Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2020 Stefán Árni Pálsson skrifar 18. janúar 2020 16:15 Virkilega fjölbreyttur hópur í ár. Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Seinni undanúrslitin fara fram 15. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt. Tvö lög úr hvorri undankeppni komast áfram í úrslitin í gegnum símakosningu almennings. Það verða því fjögur lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 29. febrúar þegar framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar verður valið. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó sem fyrr möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðu wildcard eða „Eitt lag enn” eins og það er kallað í keppninni. Sömu kynnar Kynnar í keppninni verða þau Björg Magnúsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Boðið verður upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum og von er á erlendu Eurovision-atriði í úrslitinum í Höllinni. Tilkynnt verður um það á næstu dögum. Almenningi gefst sem fyrr kostur á að vera á staðnum en miðasala hefst fimmtudaginn 23. janúar á tix.is. Undanfarin ár hefur skapast mikil fjölskyldustemmning á viðburðunum sjálfum en í ár munu þeir Gunni og Felix hita áhorfendur í sal upp. Undanúrslitin og úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV. Margir þekktir flytjendur taka þátt í ár í bland við upprennandi söngstjörnur sem eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Í reglum keppninnar segir að í undanúrslitum verði lagið að vera flutt á íslensku en í úrslitunum megi höfundur ráða hvort það verður á íslensku eða á öðru tungumáli. Í keppninni í ár hafa 4 höfundar ákveðið að hafa lögin sín áfram á íslensku komist þau í úrslit, en hinir 6 höfundarnir munu láta flytja sín lög á ensku. Hér að neðan má sjá enskan titil lagsins aftan við þann íslenska þegar svo á við Taka með sér atkvæðin Fyrirkomulagið á úrslitakvöldinu verður eins og á síðasta ári. Símakosningin verður á sínum stað og vegur hún 50 prósent á móti alþjóðlegri dómnefnd. Komist lögin í úrslitaeinvígið taka þau með sér þau atkvæði sem þau fengu áður í símakosningunni. Hér að neðan má sjá hvaða keppendur taka þátt í Söngvakeppninni 2020. Fyrri undanúrslit í Háskólabíói - 8. febrúar ÆvintýriFlytjandi: Kid IsakLag: Þormóður Eiríksson, Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian PatrekssonTexti: Þormóður Eiríksson og Kristinn Óli HaraldssonAugun þín / In your eyesFlytjandi: Brynja MaryLag: Brynja Mary Sverrisdóttir og Lasse QvistTexti: Kristján HreinssonEnskur texti: Brynja Mary Sverrisdóttir AlmyrkviFlytjandi: DIMMALag: DIMMATexti: Ingó Geirdal Elta þig / HauntingFlytjandi: ElísabetLag: Elísabet Ormslev og Zoe Ruth ErwinTexti: Daði FreyrEnskur texti: Zoe Ruth ErwinKlukkan tifar / Meet me halfwayFlytjendur: Ísold og HelgaLag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már JónssonTexti: Stefán HilmarssonEnskur texti: Birgir Steinn Stefánsson, Ragnar Már Jónsson og Stefán HilmarssonSeinni undanúrslit í Háskólabíói - 15. febrúar Gagnamagnið / Think about thingsFlytjendur: Daði og GagnamagniðLag, íslenskur og enskur texti: Daði FreyrFellibylurFlytjandi: Hildur ValaLag: Hildur Vala og Jón ÓlafssonTexti: Bragi Valdimar SkúlasonOculis VidereFlytjandi: IvaLag og íslenskur texti: Íva Marín Adrichem og Richard CameronEnskur Texti: Richard CameronDreymaFlytjandi: Matti MattLag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már JónssonTexti: Matthías MatthíassonEkkó / EchoFlytjandi: NínaLag: Þórhallur Halldórsson og Sanna MartinezTexti: Þórhallur Halldórsson og Einar BárðarsonEnskur texti: Þórhallur Halldórsson, Christoph Baer, Donal Ryan og Sanna Martinez Eurovision Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Nú er komið í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020. 10 lög keppa í ár og keppnin hefst þegar fyrri undanúrslitin fara fram í Háskólabíói þann 8. febrúar en þá munu fyrri fimm lögin keppa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Seinni undanúrslitin fara fram 15. febrúar en þá verða seinni fimm lögin flutt. Tvö lög úr hvorri undankeppni komast áfram í úrslitin í gegnum símakosningu almennings. Það verða því fjögur lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 29. febrúar þegar framlag Íslands til Eurovision söngvakeppninnar verður valið. Framkvæmdastjórn keppninnar hefur þó sem fyrr möguleika á að bæta við einu lagi í úrslitin, svokölluðu wildcard eða „Eitt lag enn” eins og það er kallað í keppninni. Sömu kynnar Kynnar í keppninni verða þau Björg Magnúsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Boðið verður upp á skemmtiatriði á öllum viðburðunum og von er á erlendu Eurovision-atriði í úrslitinum í Höllinni. Tilkynnt verður um það á næstu dögum. Almenningi gefst sem fyrr kostur á að vera á staðnum en miðasala hefst fimmtudaginn 23. janúar á tix.is. Undanfarin ár hefur skapast mikil fjölskyldustemmning á viðburðunum sjálfum en í ár munu þeir Gunni og Felix hita áhorfendur í sal upp. Undanúrslitin og úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV. Margir þekktir flytjendur taka þátt í ár í bland við upprennandi söngstjörnur sem eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Í reglum keppninnar segir að í undanúrslitum verði lagið að vera flutt á íslensku en í úrslitunum megi höfundur ráða hvort það verður á íslensku eða á öðru tungumáli. Í keppninni í ár hafa 4 höfundar ákveðið að hafa lögin sín áfram á íslensku komist þau í úrslit, en hinir 6 höfundarnir munu láta flytja sín lög á ensku. Hér að neðan má sjá enskan titil lagsins aftan við þann íslenska þegar svo á við Taka með sér atkvæðin Fyrirkomulagið á úrslitakvöldinu verður eins og á síðasta ári. Símakosningin verður á sínum stað og vegur hún 50 prósent á móti alþjóðlegri dómnefnd. Komist lögin í úrslitaeinvígið taka þau með sér þau atkvæði sem þau fengu áður í símakosningunni. Hér að neðan má sjá hvaða keppendur taka þátt í Söngvakeppninni 2020. Fyrri undanúrslit í Háskólabíói - 8. febrúar ÆvintýriFlytjandi: Kid IsakLag: Þormóður Eiríksson, Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian PatrekssonTexti: Þormóður Eiríksson og Kristinn Óli HaraldssonAugun þín / In your eyesFlytjandi: Brynja MaryLag: Brynja Mary Sverrisdóttir og Lasse QvistTexti: Kristján HreinssonEnskur texti: Brynja Mary Sverrisdóttir AlmyrkviFlytjandi: DIMMALag: DIMMATexti: Ingó Geirdal Elta þig / HauntingFlytjandi: ElísabetLag: Elísabet Ormslev og Zoe Ruth ErwinTexti: Daði FreyrEnskur texti: Zoe Ruth ErwinKlukkan tifar / Meet me halfwayFlytjendur: Ísold og HelgaLag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már JónssonTexti: Stefán HilmarssonEnskur texti: Birgir Steinn Stefánsson, Ragnar Már Jónsson og Stefán HilmarssonSeinni undanúrslit í Háskólabíói - 15. febrúar Gagnamagnið / Think about thingsFlytjendur: Daði og GagnamagniðLag, íslenskur og enskur texti: Daði FreyrFellibylurFlytjandi: Hildur ValaLag: Hildur Vala og Jón ÓlafssonTexti: Bragi Valdimar SkúlasonOculis VidereFlytjandi: IvaLag og íslenskur texti: Íva Marín Adrichem og Richard CameronEnskur Texti: Richard CameronDreymaFlytjandi: Matti MattLag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már JónssonTexti: Matthías MatthíassonEkkó / EchoFlytjandi: NínaLag: Þórhallur Halldórsson og Sanna MartinezTexti: Þórhallur Halldórsson og Einar BárðarsonEnskur texti: Þórhallur Halldórsson, Christoph Baer, Donal Ryan og Sanna Martinez
Eurovision Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira