Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2020 13:30 Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur virkjað óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, biðlar til íbúa að fylgjast vel með veðurfréttum og færð á vegum. Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. Ofanflóðavaktin segir mörg snjóflóð hafa fallið síðustu viku, meðal annars á vegi. Viðbúið er að snjóflóðahætta gæti skapast og því þarf að fylgjast vel með snjóflóðahættu í byggð. „Þetta þýðir að það er aukin vakt gagnvart byggðinni en undanfarin ár hafa íslensk yfirvöld gert ráðstafanir gagnvart stórum hluta byggðarinnar á Vestfjörðum og víðar með snjóflóðavörnum, að flytja byggð og svo framvegis,“ segir Hlynur. Óvissustigið þýði þó ekki að stór hluti byggðarinnar í hættu, heldur eigi það við um einstaka hús. En hvaða bæir eru þetta nákvæmlega?„Þetta eru einn bær í Dýrafirði, einn eða tveir í Önundarfirði, einn bær í Hnífsdal. Þetta er sorpmótttökustöðin hérna í Skutulsfirði, Funi, Starfsstöð Hampiðjunnar hérna á Ísafirði og síðan sorpflokkunarstöð sem er rétt hjá Hampiðjufyrirtækinu.“ Aðspurður hvort fólki sé yfir höfuð heimilt að vera í umræddum húsum segir Hlynur. „Veðurstofan mat það í morgun að það væri öruggara að vera með sorpmótttökuna Funa í Skutulsfirði, lokaða í dag. Það hefur verið tilkynnt. En síðan er starfsemi í Hampiðjunni og sorpflokkuninni þar við. Við metum stöðuna seinna í dag, eða Veðurstofan.“ Hlynur hvetur íbúa til að fara að öllu með gát. „Vegna hættu á ofanflóðum erum við með lokaða vegi á milli Ísafjarðar og Súðavíkur og til Flateyrar. Sökum veðurs mun Vegagerðin ekki opna vegi til Suðureyrar, Þingeyrar og annarra staða þar sem ekki gengur að halda opnu. Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með vefsíðu Vegagerðarinnar, Veðurstofunnar og svo er lögreglan með Facebooksíðu þar sem upplýsingar eru birtar reglulega,“ segir Hlynur Hafberg. Á vefsíðu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar kemur fram að mikil hætta sé á snjóflóðum á Norðanverðum Vestfjörðum, líkt og áður var getið í fréttinni, sem og á utanverðum Tröllaskaga. Þá er nokkur hætta talin vera á snjóflóðum á Austfjörðum. Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27 Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur virkjað óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, biðlar til íbúa að fylgjast vel með veðurfréttum og færð á vegum. Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. Ofanflóðavaktin segir mörg snjóflóð hafa fallið síðustu viku, meðal annars á vegi. Viðbúið er að snjóflóðahætta gæti skapast og því þarf að fylgjast vel með snjóflóðahættu í byggð. „Þetta þýðir að það er aukin vakt gagnvart byggðinni en undanfarin ár hafa íslensk yfirvöld gert ráðstafanir gagnvart stórum hluta byggðarinnar á Vestfjörðum og víðar með snjóflóðavörnum, að flytja byggð og svo framvegis,“ segir Hlynur. Óvissustigið þýði þó ekki að stór hluti byggðarinnar í hættu, heldur eigi það við um einstaka hús. En hvaða bæir eru þetta nákvæmlega?„Þetta eru einn bær í Dýrafirði, einn eða tveir í Önundarfirði, einn bær í Hnífsdal. Þetta er sorpmótttökustöðin hérna í Skutulsfirði, Funi, Starfsstöð Hampiðjunnar hérna á Ísafirði og síðan sorpflokkunarstöð sem er rétt hjá Hampiðjufyrirtækinu.“ Aðspurður hvort fólki sé yfir höfuð heimilt að vera í umræddum húsum segir Hlynur. „Veðurstofan mat það í morgun að það væri öruggara að vera með sorpmótttökuna Funa í Skutulsfirði, lokaða í dag. Það hefur verið tilkynnt. En síðan er starfsemi í Hampiðjunni og sorpflokkuninni þar við. Við metum stöðuna seinna í dag, eða Veðurstofan.“ Hlynur hvetur íbúa til að fara að öllu með gát. „Vegna hættu á ofanflóðum erum við með lokaða vegi á milli Ísafjarðar og Súðavíkur og til Flateyrar. Sökum veðurs mun Vegagerðin ekki opna vegi til Suðureyrar, Þingeyrar og annarra staða þar sem ekki gengur að halda opnu. Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með vefsíðu Vegagerðarinnar, Veðurstofunnar og svo er lögreglan með Facebooksíðu þar sem upplýsingar eru birtar reglulega,“ segir Hlynur Hafberg. Á vefsíðu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar kemur fram að mikil hætta sé á snjóflóðum á Norðanverðum Vestfjörðum, líkt og áður var getið í fréttinni, sem og á utanverðum Tröllaskaga. Þá er nokkur hætta talin vera á snjóflóðum á Austfjörðum.
Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27 Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33
Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48
Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27
Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15