Fjölgar um sex í rannsóknarteymi héraðssaksóknara í kjölfar Samherjamálsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2020 15:13 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari verður komin með sex nýja rannsakendur í teymi sitt í haust. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur auglýst sex stöður rannsakenda á rannsóknarsviði embættisins lausar til umsóknar. Rannsóknarsvið fer með rannsóknir á sviði fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota. Ráðið verður í þrjár stöður frá og með 1. apríl næstkomandi og þrjár til viðbótar eigi síðar en 1. september í haust. Auglýsingin kemur í kjölfar tillögu Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara um að fjölga starfsmönnum embættisins um sex vegna Samherjamálsins. Í minnisblaði Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins, sem Ríkisútvarpið fjallaði um í nóvember, kom fram að um lágmarksfjölgun væri að ráða. Tillagan kom í kjölfar þess að Ríkisstjórnin ákvað á vikulegum fundi sínum þann 19. nóvember í kjölfar Samherjamálsins að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. „Þá verður hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara í tengslum við rannsókn embættisins á Samherjamálinu,“ sagði í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Að neðan má sjá kröfur til umsækjenda. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins/diplómanámi í lögreglufræðum eða lokið BS/BA háskólagráðu í hagfræði, viðskiptafræði eða öðru sambærilegu háskólanámi. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg. Menntun og/eða reynsla við rannsókn eða saksókn sakamála, eða af störfum með fjármálagögn og greiningu slíkra gagna er æskileg. Reynsla af rannsóknum fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota er kostur. Framúrskarandi greiningarhæfni, frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og samvinnufærni. Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. Mjög góð tölvukunnátta er nauðsynleg, sérstaklega í excel. Þekking og reynsla af upplýsinga- og málaskrárkerfum lögreglu og ákæruvalds er kostur. Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu sem rituðu máli er áskilin. Með umsókninni skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar eftir því sem við á: Reynsla af störfum sem nýtist í framangreint starf. Upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni. Upplýsingar sem lúta að andlegu atgervi, áræði, mannlegum samskiptum og sjálfstæði. Upplýsingar um tvo núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem veitt geta upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda. Aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir starfið. Með vísan til 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um en umsóknarfrestur er til 12. febrúar. Lögreglumál Samherjaskjölin Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur auglýst sex stöður rannsakenda á rannsóknarsviði embættisins lausar til umsóknar. Rannsóknarsvið fer með rannsóknir á sviði fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota. Ráðið verður í þrjár stöður frá og með 1. apríl næstkomandi og þrjár til viðbótar eigi síðar en 1. september í haust. Auglýsingin kemur í kjölfar tillögu Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara um að fjölga starfsmönnum embættisins um sex vegna Samherjamálsins. Í minnisblaði Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins, sem Ríkisútvarpið fjallaði um í nóvember, kom fram að um lágmarksfjölgun væri að ráða. Tillagan kom í kjölfar þess að Ríkisstjórnin ákvað á vikulegum fundi sínum þann 19. nóvember í kjölfar Samherjamálsins að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. „Þá verður hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara í tengslum við rannsókn embættisins á Samherjamálinu,“ sagði í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Að neðan má sjá kröfur til umsækjenda. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins/diplómanámi í lögreglufræðum eða lokið BS/BA háskólagráðu í hagfræði, viðskiptafræði eða öðru sambærilegu háskólanámi. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg. Menntun og/eða reynsla við rannsókn eða saksókn sakamála, eða af störfum með fjármálagögn og greiningu slíkra gagna er æskileg. Reynsla af rannsóknum fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota er kostur. Framúrskarandi greiningarhæfni, frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og samvinnufærni. Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. Mjög góð tölvukunnátta er nauðsynleg, sérstaklega í excel. Þekking og reynsla af upplýsinga- og málaskrárkerfum lögreglu og ákæruvalds er kostur. Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu sem rituðu máli er áskilin. Með umsókninni skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar eftir því sem við á: Reynsla af störfum sem nýtist í framangreint starf. Upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni. Upplýsingar sem lúta að andlegu atgervi, áræði, mannlegum samskiptum og sjálfstæði. Upplýsingar um tvo núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem veitt geta upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda. Aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir starfið. Með vísan til 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um en umsóknarfrestur er til 12. febrúar.
Lögreglumál Samherjaskjölin Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira