Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2020 08:48 Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. MAGNÚS EINAR Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. „Það er eitthvað sem er þakkarvert og eitthvað sem við getum seint fullþakkað þeim sem voru þarna á vettvangi og unnu þetta þrekvirki,“ segir Guðmundur, en hann var í viðtali í Bítinu í morgun. „Það er held ég öllum ljóst að það er ekkert grín þegar svona kraftar fara af stað og það verður að setja í samhengi að þarna erum við að tala um byggð, á Flateyri, þar sem svona snjóflóð og allt sem að því tengist – þetta kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar, bæði hjá þeim sem að búa þarna, þeim sem hafa búið þarna, þeim sem hafa tengingar hingað og eiginlega hjá Vestfirðingum öllum. En það eru, held ég að ég leyfi mér að segja, vel flestir sem þessu tengjast, í hálfgerðu áfalli. Við erum samt ofboðslega þakklát fyrir það að ekki fór verr. Það er þá óumdeilt að þarna skiptu varnargarðarnir sköpum,“ segir Guðmundur. Vísar hann þar í snjóflóðin sem féllu á Súðavík og Flateyri árið 1995. Meta tjón í birtingu Guðmundur segir það nú vera í fókus núna að hlúa vel að því fólki sem eru á þessum stöðum. „Fjölskyldan sem lenti í flóðinu er á leiðinni til Ísafjarðar. Það er verið að reyna að halda eins vel utan um þau eins og kostur er. Það var gert strax á vettvangi af miklum myndarbrag. Það sem er í áherslu núna að öðru leyti er að í birtingu munum við fara að meta þetta umtalsverða eignartjón. Bæði í höfninni, á skipum og bátum, og eignartjón líka á húsum. Það skellur líka þessi flóðbylgja á Suðureyri þar sem er vitað að varð umtalsvert eignartjón einnig.“ Guðmundur segir að á sama tíma séu Vestfirðingar að glíma við að það að veður er enn vont. Áfram þurfi að vera á vaktinni og eru sérfræðingar að meta hvort að hætta steðji að svæðum og hvort opna eigi vegi. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. „Það er eitthvað sem er þakkarvert og eitthvað sem við getum seint fullþakkað þeim sem voru þarna á vettvangi og unnu þetta þrekvirki,“ segir Guðmundur, en hann var í viðtali í Bítinu í morgun. „Það er held ég öllum ljóst að það er ekkert grín þegar svona kraftar fara af stað og það verður að setja í samhengi að þarna erum við að tala um byggð, á Flateyri, þar sem svona snjóflóð og allt sem að því tengist – þetta kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar, bæði hjá þeim sem að búa þarna, þeim sem hafa búið þarna, þeim sem hafa tengingar hingað og eiginlega hjá Vestfirðingum öllum. En það eru, held ég að ég leyfi mér að segja, vel flestir sem þessu tengjast, í hálfgerðu áfalli. Við erum samt ofboðslega þakklát fyrir það að ekki fór verr. Það er þá óumdeilt að þarna skiptu varnargarðarnir sköpum,“ segir Guðmundur. Vísar hann þar í snjóflóðin sem féllu á Súðavík og Flateyri árið 1995. Meta tjón í birtingu Guðmundur segir það nú vera í fókus núna að hlúa vel að því fólki sem eru á þessum stöðum. „Fjölskyldan sem lenti í flóðinu er á leiðinni til Ísafjarðar. Það er verið að reyna að halda eins vel utan um þau eins og kostur er. Það var gert strax á vettvangi af miklum myndarbrag. Það sem er í áherslu núna að öðru leyti er að í birtingu munum við fara að meta þetta umtalsverða eignartjón. Bæði í höfninni, á skipum og bátum, og eignartjón líka á húsum. Það skellur líka þessi flóðbylgja á Suðureyri þar sem er vitað að varð umtalsvert eignartjón einnig.“ Guðmundur segir að á sama tíma séu Vestfirðingar að glíma við að það að veður er enn vont. Áfram þurfi að vera á vaktinni og eru sérfræðingar að meta hvort að hætta steðji að svæðum og hvort opna eigi vegi.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira