Segir of margt fatlað fólk búa á úreltum sambýlum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. janúar 2020 10:00 Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Landsamtaka Þroskahjálp segir ýmsar brotalamir í kefinu þegar kemur að búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk. Formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að ef stjórnvöld vilji forðast að þurfa að greiða fólki með fötlun sanngirnisbætur í framtíðinni þurfi að bæta verulega aðbúnað og aðgengi þess að húsnæði. Alltof margir búi ennþá í úreltu húsnæði og hafi beðið í áraraðir eftir að komast á eigið heimili. Forstöðumaður á sambýli fyrir fólk með fötlun sagði frá því í gær að heimilið væri úrelt og uppfyllti ekki lög og reglur um aðbúnað fólksins. Þrír af fjórum íbúum þess voru áður á Kópavogshæli og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að of margir fatlaðir einstaklingar búi á úreltum sambýlum. „Við höfum séð töluvert um það að fólk býr á úreltum sambýlum. Við höfum verið meðvituð um það í lögum að það á að leggja gamaldags sambýli niður og bjóða fólki uppá aðra búsetukosti þar sem það getur notið meira frelsis og einkalífs,“ segir Bryndís. Í lögum um fatlaða kemur fram að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Bryndís segir að afar hægt hafi gengið að framfylgja þessu ákvæði. „Sveitarfélög virðast hafa sjálfdæmi um hvernig þau fylgja þessu ákvæði og það eru ekki til neinar leiðbeiningar um það hvað það eigi að taka langan tíma sem er auðvitað bagalegt,“ segir Bryndís. Hún segir mikilvægt að greiða úr þegar úr þessum málum vilji stjórnvöld forðast að greiða sanngirnisbætur til fatlaðra síðar meir. „Ef þetta verður ekki lagað er hætta á því að stjórnvöld þurfi mögulega að greiða sanngirnisbætur síðar meir. Upplýsingar sem við höfum frá rétttindagæslumönnum eru þannig að það má furðu sæta að ekki sé gripið inní. Þeir hafa engin úrræði í lögum. Það var sett á stofnun í Félagsmálaráðuneytinu sem á að hafa eftirlit með þessum málaflokki og ég tel að hún virki ekki nógu vel. Aðgerðir sem þarf að grípa þegar til eru máttlausar og hægar. Það eru engar áætlanir til af hálfu ráðuneytisins,“ segir Bryndís. Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að ef stjórnvöld vilji forðast að þurfa að greiða fólki með fötlun sanngirnisbætur í framtíðinni þurfi að bæta verulega aðbúnað og aðgengi þess að húsnæði. Alltof margir búi ennþá í úreltu húsnæði og hafi beðið í áraraðir eftir að komast á eigið heimili. Forstöðumaður á sambýli fyrir fólk með fötlun sagði frá því í gær að heimilið væri úrelt og uppfyllti ekki lög og reglur um aðbúnað fólksins. Þrír af fjórum íbúum þess voru áður á Kópavogshæli og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að of margir fatlaðir einstaklingar búi á úreltum sambýlum. „Við höfum séð töluvert um það að fólk býr á úreltum sambýlum. Við höfum verið meðvituð um það í lögum að það á að leggja gamaldags sambýli niður og bjóða fólki uppá aðra búsetukosti þar sem það getur notið meira frelsis og einkalífs,“ segir Bryndís. Í lögum um fatlaða kemur fram að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Bryndís segir að afar hægt hafi gengið að framfylgja þessu ákvæði. „Sveitarfélög virðast hafa sjálfdæmi um hvernig þau fylgja þessu ákvæði og það eru ekki til neinar leiðbeiningar um það hvað það eigi að taka langan tíma sem er auðvitað bagalegt,“ segir Bryndís. Hún segir mikilvægt að greiða úr þegar úr þessum málum vilji stjórnvöld forðast að greiða sanngirnisbætur til fatlaðra síðar meir. „Ef þetta verður ekki lagað er hætta á því að stjórnvöld þurfi mögulega að greiða sanngirnisbætur síðar meir. Upplýsingar sem við höfum frá rétttindagæslumönnum eru þannig að það má furðu sæta að ekki sé gripið inní. Þeir hafa engin úrræði í lögum. Það var sett á stofnun í Félagsmálaráðuneytinu sem á að hafa eftirlit með þessum málaflokki og ég tel að hún virki ekki nógu vel. Aðgerðir sem þarf að grípa þegar til eru máttlausar og hægar. Það eru engar áætlanir til af hálfu ráðuneytisins,“ segir Bryndís.
Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira