Handbolti

Ágúst Elí fer til KIF Kolding í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst Elí fer til Danmerkur í sumar.
Ágúst Elí fer til Danmerkur í sumar. mynd/hsí

KIF Kolding hefur staðfest að Ágúst Elí Björgvinsson komi til liðsins frá Sävehof í sumar.

Ágúst Elí skrifaði undir tveggja ára samning við Kolding. Fyrir hjá liðinu eru tveir Íslendingar, Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson.

Ágúst Elí varð sænskur meistari með Sävehof á síðasta tímabili. Í vetur hefur hann leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu.

„Ég er spenntur fyrir nýjum áskorunum hjá KIF Kolding, félagi með langa og glæsilega sögu. Ég held að það sé rétt skref að færa mig yfir í dönsku úrvalsdeildina,“ segir Ágúst Elí á heimasíðu Kolding.

Hinn 24 ára Ágúst Elí lék ekki með Íslandi á EM í þessum mánuði. Hann hefur farið á tvö stórmót með íslenska liðinu, EM 2018 og HM 2019.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×