Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó.
Leið 51: Reykjavík-Höfn
Ferðin milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði mun aðeins aka til Hvolsvallar.
Ferðin frá Höfn til Reykjavíkur fellur niður í dag.
Leið 57: Reykjavík-Akureyri
Ferðirnar milli Reykjavíkur og Akureyrar munu líklega aðeins aka til Bifrastar.
Líklegt er að báðar ferðir milli Akureyri til Reykjavíkur falli niður í dag.
Leið 78: Siglufjörður-Akureyri
Enginn akstur á þessari leið þar til annað verður tilkynnt.
Stjórnstöð Strætó fylgist náið með stöðunni og tilkynnir um frávik sem kunna að verða á akstri. Hægt er að nálgast tilkynningar undir „gjallarhorninu“ á heimasíðu Strætó eða á Twitter síðu Strætó.