Segir fjárframlög til Landspítala ekki í samræmi við boðaða stórsókn í heilbrigðismálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. janúar 2020 13:13 Þingmaður Samfylkingarinnar segir að setja þurfi tölur um fjárveitingar til Landspítalans í samhengi við íbúafjölgun og aðrar breytur. Að teknu tilliti til þeirra sé aukning fjárframlaga hins opinbera til Landspítalans á síðustu þremur árum einungis fimm prósent. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að setja þurfi tölur um fjárveitingar til Landspítalans í samhengi við íbúafjölgun og aðrar breytur. Að teknu tilliti til þeirra sé aukning fjárframlaga hins opinbera til Landspítalans á síðustu þremur árum einungis fimm prósent. Það sé ekki í samræmi við boðaða stórsókn í heilbrigðismálum sem tíunduð var fyrir alþingiskosningarnar. Á vef stjórnarráðsins í gær voru birtar tölur yfir fjárveitingar til heilbrigðisstofnana síðustu ára. Þar kom fram að á árabilinu 2017 til 2020 hafi aukning til Landspítalans numið tólf prósentum. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir þó að setja þurfi tölur um aukningu fjárveitinga í samhengi við breytur á borð við íbúafjölgun á sama tíma. „Það er mikilvægt, þegar maður skoðar fullyrðingar heilbrigðisráðherra um að hún hafi aukið fjárframlög til spítalans um 12 prósent, að setja það í samhengi við íbúafjölgun á sama tíma og hún er rúmlega sjö prósent. Þannig að eftir stendur, að teknu tilliti til íbúafjölgunar, um fimm prósenta aukning til spítalans. Ég velti fyrir mér, í hvaða hugum er fimm prósent aukning til spítalans stórsókn eins og ráðherrar hafa verið að kalla sitt framtak? Var einungis lofað fimm prósent aukningu til spítalans í kosningunum 2017? Þær snerust fyrst og fremst um heilbrigðismál,“ segir Ágúst. Einnig þurfi að taka tillit til aldurssamsetningar þjóðarinnar. „Fjöldi eldri borgara hefur verið að aukast og 65 ára. Fjölgun 65 ára og eldri er um 7% á þessu tímabili og eftir því sem þeir verða eldri verða þeir dýrari fyrir kerfið. Aðalatriðið í þessu er að við verðum að hlusta á starfsfólkið og sjúklingana. Enginn þeirra telur að þessi ríkisstjórn hafi staðið sig vel þegar kemur að málefnum spítalans. Þetta er hópur sem hefur lýst ástandinu sem neyðarástandi.“ Burt séð frá tölum segir Ágúst að taka þurfi mark á sjónarmiðum starfsfólks á gólfinu sem þekki aðstæður best. „Tölur eru eitt, annað er að hlusta á fólkið sem er á gólfinu, hlusta á sjúklingana sem eru látnir liggja á göngum eða eru beinlínis látnir búa á spítalanum vegna þess að það er skortur á öðrum úrræðum svo sem eins og hjúkrunarheimilum. Hlustum á starfsfólkið sem býr við ómanneskjulegar aðstæður og mikið álag. Gott og vel ef Svandís, Bjarni og Katrín vilja ekki hlusta á Samfylkinguna. Það er lágmark að þau hlusti á starfsfólkið og sjúklingana. Allir flokkar lofuðu stórsókn í heilbrigðismálum, ekki síst til Landspítalans. það er einfaldlega svikið því fimm prósent aukning á þremur árum til spítalans að teknu tilliti til íbúafjölgunar er í engum orðabókum stórsókn,“ segir Ágúst. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00 Hugnast ekki eitt stórt bákn í heilbrigðiskerfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. 14. janúar 2020 13:04 Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00 Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. 13. janúar 2020 12:45 Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að setja þurfi tölur um fjárveitingar til Landspítalans í samhengi við íbúafjölgun og aðrar breytur. Að teknu tilliti til þeirra sé aukning fjárframlaga hins opinbera til Landspítalans á síðustu þremur árum einungis fimm prósent. Það sé ekki í samræmi við boðaða stórsókn í heilbrigðismálum sem tíunduð var fyrir alþingiskosningarnar. Á vef stjórnarráðsins í gær voru birtar tölur yfir fjárveitingar til heilbrigðisstofnana síðustu ára. Þar kom fram að á árabilinu 2017 til 2020 hafi aukning til Landspítalans numið tólf prósentum. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir þó að setja þurfi tölur um aukningu fjárveitinga í samhengi við breytur á borð við íbúafjölgun á sama tíma. „Það er mikilvægt, þegar maður skoðar fullyrðingar heilbrigðisráðherra um að hún hafi aukið fjárframlög til spítalans um 12 prósent, að setja það í samhengi við íbúafjölgun á sama tíma og hún er rúmlega sjö prósent. Þannig að eftir stendur, að teknu tilliti til íbúafjölgunar, um fimm prósenta aukning til spítalans. Ég velti fyrir mér, í hvaða hugum er fimm prósent aukning til spítalans stórsókn eins og ráðherrar hafa verið að kalla sitt framtak? Var einungis lofað fimm prósent aukningu til spítalans í kosningunum 2017? Þær snerust fyrst og fremst um heilbrigðismál,“ segir Ágúst. Einnig þurfi að taka tillit til aldurssamsetningar þjóðarinnar. „Fjöldi eldri borgara hefur verið að aukast og 65 ára. Fjölgun 65 ára og eldri er um 7% á þessu tímabili og eftir því sem þeir verða eldri verða þeir dýrari fyrir kerfið. Aðalatriðið í þessu er að við verðum að hlusta á starfsfólkið og sjúklingana. Enginn þeirra telur að þessi ríkisstjórn hafi staðið sig vel þegar kemur að málefnum spítalans. Þetta er hópur sem hefur lýst ástandinu sem neyðarástandi.“ Burt séð frá tölum segir Ágúst að taka þurfi mark á sjónarmiðum starfsfólks á gólfinu sem þekki aðstæður best. „Tölur eru eitt, annað er að hlusta á fólkið sem er á gólfinu, hlusta á sjúklingana sem eru látnir liggja á göngum eða eru beinlínis látnir búa á spítalanum vegna þess að það er skortur á öðrum úrræðum svo sem eins og hjúkrunarheimilum. Hlustum á starfsfólkið sem býr við ómanneskjulegar aðstæður og mikið álag. Gott og vel ef Svandís, Bjarni og Katrín vilja ekki hlusta á Samfylkinguna. Það er lágmark að þau hlusti á starfsfólkið og sjúklingana. Allir flokkar lofuðu stórsókn í heilbrigðismálum, ekki síst til Landspítalans. það er einfaldlega svikið því fimm prósent aukning á þremur árum til spítalans að teknu tilliti til íbúafjölgunar er í engum orðabókum stórsókn,“ segir Ágúst.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00 Hugnast ekki eitt stórt bákn í heilbrigðiskerfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. 14. janúar 2020 13:04 Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00 Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. 13. janúar 2020 12:45 Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00
Hugnast ekki eitt stórt bákn í heilbrigðiskerfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. 14. janúar 2020 13:04
Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00
Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. 13. janúar 2020 12:45
Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06