Hefðu byrjað rýmingar fyrir mörgum dögum ef varnargarðsins nyti ekki við á Flateyri Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 04:08 Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Magnús EInar Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist afar þakklátur fyrir það að allir hafi komist óhultir frá snjóflóðunum sem féllu á Flateyri og Suðureyri seint í kvöld. Þá segir hann ljóst að ef varnarðgarðanna fyrir ofan Flateyri nyti ekki við hefðu rýmingar hafist á svæðinu fyrir allnokkru. Alls féllu þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti, líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. Gríðarmikið tjón varð í höfninni á Flateyri.Magnús einar Guðmundur hefur verið í aðgerðastjórn síðan hún var virkjuð um miðnætti. „Sem bæjarstjóri er hugur manns fyrst og fremst hjá þessu viðbragðsfólki og þessari hetjudáð. Við hrósum happi yfir því að allir séu óhultir og heilir,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi nú á fjórða tímanum. „Við erum ótrúlega þakklátt fyrir það hversu frábært fólk við eigum. Þau hafa unnið einhvers konar kraftaverk að koma þessu fólki til bjargar.“ Hann segir að nú sé verið að meta eignatjón á svæðinu, hvort hætta sé enn til staðar og hvort ástæða sé til rýmingar í fleiri byggðum. Þá er varðskipið Þór komið að Flateyri með um 35 björgunarsveitarmenn um borð auk þriggja lögreglumanna og læknis en getur ekki lagst að bryggju. Léttabátar hafa því verið sendir frá skipinu að landi með viðbragsaðila. Skýringarmynd sem sýnir hvar snjóflóðin tvö féllu.Vísir/Jói K. Varnargarðurinn sennilega forðað frá hættu Á Suðureyri hefur fólk verið beðið um að halda sig frá höfninni en þar féll snjóflóð til móts við bæinn og orsakaði flóðbylgju, eins og áður segir. Guðmundur segir að þrjú íbúðarhús hafi verið rýmd í bænum með það fyrir augum að tryggja öryggi og vera ekki að taka áhættu að óþörfu. Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld að það liti út fyrir að snjóflóðin í kvöld séu á pari við það sem féll árið 1995. Tuttugu manns fórust í snjóflóðinu þann 26. október 1995 á Flateyri. Rögnvaldur sagði snjóflóðavarnargarðinn, sem reistur var eftir hamfarirnar, hafa sennilega bjargað miklu í kvöld. Inntur eftir því hvort varnargarðurinn hafi staðið sig í stykkinu segir Guðmundur að hann telji að enginn hafi enn náð heildarsýn yfir flóðin enn sem komið er. „En ég held að allir Vestfirðingar sem hérna búa, við vitum að ef ekki væri fyrir þá varnargarða sem hafa verið reistir þá hefðu fyrir mörgum dögum síðan verið hafnar rýmingar á svæðinu.“ Þarna hafi greinilega verið um stórt flóð að ræða og líklegt sé að varnargarðurinn hafi forðað fólki frá mikilli hættu. „Þetta vekur upp sterkar tilfinningar og hjörtu okkar slá eins og í einum manni þegar svona gerist.“ Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42 Gríðarlegt tjón á Flateyri: „Smábátabryggjan er farin“ Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. 15. janúar 2020 02:46 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist afar þakklátur fyrir það að allir hafi komist óhultir frá snjóflóðunum sem féllu á Flateyri og Suðureyri seint í kvöld. Þá segir hann ljóst að ef varnarðgarðanna fyrir ofan Flateyri nyti ekki við hefðu rýmingar hafist á svæðinu fyrir allnokkru. Alls féllu þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti, líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. Gríðarmikið tjón varð í höfninni á Flateyri.Magnús einar Guðmundur hefur verið í aðgerðastjórn síðan hún var virkjuð um miðnætti. „Sem bæjarstjóri er hugur manns fyrst og fremst hjá þessu viðbragðsfólki og þessari hetjudáð. Við hrósum happi yfir því að allir séu óhultir og heilir,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi nú á fjórða tímanum. „Við erum ótrúlega þakklátt fyrir það hversu frábært fólk við eigum. Þau hafa unnið einhvers konar kraftaverk að koma þessu fólki til bjargar.“ Hann segir að nú sé verið að meta eignatjón á svæðinu, hvort hætta sé enn til staðar og hvort ástæða sé til rýmingar í fleiri byggðum. Þá er varðskipið Þór komið að Flateyri með um 35 björgunarsveitarmenn um borð auk þriggja lögreglumanna og læknis en getur ekki lagst að bryggju. Léttabátar hafa því verið sendir frá skipinu að landi með viðbragsaðila. Skýringarmynd sem sýnir hvar snjóflóðin tvö féllu.Vísir/Jói K. Varnargarðurinn sennilega forðað frá hættu Á Suðureyri hefur fólk verið beðið um að halda sig frá höfninni en þar féll snjóflóð til móts við bæinn og orsakaði flóðbylgju, eins og áður segir. Guðmundur segir að þrjú íbúðarhús hafi verið rýmd í bænum með það fyrir augum að tryggja öryggi og vera ekki að taka áhættu að óþörfu. Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld að það liti út fyrir að snjóflóðin í kvöld séu á pari við það sem féll árið 1995. Tuttugu manns fórust í snjóflóðinu þann 26. október 1995 á Flateyri. Rögnvaldur sagði snjóflóðavarnargarðinn, sem reistur var eftir hamfarirnar, hafa sennilega bjargað miklu í kvöld. Inntur eftir því hvort varnargarðurinn hafi staðið sig í stykkinu segir Guðmundur að hann telji að enginn hafi enn náð heildarsýn yfir flóðin enn sem komið er. „En ég held að allir Vestfirðingar sem hérna búa, við vitum að ef ekki væri fyrir þá varnargarða sem hafa verið reistir þá hefðu fyrir mörgum dögum síðan verið hafnar rýmingar á svæðinu.“ Þarna hafi greinilega verið um stórt flóð að ræða og líklegt sé að varnargarðurinn hafi forðað fólki frá mikilli hættu. „Þetta vekur upp sterkar tilfinningar og hjörtu okkar slá eins og í einum manni þegar svona gerist.“
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42 Gríðarlegt tjón á Flateyri: „Smábátabryggjan er farin“ Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. 15. janúar 2020 02:46 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20
Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42
Gríðarlegt tjón á Flateyri: „Smábátabryggjan er farin“ Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. 15. janúar 2020 02:46
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent