eru erlend stórveldi nú að fjárfesta í því til að tryggja eigin hagsmuni. Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Erdogan sagði í grein, sem var birt í Politico kvöldið áður en friðarviðræður á milli stríðandi fylkinga í Líbíu áttu að hefjast í Berlínarborg, að Evrópusambandið hefði brugðist ríkisstjórninni (GNA) og þar með „svikið eigin grunngildi, þar á meðal lýðræði og mannréttindi.“ Ríkisstjórnin, undir stjórn Fayez al-Sarraj, hefur tekist á við vígasveitir stríðsherrans Khalifa Haftar síðan í apríl í fyrra en hersveitir hans halda til í austurhluta landsins. Meira en 280 almennir borgarar og tvö þúsund hermenn hafa látið lífið í átökunum og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. „Evrópa mun standa frammi fyrir nýjum vandamálum og ógnum ef viðurkennd ríkisstjórn Líbíu fellur,“ skrifaði Erdogan. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti (t.h.) og Fayez al-Sarraj, forseti Líbíu (t.v.)epa/ TURKISH PRESIDENT PRESS OFFICE H „Hryðjuverkasamtök líkt og ISIS og al-Qaida, sem sigrast var á í Sýrlandi og Írak, munu finna frjóan svörð til að koma sér aftur á fætur.“ Leiðtogar Rússlands, Tyrklands og Frakklands munu á morgun mæta til Berlínar til að taka þátt í friðarviðræðunum, sem haldnar eru af Sameinuðu þjóðunum. Vonast er til þess að erlend stórveldi sem eru áhrifamikil á svæðinu heiti því að hætta að skipta sér af átökunum, sama hvort það eigi við vopnaviðskipti, að útvega herafla eða með fjármögnun. Einnig munu leiðtogar beggja fylkinga, Haftar og Sarraj, vera viðstaddir fundinum sem er sá stærsti um átökin síðan 2018. Stríð hefur geisað milli tveggja hliða í Líbíu síðan 2011 þegar andspyrnuhreyfing, sem hlaut stuðning NATO, kom einræðisherranum Muammar Gaddafi fyrir kattarnef og lauk þar með harðstjórn hans. Þrátt fyrir að ríkisstjórn Sarraj sé viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum, hafa einhverjar stórþjóðir hundsað það og stutt Haftar. Stríðið er því ekki bara á milli stríðandi fylkinga innan ríkisins heldur eru erlend stórveldi nú að fjárfesta í því til að tryggja eigin hagsmuni.
Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37
Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03
Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15