Gott að fólk komi saman og reyni að styðja hvert annað Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. janúar 2020 15:00 Í kvöld klukkan átta verður helgistund í Guðríðarkirkju þar sem þess verður minnst að 25 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík. Vísir/Vilhelm Í kvöld klukkan átta verður helgistund í Guðríðarkirkju þar sem þess verður minnst að 25 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík. „Við setjumst niður á eftir og spjöllum saman yfir kaffibolla. Það eru náttúrulega allir velkomnir,“ segir séra Karl V. Matthíasson í samtali við fréttastofu. Snjóflóðið féll á fimmtán íbúðarhús á Súðavík aðfaranótt 16. janúar árið 1995. Fjórtán fórust í flóðinu, þar af átta börn. „Þetta er helgistund og samvera en einnig verður okkur hugsað til þeirra fyrr Vestan,“ segir Karl. Þrjú mjög stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti á þriðjudag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys á fólki. Unglingsstúlku var bjargað úr flóðinu á Flateyri og var hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði með varðskipinu Þór. Hann segir að snjóflóðin núna ýfi upp gömul sár og erfiðar tilfinningar fyrir marga, meðal annars hann sjálfan. „Ég var vakandi næstum alla nóttina að fylgjast með.“ Karl var einn af þeim sem kom til aðstoðar eftir að snjóflóðið féll í Súðavík á þessum degi árið 1995. „Ég var prestur þá á Tálknafirði og fór með togara ásamt björgunarsveitarfólki. Það var náttúrulega hræðilegt, ég fór á Ísafjörð og var að tala við fólk sem hafði lent í þessu. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, þetta var svo hræðilegt. Maður var svo vanmáttugur gagnvart þessu öllu, en bara gerði sitt besta.“ Karl segir að beðið verði fyrir landi og þjóð og komandi tíð á þessari samverustund. sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Sr. Leifur Ragnar Jónsson og munu þjóna með honum í kvöld. Hrönn Helgadóttir organisti leikur undir á orgel og félagar úr kvennakór Guðríðarkirkju syngja. „Það er gott að fólk komi saman og reyni að styðja hvort annað,“ segir hann að lokum. Reykjavík Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Hugur Íslendinga fyrir vestan: „Sit dofin í fjarlægðinni“ Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. 15. janúar 2020 11:30 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Flateyringar enn innlyksa Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. 16. janúar 2020 06:36 „Eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995“ Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. 15. janúar 2020 21:00 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Í kvöld klukkan átta verður helgistund í Guðríðarkirkju þar sem þess verður minnst að 25 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík. „Við setjumst niður á eftir og spjöllum saman yfir kaffibolla. Það eru náttúrulega allir velkomnir,“ segir séra Karl V. Matthíasson í samtali við fréttastofu. Snjóflóðið féll á fimmtán íbúðarhús á Súðavík aðfaranótt 16. janúar árið 1995. Fjórtán fórust í flóðinu, þar af átta börn. „Þetta er helgistund og samvera en einnig verður okkur hugsað til þeirra fyrr Vestan,“ segir Karl. Þrjú mjög stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti á þriðjudag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys á fólki. Unglingsstúlku var bjargað úr flóðinu á Flateyri og var hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði með varðskipinu Þór. Hann segir að snjóflóðin núna ýfi upp gömul sár og erfiðar tilfinningar fyrir marga, meðal annars hann sjálfan. „Ég var vakandi næstum alla nóttina að fylgjast með.“ Karl var einn af þeim sem kom til aðstoðar eftir að snjóflóðið féll í Súðavík á þessum degi árið 1995. „Ég var prestur þá á Tálknafirði og fór með togara ásamt björgunarsveitarfólki. Það var náttúrulega hræðilegt, ég fór á Ísafjörð og var að tala við fólk sem hafði lent í þessu. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, þetta var svo hræðilegt. Maður var svo vanmáttugur gagnvart þessu öllu, en bara gerði sitt besta.“ Karl segir að beðið verði fyrir landi og þjóð og komandi tíð á þessari samverustund. sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Sr. Leifur Ragnar Jónsson og munu þjóna með honum í kvöld. Hrönn Helgadóttir organisti leikur undir á orgel og félagar úr kvennakór Guðríðarkirkju syngja. „Það er gott að fólk komi saman og reyni að styðja hvort annað,“ segir hann að lokum.
Reykjavík Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Hugur Íslendinga fyrir vestan: „Sit dofin í fjarlægðinni“ Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. 15. janúar 2020 11:30 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Flateyringar enn innlyksa Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. 16. janúar 2020 06:36 „Eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995“ Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. 15. janúar 2020 21:00 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Hugur Íslendinga fyrir vestan: „Sit dofin í fjarlægðinni“ Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. 15. janúar 2020 11:30
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Flateyringar enn innlyksa Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. 16. janúar 2020 06:36
„Eins og manni sé hent út í atburðarásina sem var 1995“ Atburðir gærkvöldsins hafa eins og gefur að skilja haft mikil áhrif á þá sem búa á Flateyri og Suðureyri en ekki minni á þá sem upplifðu hamfarirnar fyrir 25 árum. 15. janúar 2020 21:00