Breiðablik kaupir markvörð frá Njarðvík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2020 23:00 Brynjar Atli var á reynslu hjá Sheffield United fyrr í vetur. Vísir/VF Pepsi Max deildarlið Breiðabliks hefur fest kaup á Brynjari Atla Bragasyni, markverði Njarðvíkur. Er hann annar markvörðurinn sem gengur til liðs við Breiðablik síðan síðasta tímabili lauk en Anton Ari Einarsson gekk til liðs við félagið frá Val fyrr í vetur. Þá ákvað Gunnleifur Gunnleifsson að leggja hanskana á hilluna en hann mun sjá um markmannsþjálfun liðsins á næsta tímabili. Frá þessu er greint á 433.is. Brynjar Atli er með efnilegri markvörðum Íslands en hann er aðeins tvítugur að aldri, fæddur árið 2000. Hann var aðalmarkvörður Njarðvíkur síðasta sumar en liðið féll þá úr Inkasso deildinni niður í 2. deild eftir að hafa fengið 44 mörk á sig í 22 leikjum. Ljóst er að Blikar eru ekki að sækja Brynjar Atla til að vera aðalmarkvörð en Anton Ari verður í rammanum næsta sumar. Talið er að Óskar Hrafn Þorvaldsson og þjálfarateymi Breiðabliks vilji lána leikmanninn aftur í 1. deildina og leyfa honum þannig að öðlast reynslu til að geta sett pressu á Anton Ara þegar fram líða stundir. Brynjar Atli er fimmti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Breiðablik frá því að síðasta tímabili lauk. Anton Ari kom sem fyrr segir frá Val, Róbert Orri Þorkelsson kom frá Aftureldingu, Oliver Sigurjónsson kom heim úr atvinnumennsku en hann lék með Bödo/Glimt í Noregi og þá kom Höskuldur Gunnlaugsson einnig heim úr atvinnumennsku. Þá komu þeir Óskar Hrafn og Halldór Árnason inn sem þjálfarar en þeir höfðu komið Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum en Grótta leikur í fyrsta skipti í sögunni í efstu deild í knattspyrnu næsta sumar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar fóru illa með FH-inga Breiðablik hefur litið virkilega vel út á undirbúningstímabilinu. 25. janúar 2020 12:52 Höskuldur skoraði degi eftir að bróðir hans lést: „Fótboltinn var okkar tenging“ Höskuldur Gunnlaugsson tileinkaði bróður sínum mark sem hann skoraði fyrir Breiðablik gegn ÍA síðasta sumar. 13. janúar 2020 07:00 Erla tekur við af Óskari Hrafni hjá VÍS Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Vátryggingafélags Íslands. 16. desember 2019 16:27 Breiðablik selur fimmtán ára Kristian til Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson er genginn í raðir hollenska stórliðsins Ajax en þetta var staðfest í dag. 10. janúar 2020 15:45 Gunnleifur í breytt hlutverk hjá Blikum Markvörðurinn þrautreyndi er orðinn hluti af þjálfarateymi Breiðabliks. 14. janúar 2020 21:20 Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu fá ekki greidd nein laun í Pepsi Max deildinni næsta sumar Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Gróttu, ætlar ekki að breyta þeim gildum sem skiluðu Gróttu óvænt sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. 4. desember 2019 16:45 Oliver aftur til Breiðabliks Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. 14. janúar 2020 17:29 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Pepsi Max deildarlið Breiðabliks hefur fest kaup á Brynjari Atla Bragasyni, markverði Njarðvíkur. Er hann annar markvörðurinn sem gengur til liðs við Breiðablik síðan síðasta tímabili lauk en Anton Ari Einarsson gekk til liðs við félagið frá Val fyrr í vetur. Þá ákvað Gunnleifur Gunnleifsson að leggja hanskana á hilluna en hann mun sjá um markmannsþjálfun liðsins á næsta tímabili. Frá þessu er greint á 433.is. Brynjar Atli er með efnilegri markvörðum Íslands en hann er aðeins tvítugur að aldri, fæddur árið 2000. Hann var aðalmarkvörður Njarðvíkur síðasta sumar en liðið féll þá úr Inkasso deildinni niður í 2. deild eftir að hafa fengið 44 mörk á sig í 22 leikjum. Ljóst er að Blikar eru ekki að sækja Brynjar Atla til að vera aðalmarkvörð en Anton Ari verður í rammanum næsta sumar. Talið er að Óskar Hrafn Þorvaldsson og þjálfarateymi Breiðabliks vilji lána leikmanninn aftur í 1. deildina og leyfa honum þannig að öðlast reynslu til að geta sett pressu á Anton Ara þegar fram líða stundir. Brynjar Atli er fimmti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Breiðablik frá því að síðasta tímabili lauk. Anton Ari kom sem fyrr segir frá Val, Róbert Orri Þorkelsson kom frá Aftureldingu, Oliver Sigurjónsson kom heim úr atvinnumennsku en hann lék með Bödo/Glimt í Noregi og þá kom Höskuldur Gunnlaugsson einnig heim úr atvinnumennsku. Þá komu þeir Óskar Hrafn og Halldór Árnason inn sem þjálfarar en þeir höfðu komið Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum en Grótta leikur í fyrsta skipti í sögunni í efstu deild í knattspyrnu næsta sumar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar fóru illa með FH-inga Breiðablik hefur litið virkilega vel út á undirbúningstímabilinu. 25. janúar 2020 12:52 Höskuldur skoraði degi eftir að bróðir hans lést: „Fótboltinn var okkar tenging“ Höskuldur Gunnlaugsson tileinkaði bróður sínum mark sem hann skoraði fyrir Breiðablik gegn ÍA síðasta sumar. 13. janúar 2020 07:00 Erla tekur við af Óskari Hrafni hjá VÍS Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Vátryggingafélags Íslands. 16. desember 2019 16:27 Breiðablik selur fimmtán ára Kristian til Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson er genginn í raðir hollenska stórliðsins Ajax en þetta var staðfest í dag. 10. janúar 2020 15:45 Gunnleifur í breytt hlutverk hjá Blikum Markvörðurinn þrautreyndi er orðinn hluti af þjálfarateymi Breiðabliks. 14. janúar 2020 21:20 Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu fá ekki greidd nein laun í Pepsi Max deildinni næsta sumar Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Gróttu, ætlar ekki að breyta þeim gildum sem skiluðu Gróttu óvænt sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. 4. desember 2019 16:45 Oliver aftur til Breiðabliks Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. 14. janúar 2020 17:29 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Blikar fóru illa með FH-inga Breiðablik hefur litið virkilega vel út á undirbúningstímabilinu. 25. janúar 2020 12:52
Höskuldur skoraði degi eftir að bróðir hans lést: „Fótboltinn var okkar tenging“ Höskuldur Gunnlaugsson tileinkaði bróður sínum mark sem hann skoraði fyrir Breiðablik gegn ÍA síðasta sumar. 13. janúar 2020 07:00
Erla tekur við af Óskari Hrafni hjá VÍS Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Vátryggingafélags Íslands. 16. desember 2019 16:27
Breiðablik selur fimmtán ára Kristian til Ajax Kristian Nökkvi Hlynsson er genginn í raðir hollenska stórliðsins Ajax en þetta var staðfest í dag. 10. janúar 2020 15:45
Gunnleifur í breytt hlutverk hjá Blikum Markvörðurinn þrautreyndi er orðinn hluti af þjálfarateymi Breiðabliks. 14. janúar 2020 21:20
Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu fá ekki greidd nein laun í Pepsi Max deildinni næsta sumar Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Gróttu, ætlar ekki að breyta þeim gildum sem skiluðu Gróttu óvænt sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. 4. desember 2019 16:45
Oliver aftur til Breiðabliks Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. 14. janúar 2020 17:29