Sendu síðustu stöðuskýrsluna vegna snjóflóðanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2020 23:52 Varðskipið Þór við hreinsun í höfninni á Flateyri í dag. Landhelgisgæslan Aðgerðarstjórn á Ísafirði og Samhæfingastöð almannavarna í Skógarhlíð í Reykjavík hafa lokið störfum vegna snjóflóða á Flateyri og í Súgandafirði. Síðasta stöðuskýrsla samhæfingarstöðvarinnar var send út í dag. Í dag luku björgunarsveitir við mokstur á snjó úr húsinu í Ólafstúni 14 sem lenti undir öðru snjóflóðinu sem féll á Flateyri. Birgt var fyrir glugga og húsinu lokað. Þá hefur björgunarsveitafólk verið að stöfum á Flateyri í dag og aðstoðað íbúa við snjómokstur. Lögð hefur verið áhersla á að moka snjó frá húsum og hreinsa þök þar sem von er hláku næstu dag, að því er fram kemur í skýrslu samhæfingarstöðvarinnar. Hluti björgunarsveitafólks sem sent var frá höfuðborgarsvæðinu fyrr í vikunni fór með flugi til baka seinni partinn í dag. Sjö manns verða áfram á Flateyri til stuðnings við björgunarsveitir á svæðinu vegna veðurspár á sunnudag, sem er afar slæm. Varðskipið Þór var til taks við Flateyri í dag. Áhöfnin átti fund með sérfræðingi Umhverfisstofnunar og hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar til að fara yfir mengunarvarnir og hreinsun hafnarinnar. Áhöfnin á varðskipinu hélt á tveimur léttbátum og hreinsuðu brak og annað rusl úr höfninni. Þá var krani varðskipsins notaður til að hífa brakið úr sjó. Ríkislögreglustjóri hefur jafnframt ákveðið að opna tímabundna þjónustumiðstöð á Vestfjörðum vegna snjóflóðanna. Þjónustumiðstöðvar eru opnaðar þegar ljóst er að snjóflóð eða aðrar hamfarir hafa haft áhrif á íbúa, byggð, umhverfi og eignir í nágrenni hamfarasvæðis. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Aðgerðarstjórn á Ísafirði og Samhæfingastöð almannavarna í Skógarhlíð í Reykjavík hafa lokið störfum vegna snjóflóða á Flateyri og í Súgandafirði. Síðasta stöðuskýrsla samhæfingarstöðvarinnar var send út í dag. Í dag luku björgunarsveitir við mokstur á snjó úr húsinu í Ólafstúni 14 sem lenti undir öðru snjóflóðinu sem féll á Flateyri. Birgt var fyrir glugga og húsinu lokað. Þá hefur björgunarsveitafólk verið að stöfum á Flateyri í dag og aðstoðað íbúa við snjómokstur. Lögð hefur verið áhersla á að moka snjó frá húsum og hreinsa þök þar sem von er hláku næstu dag, að því er fram kemur í skýrslu samhæfingarstöðvarinnar. Hluti björgunarsveitafólks sem sent var frá höfuðborgarsvæðinu fyrr í vikunni fór með flugi til baka seinni partinn í dag. Sjö manns verða áfram á Flateyri til stuðnings við björgunarsveitir á svæðinu vegna veðurspár á sunnudag, sem er afar slæm. Varðskipið Þór var til taks við Flateyri í dag. Áhöfnin átti fund með sérfræðingi Umhverfisstofnunar og hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar til að fara yfir mengunarvarnir og hreinsun hafnarinnar. Áhöfnin á varðskipinu hélt á tveimur léttbátum og hreinsuðu brak og annað rusl úr höfninni. Þá var krani varðskipsins notaður til að hífa brakið úr sjó. Ríkislögreglustjóri hefur jafnframt ákveðið að opna tímabundna þjónustumiðstöð á Vestfjörðum vegna snjóflóðanna. Þjónustumiðstöðvar eru opnaðar þegar ljóst er að snjóflóð eða aðrar hamfarir hafa haft áhrif á íbúa, byggð, umhverfi og eignir í nágrenni hamfarasvæðis.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira