Gunnhildur Arna á eftir að ákveða hvort hún krefjist bóta Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. janúar 2020 13:15 Stefán Rafn Sigurbjörnsson var ráðinn í starfið. Gunnhildur Arna kærði ráðninguna þar sem hún taldi brotið á jafnréttislögum. Vísir Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála um að bankinn hafi brotið jafnréttislög þegar hann réð í starf upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaða-og dagskrárgerðarmaður sem kærði ráðninguna hefur ekki ákveðið hvort hún fari fram á bætur, mestu skipti að bankinn fari að lögum. Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sem var birt í gær. Þetta er í þriðja sinn sem Seðlabankinn hefur gerst sekur um að brjóta jafnréttislög frá árinu 2012. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Læknablaðinu, kærði ráðninguna. Stefán Rafn var ráðinn í stöðuna í júní á síðasta ári en hann starfaði þá sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 51 sótti um starfið en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nægar líkur hafa verið leiddar að því að kæranda hafi verið mismunað á grundvelli kyns. Í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála kemur meðal annars fram fram að Gunnhildur sé með meiri menntun og reynslu af fjölmiðlum og kynningarstarfi en sá sem var ráðinn. Seðlabankinn hafi ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf upplýsingafulltrúa. Hins vegar er kröfu Gunnhildar um að Seðlabankinn greiði henni kostnað við kæruna hafnað þar sem ekki liggi að hún hafi orðið fyrir kostnaði vegna hennar. Í samtali við Fréttastofu sagðist Gunnhildur Arna vona að faglegt ráðningarferli verði tekið upp innan bankans og honum vegni betur í þeim málum undir nýrri yfirstjórn. Í jafnréttislögum kemur fram að sá sem brýtur gegn þeim sé skaðabótaskyldur samkvæmt almennum reglum. Þá megi dæma hlutaðeigandi til að greiða þeim sem misgert sé við, auk bóta fyrir fjártjón ef því sé að skipta, bætur vegna miska. Gunnhildur Arna sagði í morgun að hún hefði ekki tekið ákvörðun um hvort hún fari fram á bætur, það sem mestu máli skipti sé að bankinn vinni faglega og fari að lögum. Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála og er að fara yfir málið samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Jafnréttismál Seðlabankinn Vistaskipti Tengdar fréttir Seðlabankinn braut jafnréttislög við ráðningu upplýsingafulltrúa Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. 13. janúar 2020 22:07 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála um að bankinn hafi brotið jafnréttislög þegar hann réð í starf upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaða-og dagskrárgerðarmaður sem kærði ráðninguna hefur ekki ákveðið hvort hún fari fram á bætur, mestu skipti að bankinn fari að lögum. Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sem var birt í gær. Þetta er í þriðja sinn sem Seðlabankinn hefur gerst sekur um að brjóta jafnréttislög frá árinu 2012. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Læknablaðinu, kærði ráðninguna. Stefán Rafn var ráðinn í stöðuna í júní á síðasta ári en hann starfaði þá sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 51 sótti um starfið en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nægar líkur hafa verið leiddar að því að kæranda hafi verið mismunað á grundvelli kyns. Í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála kemur meðal annars fram fram að Gunnhildur sé með meiri menntun og reynslu af fjölmiðlum og kynningarstarfi en sá sem var ráðinn. Seðlabankinn hafi ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf upplýsingafulltrúa. Hins vegar er kröfu Gunnhildar um að Seðlabankinn greiði henni kostnað við kæruna hafnað þar sem ekki liggi að hún hafi orðið fyrir kostnaði vegna hennar. Í samtali við Fréttastofu sagðist Gunnhildur Arna vona að faglegt ráðningarferli verði tekið upp innan bankans og honum vegni betur í þeim málum undir nýrri yfirstjórn. Í jafnréttislögum kemur fram að sá sem brýtur gegn þeim sé skaðabótaskyldur samkvæmt almennum reglum. Þá megi dæma hlutaðeigandi til að greiða þeim sem misgert sé við, auk bóta fyrir fjártjón ef því sé að skipta, bætur vegna miska. Gunnhildur Arna sagði í morgun að hún hefði ekki tekið ákvörðun um hvort hún fari fram á bætur, það sem mestu máli skipti sé að bankinn vinni faglega og fari að lögum. Seðlabankinn unir úrskurði kærunefndar jafnréttismála og er að fara yfir málið samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Jafnréttismál Seðlabankinn Vistaskipti Tengdar fréttir Seðlabankinn braut jafnréttislög við ráðningu upplýsingafulltrúa Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. 13. janúar 2020 22:07 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Seðlabankinn braut jafnréttislög við ráðningu upplýsingafulltrúa Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. 13. janúar 2020 22:07