Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár.
Kobe lést í þyrsluslysi snemma í morgun. Með honum var Gianna, dóttir hans, en þau feðgin voru á leið á körfuboltaleik sem hún átti að spila. Með þeim í þyrlunni voru samherji hennar og foreldri.
Kobe Bryant hafði mikil áhrif á meðan ferli sínum stóð sem og eftir að honum lauk.
Ég hef alltaf sagt að körfubolti sé eins og fagnaðarerindi sem við í íþróttinni breiðum út. Körfuboltinn er eins og trúarbrögð í okkar huga.
— Kjartan Atli (@kjartansson4) January 26, 2020
Og Kobe Bryant var einn af mikilvægustu spámönnum þessara trúarbragða. Hann var goðsögn í orðsins fyllstu merkingu.
— Teitur Örlygsson (@teitur11) January 26, 2020
Mér líður einsog körfuboltinn í mér hafi dáið
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) January 26, 2020
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) January 26, 2020
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) January 26, 2020Jordan var eitt, en Kobe varð til þess að ég varð ástfanginn af þessum leik. Eini sem ég hef haldið uppá af líf og sál. Óupp með honum hálfpartinn, eg var 13 ara þegar hann kom inní deildina og í gegnum 2/3 ævinnar upplifði maður hans sigra og töp. Takk fyrir allt Kobe
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) January 26, 2020
Ég bara get þetta í alvörunni ekki.....ekki svona.
— Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) January 26, 2020
Er í alvöru ónýtur. Minn uppáhalds allra tíma. pic.twitter.com/WhuxIr68It
— Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) January 26, 2020
Ef þú elskar íþróttir þá var ekki hægt annað en að elska Kobe. Hafði ótrúleg áhrif á marga. Allar íþróttir snúast um Kobe núna. Respect. #ripKobehttps://t.co/TJ79H2ne6N
— Henry Birgir (@henrybirgir) January 26, 2020