Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2020 17:41 Tsai Ing-wen, sitjandi forseti Taívan, vann yfirburðasigur í forsetakosningum þar í landi í dag. AP/Chiang Ying-ying Tsai Ing-wen, sitjandi forseti Taívan, vann yfirburðasigur í forsetakosningum þar í landi í dag. Forsetakosningarnar einkenndust af umræðum um samband Taívan og Kína en Tsai er sjálfstæðissinni og andstæðingur hennar vildi nánari tengsl á milli ríkjanna. Stjórnmálaflokkur Tsai vann einnig meirihluta á þingi. Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og samkvæmt BBC þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. Kínverjar gera tilkall til Taívan og hafa gert frá 1949. Yfirvöld þar hafa ítrekað sagt nauðsynlegt að sameina ríkin tvö, með valdi ef til þarf. Á meðan á kosningabaráttunni stóð sigldu Kínverjar nýju flugmóðurskipi þeirra tvisvar sinnum í gegnum Taívansund. Yfirvöld Taílands fordæmdu siglingarnar og sögðu þær hótanir. Sjá einnig: Forseti Kína hótar Taívönum „Við vonum að yfirvöld Kína skilji að lýðræðisríkið Taívan, með ríkisstjórn sem kjörinn er af fólkinu, muni ekki gefa eftir vegna ógnanna og hótana,“ sagði Tsai við blaðamenn í dag. Ítrekaði hún að það væri vilji íbúa Taívan að ákveða eigin framtíð og sagði að eina leiðin að friði væri að Kínverjar hættu ógnunum sínum í garð Taívan. Sjá einnig: Tsai og Han berjast um forsetastól Taívan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendir frá sér yfirlýsingu í dag og hrósaði Tsai fyrir sigurinn. Hann sagði Taívan vera afl til góðs í heiminum í dag. Sérfræðingar segja líklegt að aðgerðir Kína gagnvart Taívan að undanförnu og mótmælin í Hong Kong hafi ýtt undir sigur Tsai í kosningunum. Þegar hún var spurð af blaðamanni í dag hvort hún gæti þakkað Xi Jinping, forseta Kína, fyrir sigurinn, brosti hún en svaraði ekki. Kína Taívan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Tsai Ing-wen, sitjandi forseti Taívan, vann yfirburðasigur í forsetakosningum þar í landi í dag. Forsetakosningarnar einkenndust af umræðum um samband Taívan og Kína en Tsai er sjálfstæðissinni og andstæðingur hennar vildi nánari tengsl á milli ríkjanna. Stjórnmálaflokkur Tsai vann einnig meirihluta á þingi. Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og samkvæmt BBC þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. Kínverjar gera tilkall til Taívan og hafa gert frá 1949. Yfirvöld þar hafa ítrekað sagt nauðsynlegt að sameina ríkin tvö, með valdi ef til þarf. Á meðan á kosningabaráttunni stóð sigldu Kínverjar nýju flugmóðurskipi þeirra tvisvar sinnum í gegnum Taívansund. Yfirvöld Taílands fordæmdu siglingarnar og sögðu þær hótanir. Sjá einnig: Forseti Kína hótar Taívönum „Við vonum að yfirvöld Kína skilji að lýðræðisríkið Taívan, með ríkisstjórn sem kjörinn er af fólkinu, muni ekki gefa eftir vegna ógnanna og hótana,“ sagði Tsai við blaðamenn í dag. Ítrekaði hún að það væri vilji íbúa Taívan að ákveða eigin framtíð og sagði að eina leiðin að friði væri að Kínverjar hættu ógnunum sínum í garð Taívan. Sjá einnig: Tsai og Han berjast um forsetastól Taívan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendir frá sér yfirlýsingu í dag og hrósaði Tsai fyrir sigurinn. Hann sagði Taívan vera afl til góðs í heiminum í dag. Sérfræðingar segja líklegt að aðgerðir Kína gagnvart Taívan að undanförnu og mótmælin í Hong Kong hafi ýtt undir sigur Tsai í kosningunum. Þegar hún var spurð af blaðamanni í dag hvort hún gæti þakkað Xi Jinping, forseta Kína, fyrir sigurinn, brosti hún en svaraði ekki.
Kína Taívan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira