Doc Rivers átti mjög erfitt með sig og barðist við tárin í sjónvarpsviðtali fyrir leik Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í nótt. Ástæðan var fréttirnar af dauða Kobe Bryant og dóttur hans i þyrluslysi.
Doc Rivers fékk fréttirnar af örlögum Kobe Bryant fyrir leik síns liðs en eins og margir tengdir NBA deildinni þá beið þeirra að fara spila leik seinna um kvöldið. Rivers hitti blaðamenn fyrir leikinn.
Doc Rivers var við það að brotna niður í viðtalinu og rödd hans var brotin. „Ég hef eiginlega ekki mikið að segja á þessari stundu. Þessar fréttir eru reiðarslag fyrir alla sem þekktu hann og ég þekkti hann í langan tíma,“ sagði Doc Rivers á meðan hann barðist við tárin.
„Hann skipti mig augljóslega mjög miklu máli og var frábær andstæðingur en það er það sem þú vilt í íþróttum. Hann var með erfðaefni (DNA) sem mjög fáir íþróttamenn búa yfir eða aðeins menn eins og Tiger Woods og Michael Jordan,“ sagði Doc Rivers.
„Ég hef kynnst honum betur eftir að hann lagði skóna á hilluna. Þetta eru auðvitað hryllilegar fréttir fyrir Vanessu og fjölskyldu hans en hann snerti svo marga. Ég sé það á viðbrögðum ungu leikmanna minna, og hversu mikil áhrif þessar fréttir höfðu á þá, hversu hann náði að snerta marga,“ sagði Rivers.
„Þessar fréttir eru mikið áfall fyrir okkur öll og því miður hef ég ekki mikið að segja. Ég þarf að fara að tala við liðið mitt og segja þeim að fara að spila leik,“ sagði Doc Rivers um leið og tilfinningar hans tóku yfir.
Það má sjá þetta rosalega viðtal hér fyrir neðan.
“He had that DNA that very few athletes can ever have.”
— NBA TV (@NBATV) January 26, 2020
Doc Rivers on Kobe Bryant. pic.twitter.com/kSS7sjKaI1