Lagði af stað frá Keflavík til Alicante en lenti í Valencia Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 22:57 Ferill flugvélarinnar frá Keflavík til Valencia sést hér. Valencia er svo rauðmerkt á kortinu og Alicante, upphaflegur áfangastaður, merktur með bláu. Skjáskot/Flightradar Flugvél norska flugfélagsins Norwegian, sem lagði af stað til Alicante á Spáni frá Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum, var lent í spænsku borginni Valencia nú skömmu fyrir klukkan ellefu að íslenskum tíma. Flugvellinum í Alicante var lokað í dag vegna elds sem þar kom upp og verður ekki starfhæfur fyrr en á morgun. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia fór vélin frá Keflavíkurflugvelli klukkan 18:05 og var áfangastaður þá Alicante samkvæmt áætlun. Samkvæmt upplýsingum í hópi Íslendinga á Costa Blanca-svæðinu á Spáni var farþegum gert viðvart um breyttan áfangastað í kvöld en ætla má að nokkur fjöldi Íslendinga hafi verið um borð í vélinni. Vél Norwegian lenti svo á flugvellinum í Valencia nú á ellefta tímanum, ef marka má feril vélarinnar á vefsíðunni Flightradar. Valencia er í um 160 kílómetra fjarlægð frá Alicante. Flugvöllurinn í Alicante var rýmdur í morgun þegar eldur kviknaði í þaki flugstöðvarbyggingarinnar. Slökkviliðsmenn náðu að endingu tökum á eldinum og reykræstu. Flugvélum sem lenda áttu á vellinum hefur ýmist verið beint til Valencia eða Murcia, nærliggjandi borga. Í frétt Independent um málið segir að upptök eldsins séu ekki kunn. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna reyk leggja frá flugvellinum og farþega bíða fyrir utan flugstöðvarbygginguna. #Alicanteairport on fire at mo pic.twitter.com/DDV9mdTmRL— Jerry Stevens (@jerry_stevens) January 15, 2020 Fram kemur í tísti Aena, sem rekur tugi flugvalla á Spáni og þar á meðal völlinn á Alicante, að flugvöllurinn verði ekki kominn í gagnið að nýju fyrr en á hádegi á morgun, 16. janúar. Því er beint til farþega að koma ekki á völlinn heldur hafa samband við flugfélagið sem þeir hyggjast fljúga með. #ActualizaciónEl Aeropuerto de #Alicante-#Elche no estará operativo hasta las 12:00 horas de mañana 16 de enero.Por favor, no te dirijas al Aeropuerto y contacta con tu aerolínea.— Aena (@aena) January 15, 2020 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Flugvél norska flugfélagsins Norwegian, sem lagði af stað til Alicante á Spáni frá Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum, var lent í spænsku borginni Valencia nú skömmu fyrir klukkan ellefu að íslenskum tíma. Flugvellinum í Alicante var lokað í dag vegna elds sem þar kom upp og verður ekki starfhæfur fyrr en á morgun. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia fór vélin frá Keflavíkurflugvelli klukkan 18:05 og var áfangastaður þá Alicante samkvæmt áætlun. Samkvæmt upplýsingum í hópi Íslendinga á Costa Blanca-svæðinu á Spáni var farþegum gert viðvart um breyttan áfangastað í kvöld en ætla má að nokkur fjöldi Íslendinga hafi verið um borð í vélinni. Vél Norwegian lenti svo á flugvellinum í Valencia nú á ellefta tímanum, ef marka má feril vélarinnar á vefsíðunni Flightradar. Valencia er í um 160 kílómetra fjarlægð frá Alicante. Flugvöllurinn í Alicante var rýmdur í morgun þegar eldur kviknaði í þaki flugstöðvarbyggingarinnar. Slökkviliðsmenn náðu að endingu tökum á eldinum og reykræstu. Flugvélum sem lenda áttu á vellinum hefur ýmist verið beint til Valencia eða Murcia, nærliggjandi borga. Í frétt Independent um málið segir að upptök eldsins séu ekki kunn. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna reyk leggja frá flugvellinum og farþega bíða fyrir utan flugstöðvarbygginguna. #Alicanteairport on fire at mo pic.twitter.com/DDV9mdTmRL— Jerry Stevens (@jerry_stevens) January 15, 2020 Fram kemur í tísti Aena, sem rekur tugi flugvalla á Spáni og þar á meðal völlinn á Alicante, að flugvöllurinn verði ekki kominn í gagnið að nýju fyrr en á hádegi á morgun, 16. janúar. Því er beint til farþega að koma ekki á völlinn heldur hafa samband við flugfélagið sem þeir hyggjast fljúga með. #ActualizaciónEl Aeropuerto de #Alicante-#Elche no estará operativo hasta las 12:00 horas de mañana 16 de enero.Por favor, no te dirijas al Aeropuerto y contacta con tu aerolínea.— Aena (@aena) January 15, 2020
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira