Óttast var um björgunarsveitarmann eftir að snjóflóð féll þegar leit var lokið Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2020 19:54 Maður sem grófst undir snjóflóði í Esju skömmu eftir hádegi í dag var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Varhugaverðar aðstæður voru til leitar vegna snjóflóðahættu. Snjóflóðið féll við gönguleið upp á Móskarðshnjúka um hádegisbilið í dag. Þrír menn höfðu verið á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir. Allt tiltækt til á suðvesturhorninu var kallað út. „Við fáum tilkynningu um að snjóflóð hafi fallið. Þar hafi verið tveir menn saman og einn þeirra fastur,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Göngufélaginn lét vita og síðan var þriðji aðili hérna niðri sem kom boðum til okkar og það var ræst út allt björgunarlið. Maðurinn fannst eftir klukkutíma en þá átti eftir að grafa hann upp. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Egill „Það tók þó nokkurn tíma,“ segir Kristján. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hve margar mínútur en þær voru tíu, tuttugu mínútur, eflaust, þegar við náðum honum upp úr flóðinu.“ Mennirnir tveir sem voru með manninum sem grófst undir voru fluttir með minniháttar áverka á sjúkrahús. Aðstæður til leitar voru erfiðar. Þó svo að veður hefði verið ágætt þurfti að huga að lausum snjóalögum. Veðurstofa Íslands hafði gefið út viðvörun vegna snjóflóða til fjalla á suðvesturhorninu. „Í svona verkefni skráum við inn alla sem fara upp á fjallið. Allir eru með búnað á sér, svona ýlu, svo við getum fundið þá. Núna er okkar verkefni að taka á móti leitarmönnum, sem eru kaldir og hraktir eftir þetta. Það var kalt þarna uppi.“ Og það var ekki að ástæðulausu að skrá þurfti alla björgunarmenn sem fóru á leitarsvæðið. Þegar leit var lokið féll snjóflóð og var óttast um björgunarsveitarmann um stund. Sá slapp hins vegar frá flóðinu og var ákveðið að fresta frekari rannsóknarvinnu á vettvangi. „Við ætlum ekki að fórna lífum eða stefna mönnum í hættu.“ Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Þá hefur lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins einnig verið kallað út. 29. janúar 2020 12:42 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Maður sem grófst undir snjóflóði í Esju skömmu eftir hádegi í dag var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Varhugaverðar aðstæður voru til leitar vegna snjóflóðahættu. Snjóflóðið féll við gönguleið upp á Móskarðshnjúka um hádegisbilið í dag. Þrír menn höfðu verið á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir. Allt tiltækt til á suðvesturhorninu var kallað út. „Við fáum tilkynningu um að snjóflóð hafi fallið. Þar hafi verið tveir menn saman og einn þeirra fastur,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Göngufélaginn lét vita og síðan var þriðji aðili hérna niðri sem kom boðum til okkar og það var ræst út allt björgunarlið. Maðurinn fannst eftir klukkutíma en þá átti eftir að grafa hann upp. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Egill „Það tók þó nokkurn tíma,“ segir Kristján. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hve margar mínútur en þær voru tíu, tuttugu mínútur, eflaust, þegar við náðum honum upp úr flóðinu.“ Mennirnir tveir sem voru með manninum sem grófst undir voru fluttir með minniháttar áverka á sjúkrahús. Aðstæður til leitar voru erfiðar. Þó svo að veður hefði verið ágætt þurfti að huga að lausum snjóalögum. Veðurstofa Íslands hafði gefið út viðvörun vegna snjóflóða til fjalla á suðvesturhorninu. „Í svona verkefni skráum við inn alla sem fara upp á fjallið. Allir eru með búnað á sér, svona ýlu, svo við getum fundið þá. Núna er okkar verkefni að taka á móti leitarmönnum, sem eru kaldir og hraktir eftir þetta. Það var kalt þarna uppi.“ Og það var ekki að ástæðulausu að skrá þurfti alla björgunarmenn sem fóru á leitarsvæðið. Þegar leit var lokið féll snjóflóð og var óttast um björgunarsveitarmann um stund. Sá slapp hins vegar frá flóðinu og var ákveðið að fresta frekari rannsóknarvinnu á vettvangi. „Við ætlum ekki að fórna lífum eða stefna mönnum í hættu.“
Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Þá hefur lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins einnig verið kallað út. 29. janúar 2020 12:42 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Þá hefur lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins einnig verið kallað út. 29. janúar 2020 12:42