Flateyringar enn innlyksa Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2020 06:36 Frá Flateyri á þriðjudagskvöld. Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. Að öðru leyti er færðin að komast í samt horf á Vestfjörðum eftir ófærð og lokanir síðustu daga.Að sögn Vegagerðarinnar er búið að moka í gegnum snjóflóðin sem fallið höfðu í Skötufirði „og þar með er síðasta haftið farið af leiðinni.“ Að sama skapi er orðið fært til Suðureyrar og búið að opna Gemlufallsheiði. Vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði eru jafnframt opnir. Veðrið á norðanverðum Vestfjörðum er prýðilegt þessa stundina, að sögn Gylfa Þórs Gíslasonar hjá lögreglunni á Ísafirði. Engin ofankoma og hægur vindur. Nóttin var „virkilega róleg,“ engin útköll tengd hamförum þriðjudagsins. Hættustigi vegna snjóflóða sem lýst var yfir í fyrradag á norðanverðum Vestfjörðum var aflýst í gærkvöld. Þá var rýmingum á svæðinu einnig aflétt og allir sem þurftu að yfirgefa hús sín mega því snúa heim til sín. Á það jafnt við um íbúa Seljalandshverfis á Ísafirði og Flateyringa. Þeir síðarnefndu þurftu að fá „inni á Eyrinni“ að sögn Gylfa enda hefur Flateyrarvegur verið lokaður og íbúar sveitarfélagsins því innlyksa. Af þeim sökum hefur þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti ýmis konar flutningum fyrir Flateyringa og aðra Vestfirðinga síðastliðinn sólarhring. Ekki aðeins flutti hún óþreytt björgunarsveitarfólk vestur á ellefta tímanum í gærkvöldi heldur hafði hún áður verið nýtt til að ferja rafhlöður á Suðureyri, 100 kíló af matvælum fyrir Flateyri auk annarra vista og búnaðar. Ísafjarðarbær Samgöngur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Fljúga til vonar og vara með björgunarsveitarfólk vestur Ákveðið hefur verið að flytja fulla þyrlu af björgunarsveitarfólki frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg. 15. janúar 2020 16:42 Þyrlan enn á ný send á Vestfirði vegna snjóflóðanna Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Reykjavík til Vestfjarða um tíuleytið í kvöld með óþreytt björgunarsveitarfólk. 15. janúar 2020 23:34 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Flateyrarvegur er enn lokaður eftir snjóflóðin sem þar féllu á þriðjudag og íbúar Flateyrar því enn innlyksa. Að öðru leyti er færðin að komast í samt horf á Vestfjörðum eftir ófærð og lokanir síðustu daga.Að sögn Vegagerðarinnar er búið að moka í gegnum snjóflóðin sem fallið höfðu í Skötufirði „og þar með er síðasta haftið farið af leiðinni.“ Að sama skapi er orðið fært til Suðureyrar og búið að opna Gemlufallsheiði. Vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði eru jafnframt opnir. Veðrið á norðanverðum Vestfjörðum er prýðilegt þessa stundina, að sögn Gylfa Þórs Gíslasonar hjá lögreglunni á Ísafirði. Engin ofankoma og hægur vindur. Nóttin var „virkilega róleg,“ engin útköll tengd hamförum þriðjudagsins. Hættustigi vegna snjóflóða sem lýst var yfir í fyrradag á norðanverðum Vestfjörðum var aflýst í gærkvöld. Þá var rýmingum á svæðinu einnig aflétt og allir sem þurftu að yfirgefa hús sín mega því snúa heim til sín. Á það jafnt við um íbúa Seljalandshverfis á Ísafirði og Flateyringa. Þeir síðarnefndu þurftu að fá „inni á Eyrinni“ að sögn Gylfa enda hefur Flateyrarvegur verið lokaður og íbúar sveitarfélagsins því innlyksa. Af þeim sökum hefur þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti ýmis konar flutningum fyrir Flateyringa og aðra Vestfirðinga síðastliðinn sólarhring. Ekki aðeins flutti hún óþreytt björgunarsveitarfólk vestur á ellefta tímanum í gærkvöldi heldur hafði hún áður verið nýtt til að ferja rafhlöður á Suðureyri, 100 kíló af matvælum fyrir Flateyri auk annarra vista og búnaðar.
Ísafjarðarbær Samgöngur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Fljúga til vonar og vara með björgunarsveitarfólk vestur Ákveðið hefur verið að flytja fulla þyrlu af björgunarsveitarfólki frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg. 15. janúar 2020 16:42 Þyrlan enn á ný send á Vestfirði vegna snjóflóðanna Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Reykjavík til Vestfjarða um tíuleytið í kvöld með óþreytt björgunarsveitarfólk. 15. janúar 2020 23:34 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Fljúga til vonar og vara með björgunarsveitarfólk vestur Ákveðið hefur verið að flytja fulla þyrlu af björgunarsveitarfólki frá höfuðborgarsvæðinu til Vestfjarða í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg. 15. janúar 2020 16:42
Þyrlan enn á ný send á Vestfirði vegna snjóflóðanna Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað frá Reykjavík til Vestfjarða um tíuleytið í kvöld með óþreytt björgunarsveitarfólk. 15. janúar 2020 23:34
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32