Meghan farin aftur til Kanada Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2020 10:30 Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, er snúin aftur til Kanada eftir stutt stopp í Bretlandi. vísir/getty Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. Fjölskyldan dvaldi í Kanada í desember og komu hertogahjónin aftur til Bretlands á þriðjudag. Archie varð eftir hjá barnfóstru og vinkonum Meghan í Kanada. Það er ekki ofsögum sagt að Meghan og Harry hafi valdið titringi innan bresku konungsfjölskyldunnar nú í vikunni eftir að þau tilkynntu á miðvikudagskvöld að þau hyggist draga sig í hlé, hætta að sinna embættisskyldum með sama hætti og þau hafa gert og verða fjárhagslega sjálfstæð. Drottningin vildi ekki funda strax með Harry Tilkynningin kom konungsfjölskyldunni í opna skjöldu. Harry var byrjaður að ræða málið lítillega við föður sinn, Karl, og hafði óskað eftir fundi með ömmu sinni, Elísabetu II Englandsdrottningu, til þess að ræða framtíðarplön sín og Meghan um leið og þau hjónin kæmu aftur til Englands frá Kanada. Drottningin taldi hins vegar ekki ráðlegt að funda með barnabarninu fyrr en hann væri búinn að ræða málið nánar við föður sinn. Þá var hertogahjónunum ráðlagt að segja ekki frá áformum sínum opinberlega. Eftir að þau greindu svo frá áformum sínum í færslu á Instagram í fyrradag bárust fregnir af því að konungsfjölskyldan væri sár og vonsvikin. Drottningin sjálf væri í miklu uppnámi og Karl og Vilhjálmur, bróðir Harry, væru hjónunum afar reiðir. Hins vegar hefur drottningin nú beint því til starfsmanna konungsfjölskyldunnar og stjórnvalda að reyna að finna lausn á málinu svo fljótt sem verða má svo ákveða megi hver framtíðarhlutverk Harry og Meghan verða. Á meðan unnið er að þeirri lausn er Meghan í Kanada en Harry í Bretlandi. Stutt stopp Meghan í Bretlandi nú er raunar ekki talið tengjast ákvörðun þeirra þar sem hún ætlaði alltaf að fara fljótt aftur til sonarins í Kanada. Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. Fjölskyldan dvaldi í Kanada í desember og komu hertogahjónin aftur til Bretlands á þriðjudag. Archie varð eftir hjá barnfóstru og vinkonum Meghan í Kanada. Það er ekki ofsögum sagt að Meghan og Harry hafi valdið titringi innan bresku konungsfjölskyldunnar nú í vikunni eftir að þau tilkynntu á miðvikudagskvöld að þau hyggist draga sig í hlé, hætta að sinna embættisskyldum með sama hætti og þau hafa gert og verða fjárhagslega sjálfstæð. Drottningin vildi ekki funda strax með Harry Tilkynningin kom konungsfjölskyldunni í opna skjöldu. Harry var byrjaður að ræða málið lítillega við föður sinn, Karl, og hafði óskað eftir fundi með ömmu sinni, Elísabetu II Englandsdrottningu, til þess að ræða framtíðarplön sín og Meghan um leið og þau hjónin kæmu aftur til Englands frá Kanada. Drottningin taldi hins vegar ekki ráðlegt að funda með barnabarninu fyrr en hann væri búinn að ræða málið nánar við föður sinn. Þá var hertogahjónunum ráðlagt að segja ekki frá áformum sínum opinberlega. Eftir að þau greindu svo frá áformum sínum í færslu á Instagram í fyrradag bárust fregnir af því að konungsfjölskyldan væri sár og vonsvikin. Drottningin sjálf væri í miklu uppnámi og Karl og Vilhjálmur, bróðir Harry, væru hjónunum afar reiðir. Hins vegar hefur drottningin nú beint því til starfsmanna konungsfjölskyldunnar og stjórnvalda að reyna að finna lausn á málinu svo fljótt sem verða má svo ákveða megi hver framtíðarhlutverk Harry og Meghan verða. Á meðan unnið er að þeirri lausn er Meghan í Kanada en Harry í Bretlandi. Stutt stopp Meghan í Bretlandi nú er raunar ekki talið tengjast ákvörðun þeirra þar sem hún ætlaði alltaf að fara fljótt aftur til sonarins í Kanada.
Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45
Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15