Munu funda um MAX-þoturnar í kjölfar nýbirtra samskipta Stefán Ó. Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 12. janúar 2020 11:40 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Vísir/Hanna Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú verið kyrrsettar í næstum tíu mánuði eftir tvö mannskæð flugslys og enn er ekki vitað hvenær þær munu aftur taka á loft. Áætlanir Icelandair, sem var með sex slíkar þotur í notkun og átti von á þremur til viðbótar, gera hins vegar ráð fyrir að hægt verði að fljúga þeim aftur í maí næstkomandi, en fyrri áætlanir hafa ítrekað færst aftur. Fréttaflutningur gefi tilefni til að kalla eftir upplýsingum Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fór þess á leit að nefndin tæki málefni MAX-þotanna til skoðunar. „Þá fór ég fram á það núna fyrir helgi að nefndin fundaði við fyrsta tækifæri með fulltrúum frá Isavia og Samgöngustofu, og Icelandair þess vegna, til þess að fara yfir þessi mál. Upplýsa nefndina t.d. um hvernig stöðumat innan þessara stofnana á MAX-þotunum og kyrrsetningunni sjálfri fer fram,“ segir Hanna Katrín. Fréttaflutningur síðustu vikna gefi fullt tilefni til að kalla eftir upplýsingum. „Í síðustu viku voru gerð opinber samskipti á milli háttsettra starfsmanna Boeing verksmiðjanna, m.a. flugstjóra fyrirtækisins, og í þessum samskiptum kemur fram að þeir hafi lagt mikla áherslu á að flugmenn MAX-þota þyrftu ekki sérstaka þjálfun, þegar þær koma úr kyrrsetningu, ef þeir hafa þegar réttindi á eldri gerðir.“ Segir samskipti gefa til kynna vantraust Innri samskipti Boeing beri einnig með sér vantraust stjórnenda í garð þotnanna. „Og að það hafi kannski ekki fyllilega heiðarleiki ríkt í samskiptum fyrirtækisins við flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim.“ Fundarboðunin er þó ekki til marks um að Hanna Katrín vantreysti íslenskum flugmálayfirvöldum eða Icelandair. „Ég tel jafnframt mjög mikilvægt að við í umhverfis- og samgöngunefnd séum vel upplýst og eigum gott samtal við þessa aðila. Mögulega þar með getum við komið á framfæri einhverju því sem við höfum áhuga á að sé skoðað sérstaklega en eins og staðan er núna ríkir fullt traust í garð þessara stofnanna og fyrirtækja.“ Frekari inngrip löggjafans séu hins vegar framtíðarmúsík. „Það er bara seinni tíma mál að skoða hvort að við þurfum að gera eitthvað, vera með einhverjar sérstakar aðgerðar eða eitthvað ítarlegra,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Í samtali við fréttastofu segir Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, að orðið verði við beiðni Hönnu Katrínar en nákvæmur fundartími liggur ekki fyrir á þessari stundu. Alþingi Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú verið kyrrsettar í næstum tíu mánuði eftir tvö mannskæð flugslys og enn er ekki vitað hvenær þær munu aftur taka á loft. Áætlanir Icelandair, sem var með sex slíkar þotur í notkun og átti von á þremur til viðbótar, gera hins vegar ráð fyrir að hægt verði að fljúga þeim aftur í maí næstkomandi, en fyrri áætlanir hafa ítrekað færst aftur. Fréttaflutningur gefi tilefni til að kalla eftir upplýsingum Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fór þess á leit að nefndin tæki málefni MAX-þotanna til skoðunar. „Þá fór ég fram á það núna fyrir helgi að nefndin fundaði við fyrsta tækifæri með fulltrúum frá Isavia og Samgöngustofu, og Icelandair þess vegna, til þess að fara yfir þessi mál. Upplýsa nefndina t.d. um hvernig stöðumat innan þessara stofnana á MAX-þotunum og kyrrsetningunni sjálfri fer fram,“ segir Hanna Katrín. Fréttaflutningur síðustu vikna gefi fullt tilefni til að kalla eftir upplýsingum. „Í síðustu viku voru gerð opinber samskipti á milli háttsettra starfsmanna Boeing verksmiðjanna, m.a. flugstjóra fyrirtækisins, og í þessum samskiptum kemur fram að þeir hafi lagt mikla áherslu á að flugmenn MAX-þota þyrftu ekki sérstaka þjálfun, þegar þær koma úr kyrrsetningu, ef þeir hafa þegar réttindi á eldri gerðir.“ Segir samskipti gefa til kynna vantraust Innri samskipti Boeing beri einnig með sér vantraust stjórnenda í garð þotnanna. „Og að það hafi kannski ekki fyllilega heiðarleiki ríkt í samskiptum fyrirtækisins við flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim.“ Fundarboðunin er þó ekki til marks um að Hanna Katrín vantreysti íslenskum flugmálayfirvöldum eða Icelandair. „Ég tel jafnframt mjög mikilvægt að við í umhverfis- og samgöngunefnd séum vel upplýst og eigum gott samtal við þessa aðila. Mögulega þar með getum við komið á framfæri einhverju því sem við höfum áhuga á að sé skoðað sérstaklega en eins og staðan er núna ríkir fullt traust í garð þessara stofnanna og fyrirtækja.“ Frekari inngrip löggjafans séu hins vegar framtíðarmúsík. „Það er bara seinni tíma mál að skoða hvort að við þurfum að gera eitthvað, vera með einhverjar sérstakar aðgerðar eða eitthvað ítarlegra,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Í samtali við fréttastofu segir Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, að orðið verði við beiðni Hönnu Katrínar en nákvæmur fundartími liggur ekki fyrir á þessari stundu.
Alþingi Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira