Manchester United tryggði sér sæti í 4. umferð ensku bikarkeppninnar með 1-0 sigri á Wolves á Old Trafford í kvöld.
Juan Mata skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Hann slapp þá inn fyrir vörn Wolves og kláraði færið með glæsibrag.
Snemma leiks kom Neto Úlfunum yfir en markið var dæmt af. Við skoðun á myndbandi kom í ljós að Raúl Jiménez hafði handleikið boltann áður en hann barst á Neto.
Markið hjá Mata og markið sem var dæmt af Wolves má sjá hér fyrir neðan.