Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 80-67 | Auðvelt hjá meisturunum Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 29. janúar 2020 22:00 vísir/bára Valur og Keflavík mættust í kvöld í seinni leik tvíhöfða í Origo-höllinni. Fyrri leikurinn, milli karlaliðs Vals og Keflavíkur, var ekkert sérstaklega spennandi og seinni leikurinn virtist framan af ekki ætla að vera það heldur. Valskonur unnu að lokum 80-67. Í fyrstu sókn Keflavíkur heiðruðu gestirnir minningu Kobe Bryant með því að fá dæmdar á sig 24 sekúndur og Valsstúlkur fengu síðan dæmdar á sig 8 sekúndur, en á tuttugu ára NBA-ferli sínum bar Kobe treyjunúmerin 8 og 24. Keflavíkurstelpur byrjuðu leikinn hrikalega illa og gátu ekki fundið körfuna fyrstu fimm mínútur leiksins. Heimaliðið átti hins vegar ekki í neinum vandræðum með að hitta og höfðu skorað 12 stig áður en Daniela Morillo, erlendur leikmaður Keflavíkur, setti loksins niður tvö stig. Munurinn hélst nokkuð óbreyttur fram að hálfleik, þegar liðin skildu við í stöðunni 43-33 fyrir Val. Keflavík hafði þá hitt mjög illa en voru að berjast í sóknarfráköstum og sækja vítaskot til að halda sig í seilingarfjarlægð við Valskonur. Gestirnir hófu að saxa á forskot Valsara í upphafi seinni hálfleiks og náðu tvisvar að minnka muninn í fimm stig. Um miðbik þriðja leikhlutans virtust Keflvíkingar hins vegar missa flugið og Valsarar tóku áhlaup til að breikka bilið upp í tvo tölustafi enn á ný. Sama hvað Keflavíkurstelpurnar reyndu gátu þær ekki snúið dæminu við og Valur náði mest nítján stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta. Eftir það var lítið að frétta þó að Keflvíkingar hafi náð að minnka muninn niður í þrettán stig í svokölluðum „rusltíma“ þegar Valsarar skiptu minni spámönnum sínum inn á til að leyfa þeim að spreyta sig. Staðan varð því að lokum 80-67, temmilega öruggur Valssigur. Af hverju vann Valur? Valur spilaði betur á lengri köflum í leiknum en andstæðingarnir. Þær framkvæmdu sóknir sínar vel lengst af og þó að þær hittu ekki sérstaklega vel fyrir utan þriggja þá voru þær duglegar að sækja stig í teignum og af vítalínunni. Alls ekki frábær leikur hjá Íslandsmeisturunum en nægilega góður til að skila sigri. Bestu leikmenn vallarins Kiana Johnson var lang framlagshæst í Valsliðinu í kvöld og var ekki langt frá þrefaldri tvennu. Hún lauk leik með 22 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir var ekki með góða skotnýtingu í kvöld en skilaði samt 17 stigum, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Að lokum vantaði Micheline Mercelita eitt frákast upp í að ná sinni fyrstu tvöföldu tvennu, en hún skoraði 10 stig og tók 9 fráköst. Hjá Keflavík var Daniela Morillo allt í öllu með 22 stig, 19 fráköst og 5 stoðsendingar. Tölfræði sem vakti athygli Skotnýting beggja liða fyrir utan þriggja stiga línuna var fráleit í kvöld, hvorugt lið með yfir 20% þriggja stiga nýtingu. Valur náði að skora tólf stigum meira úr hraðaupphlaupunum sínum í leiknum, 26 gegn 14, sem tónar vel við muninn í lok leiks (13 stiga sigur). Hvað gekk illa? Keflavík átti afleitt skotkvöld bæði innan og utan þriggja stiga línunnar og átti á köflum í miklu basli með að skora. Versti kaflinn kom eftir áhlaup í þriðja leikhlutanum þar sem að bekkurinn kemur inn á og tapar nokkrum boltum klaufalega og gefur eftir níu stig á tveimur mínútum. Erfitt að halda dampi þegar lið missir flugið svona fljótt. Hvað næst? Valur heimsækir næst Breiðablik í Smáranum og þær ætla sér væntanlega að halda áfram að tryggja stöðu sína á toppi deildarinnar í þeim leik. Keflavík heldur næsta miðvikudag (5. febrúar kl.19:15) vestur á land í Borgarnes til að mæta Skallagrím. Þar verður hörkuslagur í boði enda hafa liðin skipt fyrstu tveim leikjunum á milli sín og vilja bæði festa sig í fjórum efstu sætum deildarinnar. Helena: Ég er vanalega komin upp í rúm á þessum tíma Helena Sverrisdóttir var dálítið hás eftir leikinn en lét sig hafa það og ræddi hvað hefði gerst í þriðja leikhluta leiksins, þegar Keflavík sótti í sig veðrið. „Þær gerðu áhlaup og við svöruðum ágætlega,“ sagði Helena og bætti við að liðið hefði kannski vantað smá orku. „Við hefðum alveg getað spilað miklu betur en við gerðum samt nógu mikið til þess að ná í sigur í kvöld.“ Leikur kvöldsins var spilaður heldur seint og hófst ekki fyrr en kl.20:30, enda seinni leikurinn í tvíhöfða hjá karla- og kvennaliði Vals. „Ég er vanalega komin upp í rúm á þessum tíma,“ sagði Helena kímin en var samt ekki að afsaka sig með því. „Maður verður bara að vera tilbúinn hvenær sem er dags.“ Valskonur voru ekki nógu fastar fyrir í frákastabaráttunni framan af, að sögn Helenu, sem gerði þeim erfitt fyrir. „Varnarfráköstin voru mjög léleg, sérstaklega í fyrri hálfleik, bæði í fyrsta og öðrum leikhluta. Fannst við laga það í seinni hálfleik svona að mestu leyti.“ Lið Helenu hitti á hrikalegan skotleik, en þær áttu hittu aðeins úr 5 þristum í 27 tilraunum í kvöld, sem er versta þriggja stiga nýting þeirra í einum leik á tímabilinu (18.5%). „Skotnýtingin er náttúrulega hörmuleg, mín þar með talin. Hitti ekki neitt. Það gerist bara stundum. Þá verður maður bara að mæta á morgun og stilla miðið af,“ sagði Helena og virtist ekki vera allt of stressuð með það, enda unnu Valsarar þrátt fyrir slaka nýtingu. Nýr leikmaður Vals, Micheline Mercelita, spilaði sinn fyrsta heimaleik með liðinu í kvöld og átti fínan leik. „Held að hún eigi eftir að koma hægt og rólega inn,“ sagði Helena um framlag nýjasta liðsmannsins síns. Micheline var í eilitlum villuvandræðum í leiknum og fékk t.a.m. sína fjórðu villu eftir aðeins 45 sekúndur í seinni hálfleik. „Það er erfitt að spila þegar þú ert með þrjár og færð strax fjórðu þegar þú kemur aftur inn á. Hún á eftir að finna sig til í því,“ sagði Helena. Æfingar eru betri með nýja leikmanninn innanborðs að sögn Helenu. „Við erum að spila á æfingum hörkuleiki, bara eins og við séum að spila í deildinni nánast. Það er ofboðslega gaman og hún er góð viðbót,“ sagði Helenu áður en hún hélt heim í háttinn, enda klukkan farin að ganga ellefu. Jonni: Vantaði bara herslumuninn. Keflavík tapaði gegn Val í seinni leik tvíhöfða í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn fór að lokum 80-67 fyrir Val en var á köflum miklu jafnari en svo. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur, títt nefndur Jonni, ræddi um hvað hefði gerst í leiknum, en hans stúlkur komust nálægt því að taka forystuna í þriðja leihluta áður en þær misstu Valsara of langt frá sér enn á ný. Jonni vildi ekki gera of mikið úr þeim leikhluta. „Gerist svo sem ekki neitt. Valur var ekki að spila eins vel og þær voru að spila í fyrri hálfleik og við gengum á lagið. Svo hrukku þær bara aftur í gírinn,“ sagði hann um upp og niður leik beggja liða í þriðja leikhluta. „Eins og ég hef sagt áður, þær eru með besta liðið. Við þurfum að eiga ofboðslega góðan leik ef að við ætlum að vinna þær, það er bara þannig. Það vantaði herslumuninn, ég er þar.“ Keflavík átti afleitan skotleik í kvöld og þurftu að sætta sig við tap en Jonni hafði trú á sínu liði allt til enda. „Þetta er ekki nema þrettán stig, þær eru búnar að skipta helstu leikmönnum sínum út af í lokin og ég hélt áfram að keyra á mínu liði. Það vantaði bara herslumuninn, hann er þarna og við erum búin að sýna það einu sinni í vetur og við verðum bara að trúa því að þetta sé hægt,“ sagði hann og vísaði í sigur Keflavíkur á Val fyrr í vetur í framlengdum leik í Keflavík. „Ef við gerum það þá geta fallegir hlutir gerst. Erum með krosslagða fingur og sjáum hvað gerist.“ Í stöðunni 52-47 skipti Jonni á nokkrum leikmönnum sínum og spil liðsins hrundi í nokkrar mínútur. Jonni vildi samt ekki kenna því um, né slakri byrjun. „Þetta er ungt lið og við erum með óreyndar stelpur í stórum hlutverkum sem þær hafa ekki verið í áður. Við erum að spila við langbesta liðið á Íslandi og það er bara eðlilegt að hökta í þessu.“ Jonni hélt áfram að tala vel um sínar stelpur og fann ljósu punktana nokkuð hæglega. „Maður átti alveg von á því að þetta yrði erfitt í byrjun en við komum til baka. Það finnst mér skipta máli,“ sagði hann og hélt síðar áfram: „Við erum að reyna að byggja ofan á það sem við höfum verið að vinna með í vetur og mér finnst það vera að takast.“ Lið Keflavíkur er það eina í deildinni sem er aðeins að spila á einum erlendum leikmanni og félagaskiptaglugginn mun lokast á næstu dögum. Er enginn hugur í Keflvíkingum að styrkja liðið? „Nei, alls ekki. Ég er hreinn og beinn með það, sagði það í byrjun tímabilsins. Við erum að byggja upp lið. Það er staðan,“ sagði Jonni og fór yfir að Keflavík væri með tvö lið, Keflavík og Keflavík b í efstu deild og 1. deild. „Okkur gengur vel að byggja upp. Við þurfum að treysta þessum stelpum. Við erum að gera það. Tuttugu tapaðir boltar? Mér er skítsama. Það verður að koma og ef við trúum á þær þá trúi ég því að það á eftir að skila okkur góðum leikmönnum,“ sagði Jonni, fullviss um ágæti sinna uppöldu stelpna. Dominos-deild kvenna
Valur og Keflavík mættust í kvöld í seinni leik tvíhöfða í Origo-höllinni. Fyrri leikurinn, milli karlaliðs Vals og Keflavíkur, var ekkert sérstaklega spennandi og seinni leikurinn virtist framan af ekki ætla að vera það heldur. Valskonur unnu að lokum 80-67. Í fyrstu sókn Keflavíkur heiðruðu gestirnir minningu Kobe Bryant með því að fá dæmdar á sig 24 sekúndur og Valsstúlkur fengu síðan dæmdar á sig 8 sekúndur, en á tuttugu ára NBA-ferli sínum bar Kobe treyjunúmerin 8 og 24. Keflavíkurstelpur byrjuðu leikinn hrikalega illa og gátu ekki fundið körfuna fyrstu fimm mínútur leiksins. Heimaliðið átti hins vegar ekki í neinum vandræðum með að hitta og höfðu skorað 12 stig áður en Daniela Morillo, erlendur leikmaður Keflavíkur, setti loksins niður tvö stig. Munurinn hélst nokkuð óbreyttur fram að hálfleik, þegar liðin skildu við í stöðunni 43-33 fyrir Val. Keflavík hafði þá hitt mjög illa en voru að berjast í sóknarfráköstum og sækja vítaskot til að halda sig í seilingarfjarlægð við Valskonur. Gestirnir hófu að saxa á forskot Valsara í upphafi seinni hálfleiks og náðu tvisvar að minnka muninn í fimm stig. Um miðbik þriðja leikhlutans virtust Keflvíkingar hins vegar missa flugið og Valsarar tóku áhlaup til að breikka bilið upp í tvo tölustafi enn á ný. Sama hvað Keflavíkurstelpurnar reyndu gátu þær ekki snúið dæminu við og Valur náði mest nítján stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta. Eftir það var lítið að frétta þó að Keflvíkingar hafi náð að minnka muninn niður í þrettán stig í svokölluðum „rusltíma“ þegar Valsarar skiptu minni spámönnum sínum inn á til að leyfa þeim að spreyta sig. Staðan varð því að lokum 80-67, temmilega öruggur Valssigur. Af hverju vann Valur? Valur spilaði betur á lengri köflum í leiknum en andstæðingarnir. Þær framkvæmdu sóknir sínar vel lengst af og þó að þær hittu ekki sérstaklega vel fyrir utan þriggja þá voru þær duglegar að sækja stig í teignum og af vítalínunni. Alls ekki frábær leikur hjá Íslandsmeisturunum en nægilega góður til að skila sigri. Bestu leikmenn vallarins Kiana Johnson var lang framlagshæst í Valsliðinu í kvöld og var ekki langt frá þrefaldri tvennu. Hún lauk leik með 22 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir var ekki með góða skotnýtingu í kvöld en skilaði samt 17 stigum, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Að lokum vantaði Micheline Mercelita eitt frákast upp í að ná sinni fyrstu tvöföldu tvennu, en hún skoraði 10 stig og tók 9 fráköst. Hjá Keflavík var Daniela Morillo allt í öllu með 22 stig, 19 fráköst og 5 stoðsendingar. Tölfræði sem vakti athygli Skotnýting beggja liða fyrir utan þriggja stiga línuna var fráleit í kvöld, hvorugt lið með yfir 20% þriggja stiga nýtingu. Valur náði að skora tólf stigum meira úr hraðaupphlaupunum sínum í leiknum, 26 gegn 14, sem tónar vel við muninn í lok leiks (13 stiga sigur). Hvað gekk illa? Keflavík átti afleitt skotkvöld bæði innan og utan þriggja stiga línunnar og átti á köflum í miklu basli með að skora. Versti kaflinn kom eftir áhlaup í þriðja leikhlutanum þar sem að bekkurinn kemur inn á og tapar nokkrum boltum klaufalega og gefur eftir níu stig á tveimur mínútum. Erfitt að halda dampi þegar lið missir flugið svona fljótt. Hvað næst? Valur heimsækir næst Breiðablik í Smáranum og þær ætla sér væntanlega að halda áfram að tryggja stöðu sína á toppi deildarinnar í þeim leik. Keflavík heldur næsta miðvikudag (5. febrúar kl.19:15) vestur á land í Borgarnes til að mæta Skallagrím. Þar verður hörkuslagur í boði enda hafa liðin skipt fyrstu tveim leikjunum á milli sín og vilja bæði festa sig í fjórum efstu sætum deildarinnar. Helena: Ég er vanalega komin upp í rúm á þessum tíma Helena Sverrisdóttir var dálítið hás eftir leikinn en lét sig hafa það og ræddi hvað hefði gerst í þriðja leikhluta leiksins, þegar Keflavík sótti í sig veðrið. „Þær gerðu áhlaup og við svöruðum ágætlega,“ sagði Helena og bætti við að liðið hefði kannski vantað smá orku. „Við hefðum alveg getað spilað miklu betur en við gerðum samt nógu mikið til þess að ná í sigur í kvöld.“ Leikur kvöldsins var spilaður heldur seint og hófst ekki fyrr en kl.20:30, enda seinni leikurinn í tvíhöfða hjá karla- og kvennaliði Vals. „Ég er vanalega komin upp í rúm á þessum tíma,“ sagði Helena kímin en var samt ekki að afsaka sig með því. „Maður verður bara að vera tilbúinn hvenær sem er dags.“ Valskonur voru ekki nógu fastar fyrir í frákastabaráttunni framan af, að sögn Helenu, sem gerði þeim erfitt fyrir. „Varnarfráköstin voru mjög léleg, sérstaklega í fyrri hálfleik, bæði í fyrsta og öðrum leikhluta. Fannst við laga það í seinni hálfleik svona að mestu leyti.“ Lið Helenu hitti á hrikalegan skotleik, en þær áttu hittu aðeins úr 5 þristum í 27 tilraunum í kvöld, sem er versta þriggja stiga nýting þeirra í einum leik á tímabilinu (18.5%). „Skotnýtingin er náttúrulega hörmuleg, mín þar með talin. Hitti ekki neitt. Það gerist bara stundum. Þá verður maður bara að mæta á morgun og stilla miðið af,“ sagði Helena og virtist ekki vera allt of stressuð með það, enda unnu Valsarar þrátt fyrir slaka nýtingu. Nýr leikmaður Vals, Micheline Mercelita, spilaði sinn fyrsta heimaleik með liðinu í kvöld og átti fínan leik. „Held að hún eigi eftir að koma hægt og rólega inn,“ sagði Helena um framlag nýjasta liðsmannsins síns. Micheline var í eilitlum villuvandræðum í leiknum og fékk t.a.m. sína fjórðu villu eftir aðeins 45 sekúndur í seinni hálfleik. „Það er erfitt að spila þegar þú ert með þrjár og færð strax fjórðu þegar þú kemur aftur inn á. Hún á eftir að finna sig til í því,“ sagði Helena. Æfingar eru betri með nýja leikmanninn innanborðs að sögn Helenu. „Við erum að spila á æfingum hörkuleiki, bara eins og við séum að spila í deildinni nánast. Það er ofboðslega gaman og hún er góð viðbót,“ sagði Helenu áður en hún hélt heim í háttinn, enda klukkan farin að ganga ellefu. Jonni: Vantaði bara herslumuninn. Keflavík tapaði gegn Val í seinni leik tvíhöfða í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn fór að lokum 80-67 fyrir Val en var á köflum miklu jafnari en svo. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur, títt nefndur Jonni, ræddi um hvað hefði gerst í leiknum, en hans stúlkur komust nálægt því að taka forystuna í þriðja leihluta áður en þær misstu Valsara of langt frá sér enn á ný. Jonni vildi ekki gera of mikið úr þeim leikhluta. „Gerist svo sem ekki neitt. Valur var ekki að spila eins vel og þær voru að spila í fyrri hálfleik og við gengum á lagið. Svo hrukku þær bara aftur í gírinn,“ sagði hann um upp og niður leik beggja liða í þriðja leikhluta. „Eins og ég hef sagt áður, þær eru með besta liðið. Við þurfum að eiga ofboðslega góðan leik ef að við ætlum að vinna þær, það er bara þannig. Það vantaði herslumuninn, ég er þar.“ Keflavík átti afleitan skotleik í kvöld og þurftu að sætta sig við tap en Jonni hafði trú á sínu liði allt til enda. „Þetta er ekki nema þrettán stig, þær eru búnar að skipta helstu leikmönnum sínum út af í lokin og ég hélt áfram að keyra á mínu liði. Það vantaði bara herslumuninn, hann er þarna og við erum búin að sýna það einu sinni í vetur og við verðum bara að trúa því að þetta sé hægt,“ sagði hann og vísaði í sigur Keflavíkur á Val fyrr í vetur í framlengdum leik í Keflavík. „Ef við gerum það þá geta fallegir hlutir gerst. Erum með krosslagða fingur og sjáum hvað gerist.“ Í stöðunni 52-47 skipti Jonni á nokkrum leikmönnum sínum og spil liðsins hrundi í nokkrar mínútur. Jonni vildi samt ekki kenna því um, né slakri byrjun. „Þetta er ungt lið og við erum með óreyndar stelpur í stórum hlutverkum sem þær hafa ekki verið í áður. Við erum að spila við langbesta liðið á Íslandi og það er bara eðlilegt að hökta í þessu.“ Jonni hélt áfram að tala vel um sínar stelpur og fann ljósu punktana nokkuð hæglega. „Maður átti alveg von á því að þetta yrði erfitt í byrjun en við komum til baka. Það finnst mér skipta máli,“ sagði hann og hélt síðar áfram: „Við erum að reyna að byggja ofan á það sem við höfum verið að vinna með í vetur og mér finnst það vera að takast.“ Lið Keflavíkur er það eina í deildinni sem er aðeins að spila á einum erlendum leikmanni og félagaskiptaglugginn mun lokast á næstu dögum. Er enginn hugur í Keflvíkingum að styrkja liðið? „Nei, alls ekki. Ég er hreinn og beinn með það, sagði það í byrjun tímabilsins. Við erum að byggja upp lið. Það er staðan,“ sagði Jonni og fór yfir að Keflavík væri með tvö lið, Keflavík og Keflavík b í efstu deild og 1. deild. „Okkur gengur vel að byggja upp. Við þurfum að treysta þessum stelpum. Við erum að gera það. Tuttugu tapaðir boltar? Mér er skítsama. Það verður að koma og ef við trúum á þær þá trúi ég því að það á eftir að skila okkur góðum leikmönnum,“ sagði Jonni, fullviss um ágæti sinna uppöldu stelpna.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum