Áframhaldandi starfsemi Lýðskólans á Flateyri verði tryggð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 14:59 Flateyri við Önundarfjörð. Vísir/Egill Áframhaldandi starfsemi Lýðskólans á Flateyri verður tryggð og gert er ráð fyrir fjármagni til reksturs lýðskóla í landinu í fjármálaáætlun. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvort það stæði til að semja um áframhaldandi rekstur Lýðskólans á Flateyri. „Nú er það svo að í fyrsta sinn er búið að setja lög um lýðskóla á Íslandi. Það var gert hjá þessari ríkisstjórn vegna þess að þessi ríkisstjórn hún hefur trú á þeirri hugmyndafræði sem lýðskólar standa fyrir og það er ljóst að áhugi á lýðskólum og hann hefur verið talsverður á Íslandi síðustu 100 árin,“ sagði Lilja er hún svaraði fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Þá sé gert ráð fyrir töluverðum fjármunum í ríkisfjármálaáætlun til starfsemi lýðskóla. „Ég hef átt samtal við skólastjórann í Lýðskólunum á Flateyri og sagt henni að það sé ljóst að framtíð skólans sé tryggð. Meðan eru nemendur sem hafa áhuga á því að læra og skólinn er vel starfræktur þá að sjálfsögðu munum við styðja við bakið á lýðskólunum á Flateyri,“ sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Vísir/vilhelm Þessi svör þóttu Þorgerði Katrínu ekki fullnægjandi svo hún spurði aftur. „Ég saknaði þess í máli ráðherra að við fáum ekki hér skýrt hvort það verði samið við lýðskólann eða ekki. Það er gott að öryggi verði tryggt en hvað þýðir það? Þýðir það til eins árs, þýðir það til tveggja ára, þriggja ára. Hvaða fjárhæðir verða, verður samið? Þetta er einföld spurning: Verður samið núna á allra næstu dögum við lýðskólann til að eyða óvissu?“ sagði Þorgerður Katrín. Ráðherra svaraði á þá leið að það kæmi henni á óvart að Þorgerður Katrín hafi ekki meðtekið upplýsingarnar. „Það er alveg ljóst í samtölum sem ráðherrann, og ég hef sem sagt sem ráðherra, átt við skólastjórnendur og Flateyri þá hef ég gefið þeim fullvissu mína fyrir því að það verði samið,“ sagði Lilja. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Alþingi Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Áframhaldandi starfsemi Lýðskólans á Flateyri verður tryggð og gert er ráð fyrir fjármagni til reksturs lýðskóla í landinu í fjármálaáætlun. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvort það stæði til að semja um áframhaldandi rekstur Lýðskólans á Flateyri. „Nú er það svo að í fyrsta sinn er búið að setja lög um lýðskóla á Íslandi. Það var gert hjá þessari ríkisstjórn vegna þess að þessi ríkisstjórn hún hefur trú á þeirri hugmyndafræði sem lýðskólar standa fyrir og það er ljóst að áhugi á lýðskólum og hann hefur verið talsverður á Íslandi síðustu 100 árin,“ sagði Lilja er hún svaraði fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Þá sé gert ráð fyrir töluverðum fjármunum í ríkisfjármálaáætlun til starfsemi lýðskóla. „Ég hef átt samtal við skólastjórann í Lýðskólunum á Flateyri og sagt henni að það sé ljóst að framtíð skólans sé tryggð. Meðan eru nemendur sem hafa áhuga á því að læra og skólinn er vel starfræktur þá að sjálfsögðu munum við styðja við bakið á lýðskólunum á Flateyri,“ sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Vísir/vilhelm Þessi svör þóttu Þorgerði Katrínu ekki fullnægjandi svo hún spurði aftur. „Ég saknaði þess í máli ráðherra að við fáum ekki hér skýrt hvort það verði samið við lýðskólann eða ekki. Það er gott að öryggi verði tryggt en hvað þýðir það? Þýðir það til eins árs, þýðir það til tveggja ára, þriggja ára. Hvaða fjárhæðir verða, verður samið? Þetta er einföld spurning: Verður samið núna á allra næstu dögum við lýðskólann til að eyða óvissu?“ sagði Þorgerður Katrín. Ráðherra svaraði á þá leið að það kæmi henni á óvart að Þorgerður Katrín hafi ekki meðtekið upplýsingarnar. „Það er alveg ljóst í samtölum sem ráðherrann, og ég hef sem sagt sem ráðherra, átt við skólastjórnendur og Flateyri þá hef ég gefið þeim fullvissu mína fyrir því að það verði samið,“ sagði Lilja. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm
Alþingi Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira