Fótbolti

Suarez frá í fjóra mánuði eftir aðgerð á hné

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Suarez meiddist í leik gegn Atletico á dögunum.
Suarez meiddist í leik gegn Atletico á dögunum. vísir/getty

Úrugvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez hefur gengist undir aðgerð á hné og verður frá knattspyrnuiðkun næstu fjóra mánuðina en félag hans, Barcelona, staðfestir þetta í yfirlýsingu á heimasíðu sinni.

Suarez lagðist undir hnífinn hjá Dr. Ramon Cugat vegna meiðsla í hægra hné sem hann hlaut í leik gegn Atletico Madrid á dögunum.

Ætla má að tímabilinu sé lokið hjá Suarez en síðasti leikur spænsku úrvalsdeildarinnar er 24.maí. Fari Barcelona alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fer sá leikur fram 30.maí.

Suarez hefur skorað 14 mörk í 23 leikjum á tímabilinu til þessa auk þess að leggja upp 7 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×