Íslendinganýlendan í Orihuela: „Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja til Spánar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. janúar 2020 12:54 „Mér líður svo vel hérna. Ég er svo hamingjusöm að hafa tekið þessa ákvörðun, þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið,” segir Inga Jóhannsdóttir. Inga ákvað að fara á eftirlaun fyrir tveimur árum, 65 ára gömul, og keypti sér þá hús í Orihuela á Spáni, skammt frá Alicante. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. Í Orihuela og nærsveitum er nú stór Íslendinganýlenda. Guðmundur Þór Sigurbjörnsson, formaður Íslendingafélagsins á svæðinu, telur að um 1000 Íslendingar búi þar að jafnaði yfir veturinn. Þar að auki, segir hann, að um 3000 eignir á svæðinu séu í eigu Íslendinga. Lóa og Egill kynntust daglegu lífi fjögurra Íslendinga fyrir þátt kvöldsins, þeim Ingu (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni. Í brotinu sem hér fylgir heyrum við í nokkrum þeirra sem rætt er við í fimmta þætti af „Hvar er best að búa?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Fyrstu fjórir þættirnir í röðinni voru sýndir fyrir jól en nú er þráðurinn tekinn upp að nýju. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00 Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
„Mér líður svo vel hérna. Ég er svo hamingjusöm að hafa tekið þessa ákvörðun, þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið,” segir Inga Jóhannsdóttir. Inga ákvað að fara á eftirlaun fyrir tveimur árum, 65 ára gömul, og keypti sér þá hús í Orihuela á Spáni, skammt frá Alicante. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. Í Orihuela og nærsveitum er nú stór Íslendinganýlenda. Guðmundur Þór Sigurbjörnsson, formaður Íslendingafélagsins á svæðinu, telur að um 1000 Íslendingar búi þar að jafnaði yfir veturinn. Þar að auki, segir hann, að um 3000 eignir á svæðinu séu í eigu Íslendinga. Lóa og Egill kynntust daglegu lífi fjögurra Íslendinga fyrir þátt kvöldsins, þeim Ingu (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni. Í brotinu sem hér fylgir heyrum við í nokkrum þeirra sem rætt er við í fimmta þætti af „Hvar er best að búa?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Fyrstu fjórir þættirnir í röðinni voru sýndir fyrir jól en nú er þráðurinn tekinn upp að nýju. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00 Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Eru að byggja draumahús á Balí: Stofnandi Mæðratips lifir ævintýralífi Lóa Pind heimsækir Kristínu og Orra til Balí í Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 1. desember 2019 16:00
Hvar er best að búa?: Ævintýrafólk sem heillaðist af Kosta Ríka Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. 10. nóvember 2019 18:15