Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2020 13:33 Heilbrigðisstarfsmaður hlúir að sjúklingi á sjúkrahúsi í Wuhan, þar sem hin samnefnda veira á upptök sín. Vísir/EPA Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frá þessu er greint í stöðuskýrslu almannavarnadeildarinnar vegna kórónaveikinnar. Þar segir að í landsáætlunni sé gert ráð fyrir að „atvinnulíf í landinu skerðist í ákveðinn tíma, hluti þjóðarinnar verði rúmfastur vegna veikinda og dánartíðni verði umfram það sem búast má við í venjulegi árferði.“ Ekkert tilfelli kórónaveiru hefur komið upp hér á landi en alls hafa 132 látist vegna sýkingar af völdum veirunnar. Rúmlega sex þúsund hafa veikst í sautján ríkjum, langflest í Kína Kemur fram að viðbrögð stjórnvalda hér á landi beinist að því að hindra sem mest komu veirunnar og útbreiðslu innanlands, að heilbrigðisþjónusta verði tryggð fyrir veika einstaklinga og nauðsynlegri starfsemi verði viðhaldið innanlands. Þá kemur einnig fram að rætt hafi verið um áhrif þess að loka landinu fyrir flug- og skipaumferð. Áætlað er að faraldurinn gangi yfir á 2-3 mánuðum og gæti lokun landsins hugsanlega staðið yfir í hálft ár. Ekki er þó talið raunhæft að grípa til slíkra aðgerða. Almannavarnir Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05 Hótel og hópferðafyrirtæki fá afbókanir á háannatímabili Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfitt að spá fram í tímann afleiðingar veirunnar á íslenska ferðaþjónustu. Hópferðabann og niðurfelling flugs hafi strax haft áhrif og þá sérstaklega á hótel og hópfyrirtæki enda sé núna háanna tímabil í þjónustu við kínverska ferðamenn. 29. janúar 2020 12:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frá þessu er greint í stöðuskýrslu almannavarnadeildarinnar vegna kórónaveikinnar. Þar segir að í landsáætlunni sé gert ráð fyrir að „atvinnulíf í landinu skerðist í ákveðinn tíma, hluti þjóðarinnar verði rúmfastur vegna veikinda og dánartíðni verði umfram það sem búast má við í venjulegi árferði.“ Ekkert tilfelli kórónaveiru hefur komið upp hér á landi en alls hafa 132 látist vegna sýkingar af völdum veirunnar. Rúmlega sex þúsund hafa veikst í sautján ríkjum, langflest í Kína Kemur fram að viðbrögð stjórnvalda hér á landi beinist að því að hindra sem mest komu veirunnar og útbreiðslu innanlands, að heilbrigðisþjónusta verði tryggð fyrir veika einstaklinga og nauðsynlegri starfsemi verði viðhaldið innanlands. Þá kemur einnig fram að rætt hafi verið um áhrif þess að loka landinu fyrir flug- og skipaumferð. Áætlað er að faraldurinn gangi yfir á 2-3 mánuðum og gæti lokun landsins hugsanlega staðið yfir í hálft ár. Ekki er þó talið raunhæft að grípa til slíkra aðgerða.
Almannavarnir Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05 Hótel og hópferðafyrirtæki fá afbókanir á háannatímabili Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfitt að spá fram í tímann afleiðingar veirunnar á íslenska ferðaþjónustu. Hópferðabann og niðurfelling flugs hafi strax haft áhrif og þá sérstaklega á hótel og hópfyrirtæki enda sé núna háanna tímabil í þjónustu við kínverska ferðamenn. 29. janúar 2020 12:30 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30
Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05
Hótel og hópferðafyrirtæki fá afbókanir á háannatímabili Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfitt að spá fram í tímann afleiðingar veirunnar á íslenska ferðaþjónustu. Hópferðabann og niðurfelling flugs hafi strax haft áhrif og þá sérstaklega á hótel og hópfyrirtæki enda sé núna háanna tímabil í þjónustu við kínverska ferðamenn. 29. janúar 2020 12:30