150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Kristín Ólafsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 16. janúar 2020 18:01 Flugvélarflakið á Sólheimasandi. vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. Fólkið sem fannst látið er kínverskt par á þrítugsaldri. Um 150 metrar voru á milli líkanna. Fyrst var tilkynnt um lík konu á Sólheimasandi, skammt frá gönguleið niður að flugvélarflaki á sandinum, rétt fyrir hádegi í dag. Lík karlmanns fannst svo klukkan tvö, skammt frá þeim stað þar sem konan fannst. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi farið strax á vettvang þegar tilkynning barst um líkfundinn frá vegfaranda. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm „Þar kemur í ljós að svona 150 metra frá gönguleiðinni er lík af konu. Við köllum þá strax til frekari leit, okkur fannst sérstakt að það væri ein kona þarna ein á ferð og enginn sem spyrði um hana. Um tvöleytið fannst lík af karlmanni þarna skammt frá og síðan er rannsóknarvinna í gangi um hvað hafi gerst þarna.“ Óvanalegt mál Oddur segir að fólkið sé kínverskt par, bæði rétt rúmlega tvítug. Um 150 metrar voru á milli þeirra þar sem þau fundust á sandinum. „Kínverska sendiráðið hefur verið upplýst um persónuupplýsingar og er að vinna úr þeim upplýsingum núna fyrir okkur. Þannig er bara staðan.“ Lögregla telur líklegt að parið hafi orðið úti á sandinum. „Við vitum að þau fóru fram hjá myndavélum á Hvolsvelli á mánudag um þrjúleytið, og á mánudagskvöld og á þriðjudag var arfavitlaust veður. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar en við viljum ekki gefa okkur neina niðurstöðu fyrirfram,“ segir Oddur. Parið fannst látið á Sólheimasandi.Vísir/Landmælingar Inntur eftir því hvort málið sé mjög óvanalegt segir Oddur svo vera. „Já, það er sérstakt að finna tvær látnar manneskjur á víðavangi. Það gerist ekki oft.“ Bíll sem talið er að parið hafi tekið á leigu fannst á bílastæði við Sólheimasand. Samkvæmt heimildum Vísis voru rúður brotnar í bílnum þegar hann fannst. Þá liggur dánarorsök parsins ekki fyrir og verður ekki ljós fyrr en að lokinni krufningu. Lögregla á Suðurlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið við vinnu á vettvangi í dag. Oddur gerir ráð fyrir að sú vinna haldi áfram í dag og fram á kvöld. Viðtal Magnús Hlyns Hreiðarssonar fréttamanns Stöðvar 2 við Odd Árnason yfirlögregluþjón á Suðurlandi má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. Fólkið sem fannst látið er kínverskt par á þrítugsaldri. Um 150 metrar voru á milli líkanna. Fyrst var tilkynnt um lík konu á Sólheimasandi, skammt frá gönguleið niður að flugvélarflaki á sandinum, rétt fyrir hádegi í dag. Lík karlmanns fannst svo klukkan tvö, skammt frá þeim stað þar sem konan fannst. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi farið strax á vettvang þegar tilkynning barst um líkfundinn frá vegfaranda. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm „Þar kemur í ljós að svona 150 metra frá gönguleiðinni er lík af konu. Við köllum þá strax til frekari leit, okkur fannst sérstakt að það væri ein kona þarna ein á ferð og enginn sem spyrði um hana. Um tvöleytið fannst lík af karlmanni þarna skammt frá og síðan er rannsóknarvinna í gangi um hvað hafi gerst þarna.“ Óvanalegt mál Oddur segir að fólkið sé kínverskt par, bæði rétt rúmlega tvítug. Um 150 metrar voru á milli þeirra þar sem þau fundust á sandinum. „Kínverska sendiráðið hefur verið upplýst um persónuupplýsingar og er að vinna úr þeim upplýsingum núna fyrir okkur. Þannig er bara staðan.“ Lögregla telur líklegt að parið hafi orðið úti á sandinum. „Við vitum að þau fóru fram hjá myndavélum á Hvolsvelli á mánudag um þrjúleytið, og á mánudagskvöld og á þriðjudag var arfavitlaust veður. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar en við viljum ekki gefa okkur neina niðurstöðu fyrirfram,“ segir Oddur. Parið fannst látið á Sólheimasandi.Vísir/Landmælingar Inntur eftir því hvort málið sé mjög óvanalegt segir Oddur svo vera. „Já, það er sérstakt að finna tvær látnar manneskjur á víðavangi. Það gerist ekki oft.“ Bíll sem talið er að parið hafi tekið á leigu fannst á bílastæði við Sólheimasand. Samkvæmt heimildum Vísis voru rúður brotnar í bílnum þegar hann fannst. Þá liggur dánarorsök parsins ekki fyrir og verður ekki ljós fyrr en að lokinni krufningu. Lögregla á Suðurlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið við vinnu á vettvangi í dag. Oddur gerir ráð fyrir að sú vinna haldi áfram í dag og fram á kvöld. Viðtal Magnús Hlyns Hreiðarssonar fréttamanns Stöðvar 2 við Odd Árnason yfirlögregluþjón á Suðurlandi má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.
Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19