Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2020 22:14 Svali H. Björgvinsson segir Kobe Bryant hafa verið einn af þeim leikmönnum sem hafi haft hvað mest áhrif á leikinn til hins betra. Getty „Maður er sleginn. Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur. Ég verð að segja eins og er.“ Þetta segir Svali H. Björgvinsson í samtali við Vísi, inntur eftir viðbrögðum við fréttum kvöldsins um að bandaríska körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant hafi farist í þyrluslysi í Kaliforníu í dag ásamt fjórum öðrum. Bryant varð 41 árs gamall. „Ég er búinn að lýsa fleiri tugum, ef ekki hundruðum leikja með þessum manni síðan hann var sautján ára gamall. Þetta er ofsalega sorglegt. Hann hefur haft áhrif – ef við tökum þetta út frá körfubolta – það eru nokkrir leikmenn sem hafa haft áhrif á leikinn og breytt honum til hins betra. Hann er einn af þeim. Hann hafði gildi, að vera í einu liði. Stjórnlaus, og rosaleg þrá eftir sigri og fullkomnun í körfubolta og í lífinu er náttúrlega áhugaverður vinkill. Þannig var hans persónuleiki. Þú þarft að vera fæddur með einstaka hæfileika og síðan þarftu að leggja gríðarlega mikið á þig til að ná þeim afrekum og árangri sem hann náði. Hann hafði metnað til þess. Það er ekki nóg að hafa hæfileika, heldur þarftu að leggja meira á þig en nokkur annar. Sem hann gerði. Hann virðist hafa fórnað vináttu og fleiru fyrir árangur.“ Kobe Bryant með dóttur sinni Gianna Bryant á leik Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks í Staples Center í desember síðastliðinn. Gianna fórst einnig í þyrluslysinu í dag.Getty Ræddi titlana sem aldrei unnust Kobe Bryant vann á ferli sínum fimm NBA-titla. „Í viðtölum fór hann hins vegar oft að tala um titlana sem hann vann ekki. Hann hefði átt að vinna þennan titil og þennan titil. Þeir hefðu átt að vera sex eða sjö. En það getur náttúrulega verið krefjandi að vera í kringum þannig fólk. Persónuleiki hans og [Michael] Jordan hefur þannig verið líkur. Voru kröfuharðir og fóru fram á fullkomnun hjá öllum.“ Svali segir það hafa verið frábært að sjá að Bryant hafi verið eins liðs maður – bara spilað með Los Angeles Lakers. „Maður sér í körfubolta og öðrum íþróttum – bæði hér og erlendis – að menn eru að hoppa á milli liða. Fara yfir lækinn. Leita langt yfir skammt. Hann er að spila sinn feril hjá Lakers og er þá orðinn mjög stór hluti af þeirri samkomu. Sem gerir hann líka einstakan. Þú þarft ekkert að fletta í einhverjum bókum hvar hann var. Lakers er heldur ekkert venjulegt lið. Menn fá „platform“, og athyglin og umfjöllunin á þessum stað er svo gríðarleg. Stjörnudýrkunin er stjórnlaus. Svo virðist besta bestu menn verða ruglaðir af þessari athygli en hann virðist hafa haldið fókus, svona að mestu að minnsta kosti.“ Kobe Bryant og Dwayne Wade í leik árið 2008.Getty Stórstirni fallið frá Svali segir Kobe Bryant hafa haft feykileg áhrif á körfuboltann og haft mikla þrá til að miðla leiknum, miðla til yngri leikmanna þó að hann hafi af mörgum virst vera feiminn og hlédrægur náungi. „Það er stórstirni fallið frá, ekki bara innan körfuboltaheimsins heldur heimsins alls. Það er líka magnað að sjá viðbrögðin hér heima. Þetta var maður sem snerti marga. Þetta minnir okkur á að vera góð hvert við annað. Njóta meðan við höfum þar sem við vitum ekki hvenær kallið kemur,“ segir Svali. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin NBA Tengdar fréttir Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2020 20:53 Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
„Maður er sleginn. Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur. Ég verð að segja eins og er.“ Þetta segir Svali H. Björgvinsson í samtali við Vísi, inntur eftir viðbrögðum við fréttum kvöldsins um að bandaríska körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant hafi farist í þyrluslysi í Kaliforníu í dag ásamt fjórum öðrum. Bryant varð 41 árs gamall. „Ég er búinn að lýsa fleiri tugum, ef ekki hundruðum leikja með þessum manni síðan hann var sautján ára gamall. Þetta er ofsalega sorglegt. Hann hefur haft áhrif – ef við tökum þetta út frá körfubolta – það eru nokkrir leikmenn sem hafa haft áhrif á leikinn og breytt honum til hins betra. Hann er einn af þeim. Hann hafði gildi, að vera í einu liði. Stjórnlaus, og rosaleg þrá eftir sigri og fullkomnun í körfubolta og í lífinu er náttúrlega áhugaverður vinkill. Þannig var hans persónuleiki. Þú þarft að vera fæddur með einstaka hæfileika og síðan þarftu að leggja gríðarlega mikið á þig til að ná þeim afrekum og árangri sem hann náði. Hann hafði metnað til þess. Það er ekki nóg að hafa hæfileika, heldur þarftu að leggja meira á þig en nokkur annar. Sem hann gerði. Hann virðist hafa fórnað vináttu og fleiru fyrir árangur.“ Kobe Bryant með dóttur sinni Gianna Bryant á leik Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks í Staples Center í desember síðastliðinn. Gianna fórst einnig í þyrluslysinu í dag.Getty Ræddi titlana sem aldrei unnust Kobe Bryant vann á ferli sínum fimm NBA-titla. „Í viðtölum fór hann hins vegar oft að tala um titlana sem hann vann ekki. Hann hefði átt að vinna þennan titil og þennan titil. Þeir hefðu átt að vera sex eða sjö. En það getur náttúrulega verið krefjandi að vera í kringum þannig fólk. Persónuleiki hans og [Michael] Jordan hefur þannig verið líkur. Voru kröfuharðir og fóru fram á fullkomnun hjá öllum.“ Svali segir það hafa verið frábært að sjá að Bryant hafi verið eins liðs maður – bara spilað með Los Angeles Lakers. „Maður sér í körfubolta og öðrum íþróttum – bæði hér og erlendis – að menn eru að hoppa á milli liða. Fara yfir lækinn. Leita langt yfir skammt. Hann er að spila sinn feril hjá Lakers og er þá orðinn mjög stór hluti af þeirri samkomu. Sem gerir hann líka einstakan. Þú þarft ekkert að fletta í einhverjum bókum hvar hann var. Lakers er heldur ekkert venjulegt lið. Menn fá „platform“, og athyglin og umfjöllunin á þessum stað er svo gríðarleg. Stjörnudýrkunin er stjórnlaus. Svo virðist besta bestu menn verða ruglaðir af þessari athygli en hann virðist hafa haldið fókus, svona að mestu að minnsta kosti.“ Kobe Bryant og Dwayne Wade í leik árið 2008.Getty Stórstirni fallið frá Svali segir Kobe Bryant hafa haft feykileg áhrif á körfuboltann og haft mikla þrá til að miðla leiknum, miðla til yngri leikmanna þó að hann hafi af mörgum virst vera feiminn og hlédrægur náungi. „Það er stórstirni fallið frá, ekki bara innan körfuboltaheimsins heldur heimsins alls. Það er líka magnað að sjá viðbrögðin hér heima. Þetta var maður sem snerti marga. Þetta minnir okkur á að vera góð hvert við annað. Njóta meðan við höfum þar sem við vitum ekki hvenær kallið kemur,“ segir Svali.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin NBA Tengdar fréttir Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2020 20:53 Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26
Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2020 20:53
Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum