Aubameyang fékk beint rautt í jafntefli Arsenal gegn Palace Anton Ingi Leifsson skrifar 11. janúar 2020 14:30 Aubameyang sér rautt. vísir/getty Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace á útivelli í dag en Pierre-Emerick Aubameyang fékk beint rautt spjald í leiknum. Arsenal komst yfir á 12. mínútu en þar var að verki Pierre-Emerick Aubameyang eftir magnaða sókn Arsenal-liðsins. Liðið spilaði boltanum átján sínum á milli sín áður en Aubameyang skoraði eftir laglega stungusendingu frá Lacazette. No player has scored more Premier League goals away from home this season (9) than Pierre-Emerick Aubameyang. Arsenal have scored 12 in total. pic.twitter.com/PDm1RvlUFQ— Squawka Football (@Squawka) January 11, 2020 Staðan var 1-0 fyrir Skytturnar í hálfleik. Jordan Ayew jafnaði metin á níundu mínútu síðari hálfleiks. Skot hans fór af David Luiz og yfir Bernd Leno í markinu. Arsenal varð svo fyrir áfalli á 67. mínútu er Aubameyang fékk rautt spjald eftir groddaralegt brot á Max Meyer. Í fyrstu fékk Aubameyang bara gult spjald en eftir skoðun í VARsjánni var hann sendur í sturtu.Pierre-Emerick Aubameyang has received a straight red card for the first time in his career. VAR upgrades the yellow. pic.twitter.com/cVCKjPIWpf— Squawka Football (@Squawka) January 11, 2020 Arsenal komst þó næst því að skora sigurmarkið en Vicente Guaita varði í tvígang frábærlega frá Arsenal. Lokatölur 1-1 og Arsenal áfram í 10. sætinu með 28 stig en Palace er sæti ofar með stigi meira.FT: Crystal Palace 1-1 Arsenal Mikel Arteta's 10-man Gunners hold on to claim a point. That's their tenth draw of the Premier League season so far.#CRYARS reaction: https://t.co/1UjxgiSGS4pic.twitter.com/e4sMPDQIzK— BBC Sport (@BBCSport) January 11, 2020 Enski boltinn
Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace á útivelli í dag en Pierre-Emerick Aubameyang fékk beint rautt spjald í leiknum. Arsenal komst yfir á 12. mínútu en þar var að verki Pierre-Emerick Aubameyang eftir magnaða sókn Arsenal-liðsins. Liðið spilaði boltanum átján sínum á milli sín áður en Aubameyang skoraði eftir laglega stungusendingu frá Lacazette. No player has scored more Premier League goals away from home this season (9) than Pierre-Emerick Aubameyang. Arsenal have scored 12 in total. pic.twitter.com/PDm1RvlUFQ— Squawka Football (@Squawka) January 11, 2020 Staðan var 1-0 fyrir Skytturnar í hálfleik. Jordan Ayew jafnaði metin á níundu mínútu síðari hálfleiks. Skot hans fór af David Luiz og yfir Bernd Leno í markinu. Arsenal varð svo fyrir áfalli á 67. mínútu er Aubameyang fékk rautt spjald eftir groddaralegt brot á Max Meyer. Í fyrstu fékk Aubameyang bara gult spjald en eftir skoðun í VARsjánni var hann sendur í sturtu.Pierre-Emerick Aubameyang has received a straight red card for the first time in his career. VAR upgrades the yellow. pic.twitter.com/cVCKjPIWpf— Squawka Football (@Squawka) January 11, 2020 Arsenal komst þó næst því að skora sigurmarkið en Vicente Guaita varði í tvígang frábærlega frá Arsenal. Lokatölur 1-1 og Arsenal áfram í 10. sætinu með 28 stig en Palace er sæti ofar með stigi meira.FT: Crystal Palace 1-1 Arsenal Mikel Arteta's 10-man Gunners hold on to claim a point. That's their tenth draw of the Premier League season so far.#CRYARS reaction: https://t.co/1UjxgiSGS4pic.twitter.com/e4sMPDQIzK— BBC Sport (@BBCSport) January 11, 2020
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti