Úkraína biður FBI um aðstoð við rannsókn á tölvuinnbroti Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2020 14:00 Skrifstofur félags Burisma í Kænugarði. Trump forseti sóttist eftir rannsókn sem gæti skaðað pólitískan keppinaut hans. Rússneskir hakkarar eru taldir hafa brotist inn í tölvukerfi fyrirtækisins. Vísir/EPA Yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir því við bandarísku alríkislögregluna FBI að hún aðstoði við rannsókn á innbroti í tölvukerfi gasfyrirtækisins Burisma sem talið er að rússneskir hakkarar hafi staðið fyrir. Burisma er í hringiðu rannsóknar á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Bandarískt tölvuöryggisfyrirtæki greindi frá því í vikunni að umfangsmiklum vefveiðum (e. Phishing) hafi verið beint gegn Burisma frá því í byrjun nóvember þegar rannsókn á þrýstingsherferð Trump forseta og bandamanna hans gegn úkraínskum stjórnvöldum komst í hámæli. Fyrirtækið telur að hakkarar á vegum leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi verið á ferð og að þeir hafi komist yfir upplýsingar frá Burisma. Ekki liggur fyrir hvaða upplýsingar þeir komust yfir eða eftir hverju þeir sóttust. Trump þrýsti ítrekað á Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, um að rannsaka Burisma og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa notað hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fund í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir til að þvinga þau til að hefja rannsókn á Biden og Burisma. Reuters-fréttastofan segir að Artjom Minjaíló, innanríkisráðherra Úkraínu, hafi greint frá því að óskað hafi verið eftir liðsinni FBI við rannsóknina á tölvuinnbrotinu. Líklegt sé að rússnesk sérsveit hafi átt þátt í innbrotinu. Sami hópur tölvuþrjóta, sem hefur verið nefndur „Fínibjörn“ [e. Fancy Bear], braust inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og framboðs Hillary Clinton fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Póstunum láku hakkararnir svo í gengum Wikileaks í aðdraganda kosninganna. Bandaríska leyniþjónustan komst að þeirri niðurstöðu að innbrotið hefði verið liður í afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum en markmið þeirra var að hjálpa Trump til sigurs. Marie Yovanovitch var skyndilega kölluð heim sem sendiherra í apríl í kjölfar ófrægingarherferðar lögmanns Trump gegn henni.AP/J. Scott Applewhite Rannsaka mögulegar njósnir um sendiherra Bandaríkjanna Á sama tíma tilkynnti Minjaíló einnig að rannsókn væri hafin á mögulegu ólöglegu eftirliti með Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði. Í gögnum sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings birti í vikunni var að finna skilaboð á milli þingframbjóðanda repúblikana og Lev Parnas, samverkamanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump forseta, þar sem fullyrt var að fylgst væri með Yovanovitch í Úkraínu. Yovanovitch var sendiherra þar til í apríl í fyrra þegar Trump forseti lét kalla hana heim í skyndi. Brottrekstur hennar kom í kjölfar ófrægingarherferðar sem Giuliani stóð fyrir gegn henni og embættismenn lýstu við rannsókn Bandaríkjaþings á þrýstingsherferð Trump gegn Úkraínu. Parnas og Giuliani voru meðal annars í sambandi við úkraínskan saksóknara sem vildi að þeir boluðu Yovanovitch í burtu í skiptum fyrir upplýsingar sem kæmu Biden illa. Yovanovitch hafði verið gagnrýnin á störf saksóknarans sem hún taldi ekki standa sig í að uppræta spillingu. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ekkert tjáð sig um fullyrðingarnar um að fylgst hafi verið með Yovanovitch. Robert F. Hyde, frambjóðandi repúblikana í Connecticut, sem sagði að fylgst væri með sendiherranum, neitaði því algerlega í sjónvarpsviðtali í gær og hélt því fram að hann hefði verið að grínast þegar hann sagði Parnas það. Washington Post greindi frá því í dag að Hyde hefði verið lagður inn á geðdeild gegn vilja sínum eftir uppákomu í golfklúbbi Trump forseta í Doral á Flórída í maí í fyrra. Í lögregluskýrslu kom fram að Hyde hefði sagst telja að launmorðingi væri á hælum hans. Hann teldi sig mögulega í lífshættu vegna tölvupósta sem hann hafði sent. Óttaðist hann að málarar og garðyrkjumenn vildu skaða hann og að leyniþjónustan fylgdist með honum. Hyde var í kjölfarið lagður inn á geðdeild gegn vilja sínum á grundvelli laga í Flórída sem heimila slíkt í tilfelli geðsjúkdóma eða lyfjamisnotkunar. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússar hökkuðu fyrirtæki sem tengist kæru þingsins gegn Trump Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka gasfyrirtækið Burisma og pólitískan andstæðing sinn. Nú beina rússneskir hakkarar spjótum sínum að fyrirtækinu. 14. janúar 2020 11:45 Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir því við bandarísku alríkislögregluna FBI að hún aðstoði við rannsókn á innbroti í tölvukerfi gasfyrirtækisins Burisma sem talið er að rússneskir hakkarar hafi staðið fyrir. Burisma er í hringiðu rannsóknar á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Bandarískt tölvuöryggisfyrirtæki greindi frá því í vikunni að umfangsmiklum vefveiðum (e. Phishing) hafi verið beint gegn Burisma frá því í byrjun nóvember þegar rannsókn á þrýstingsherferð Trump forseta og bandamanna hans gegn úkraínskum stjórnvöldum komst í hámæli. Fyrirtækið telur að hakkarar á vegum leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) hafi verið á ferð og að þeir hafi komist yfir upplýsingar frá Burisma. Ekki liggur fyrir hvaða upplýsingar þeir komust yfir eða eftir hverju þeir sóttust. Trump þrýsti ítrekað á Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, um að rannsaka Burisma og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa notað hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fund í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir til að þvinga þau til að hefja rannsókn á Biden og Burisma. Reuters-fréttastofan segir að Artjom Minjaíló, innanríkisráðherra Úkraínu, hafi greint frá því að óskað hafi verið eftir liðsinni FBI við rannsóknina á tölvuinnbrotinu. Líklegt sé að rússnesk sérsveit hafi átt þátt í innbrotinu. Sami hópur tölvuþrjóta, sem hefur verið nefndur „Fínibjörn“ [e. Fancy Bear], braust inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og framboðs Hillary Clinton fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Póstunum láku hakkararnir svo í gengum Wikileaks í aðdraganda kosninganna. Bandaríska leyniþjónustan komst að þeirri niðurstöðu að innbrotið hefði verið liður í afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum en markmið þeirra var að hjálpa Trump til sigurs. Marie Yovanovitch var skyndilega kölluð heim sem sendiherra í apríl í kjölfar ófrægingarherferðar lögmanns Trump gegn henni.AP/J. Scott Applewhite Rannsaka mögulegar njósnir um sendiherra Bandaríkjanna Á sama tíma tilkynnti Minjaíló einnig að rannsókn væri hafin á mögulegu ólöglegu eftirliti með Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði. Í gögnum sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings birti í vikunni var að finna skilaboð á milli þingframbjóðanda repúblikana og Lev Parnas, samverkamanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump forseta, þar sem fullyrt var að fylgst væri með Yovanovitch í Úkraínu. Yovanovitch var sendiherra þar til í apríl í fyrra þegar Trump forseti lét kalla hana heim í skyndi. Brottrekstur hennar kom í kjölfar ófrægingarherferðar sem Giuliani stóð fyrir gegn henni og embættismenn lýstu við rannsókn Bandaríkjaþings á þrýstingsherferð Trump gegn Úkraínu. Parnas og Giuliani voru meðal annars í sambandi við úkraínskan saksóknara sem vildi að þeir boluðu Yovanovitch í burtu í skiptum fyrir upplýsingar sem kæmu Biden illa. Yovanovitch hafði verið gagnrýnin á störf saksóknarans sem hún taldi ekki standa sig í að uppræta spillingu. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ekkert tjáð sig um fullyrðingarnar um að fylgst hafi verið með Yovanovitch. Robert F. Hyde, frambjóðandi repúblikana í Connecticut, sem sagði að fylgst væri með sendiherranum, neitaði því algerlega í sjónvarpsviðtali í gær og hélt því fram að hann hefði verið að grínast þegar hann sagði Parnas það. Washington Post greindi frá því í dag að Hyde hefði verið lagður inn á geðdeild gegn vilja sínum eftir uppákomu í golfklúbbi Trump forseta í Doral á Flórída í maí í fyrra. Í lögregluskýrslu kom fram að Hyde hefði sagst telja að launmorðingi væri á hælum hans. Hann teldi sig mögulega í lífshættu vegna tölvupósta sem hann hafði sent. Óttaðist hann að málarar og garðyrkjumenn vildu skaða hann og að leyniþjónustan fylgdist með honum. Hyde var í kjölfarið lagður inn á geðdeild gegn vilja sínum á grundvelli laga í Flórída sem heimila slíkt í tilfelli geðsjúkdóma eða lyfjamisnotkunar.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússar hökkuðu fyrirtæki sem tengist kæru þingsins gegn Trump Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka gasfyrirtækið Burisma og pólitískan andstæðing sinn. Nú beina rússneskir hakkarar spjótum sínum að fyrirtækinu. 14. janúar 2020 11:45 Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Rússar hökkuðu fyrirtæki sem tengist kæru þingsins gegn Trump Trump Bandaríkjaforseti reyndi að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka gasfyrirtækið Burisma og pólitískan andstæðing sinn. Nú beina rússneskir hakkarar spjótum sínum að fyrirtækinu. 14. janúar 2020 11:45
Bauð upplýsingar um Biden í skiptum fyrir brottrekstur sendiherra Ný gögn varpa frekara ljósi á tilraunir bandamanna Trump Bandaríkjaforseta til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um pólitískan andstæðing hans í Úkraínu. 15. janúar 2020 11:00
Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30