Eigum við í alvöru að vera stolt? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. janúar 2020 09:00 Hagsmunabarátta er oft litin hornauga, kölluð lobbíismi og baráttumenn sakaðir um að hagræða gögnum sér í vil. Vel getur verið að það eigi við í einhverjum tilvikum. Þegar aftur á móti fræðimenn tjá sig við fjölmiðla og lýsa skoðunum sínum þá ætti að vera samfélagsleg krafa um að þeir gæti að sér, skoði gögnin og passi að þeir fari með rétt mál. Nýverið tók Morgunblaðið viðtal við Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og góðan vin Afstöðu, um tölur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem sneru að hlutfallslegum fjölda fanga á Íslandi árið 2017. Samkvæmt þeim tölum var Ísland í neðsta sæti listans með 39 fanga á hverja 100 þúsund íbúa og Finnland þar á eftir með tæpa sextíu fanga. Í viðtalinu segir Helgi að það fylgi ekki mikil bjögun því að horfa á biðlista eftir afplánun, þar séu flestir á leið í samfélagsþjónustu. Að mati Afstöðu er þetta kannski ekki alveg svona einfalt. Þann 9. desember 2017 birtist nefnilega grein í Morgunblaðinu þar sem segir að um 580 einstaklingar bíði eftir því að geta afplánað dóm sinn. Á sama tíma voru ekki nema um eitt hundrað dómþolar í fangelsum landsins vegna þess að búið var að loka Hegningarhúsinu í Reykjavík, Kvennafangelsinu í Kópavogi, viðgerðir stóðu yfir á byggingum Litla-Hrauns og fangelsið á Hólmsheiði var langt frá því að vera komið í fulla starfsemi. Því er morgunljóst að tölurnar fyrir árið 2017 eru verulega bjagaðar vegna plássleysis í fangelsum landsins á þessum tiltekna tíma og að uppsafnaður biðlisti eftir afplánun var gríðarlegur. Ef horft er á stöðuna eins og hún er í dag, þá eru 58 fangar á hverja 100 þúsund íbúa en talan væri töluvert hærri ef fleiri pláss væru fyrir hendi til að taka á móti dómþolum. Jafnframt er haft eftir Helga að við Íslendingar eigum að vera stolt af fangelsiskerfinu okkar og halda í það. Þetta eru orð sem koma svolítið spánskt fyrir sjónir sökum þess að fulltrúar Afstöðu sitja í nefndum á vegum stjórnvalda sem hafa það að markmiði að reyna bæta fangelsiskerfið og gera það manneskjuvænna. Mögulega má skilja orð Helga á þann veg að hann telji það þrepakerfi sem komið var á hér á landi vert til að vera stolt af og vissulega tekur Afstaða undir orð Helga um jákvæð áhrif þess að leggja áherslu á samfélagsþjónustu, opin úrræði og rafrænt eftirlit enda sýnir það sig að slík afplánun hefur sama fælingarmátt og innilokun auk þess sem endurkomutíðni eykst ekki. En á meðan þrepakerfið er oftar en ekki færiband úr geymslu yfir í glæpi þá er lítið til að hrópa húrra yfir. Ef kerfið væri aftur á móti nýtt eins og Afstaða, og fleiri, hefur lagt til þá væri endurkomutíðni lægri, ástandið í fangelsunum rólegra og mun færri fyrrverandi fangar í fangi velferðarkerfisins vegna örorku. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Hagsmunabarátta er oft litin hornauga, kölluð lobbíismi og baráttumenn sakaðir um að hagræða gögnum sér í vil. Vel getur verið að það eigi við í einhverjum tilvikum. Þegar aftur á móti fræðimenn tjá sig við fjölmiðla og lýsa skoðunum sínum þá ætti að vera samfélagsleg krafa um að þeir gæti að sér, skoði gögnin og passi að þeir fari með rétt mál. Nýverið tók Morgunblaðið viðtal við Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og góðan vin Afstöðu, um tölur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem sneru að hlutfallslegum fjölda fanga á Íslandi árið 2017. Samkvæmt þeim tölum var Ísland í neðsta sæti listans með 39 fanga á hverja 100 þúsund íbúa og Finnland þar á eftir með tæpa sextíu fanga. Í viðtalinu segir Helgi að það fylgi ekki mikil bjögun því að horfa á biðlista eftir afplánun, þar séu flestir á leið í samfélagsþjónustu. Að mati Afstöðu er þetta kannski ekki alveg svona einfalt. Þann 9. desember 2017 birtist nefnilega grein í Morgunblaðinu þar sem segir að um 580 einstaklingar bíði eftir því að geta afplánað dóm sinn. Á sama tíma voru ekki nema um eitt hundrað dómþolar í fangelsum landsins vegna þess að búið var að loka Hegningarhúsinu í Reykjavík, Kvennafangelsinu í Kópavogi, viðgerðir stóðu yfir á byggingum Litla-Hrauns og fangelsið á Hólmsheiði var langt frá því að vera komið í fulla starfsemi. Því er morgunljóst að tölurnar fyrir árið 2017 eru verulega bjagaðar vegna plássleysis í fangelsum landsins á þessum tiltekna tíma og að uppsafnaður biðlisti eftir afplánun var gríðarlegur. Ef horft er á stöðuna eins og hún er í dag, þá eru 58 fangar á hverja 100 þúsund íbúa en talan væri töluvert hærri ef fleiri pláss væru fyrir hendi til að taka á móti dómþolum. Jafnframt er haft eftir Helga að við Íslendingar eigum að vera stolt af fangelsiskerfinu okkar og halda í það. Þetta eru orð sem koma svolítið spánskt fyrir sjónir sökum þess að fulltrúar Afstöðu sitja í nefndum á vegum stjórnvalda sem hafa það að markmiði að reyna bæta fangelsiskerfið og gera það manneskjuvænna. Mögulega má skilja orð Helga á þann veg að hann telji það þrepakerfi sem komið var á hér á landi vert til að vera stolt af og vissulega tekur Afstaða undir orð Helga um jákvæð áhrif þess að leggja áherslu á samfélagsþjónustu, opin úrræði og rafrænt eftirlit enda sýnir það sig að slík afplánun hefur sama fælingarmátt og innilokun auk þess sem endurkomutíðni eykst ekki. En á meðan þrepakerfið er oftar en ekki færiband úr geymslu yfir í glæpi þá er lítið til að hrópa húrra yfir. Ef kerfið væri aftur á móti nýtt eins og Afstaða, og fleiri, hefur lagt til þá væri endurkomutíðni lægri, ástandið í fangelsunum rólegra og mun færri fyrrverandi fangar í fangi velferðarkerfisins vegna örorku. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun