Hlúðu að ferðamönnunum í Hellisheiðarvirkjun Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2020 11:18 Önnur rútan valt á hliðina utan við veginn. Sautján ferðamenn voru í henni. Vísir/baldur Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. Fjöldahjálparstöð var opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem hlúð var að ferðamönnunum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir óvenjumörg hópslys hafa orðið í umdæminu í janúarmánuði. Suðurlandsvegi var lokað þegar óhappið varð á níunda tímanum. Rúturnar lentu út af veginum tæpan kílómetra austan við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Sjúkrabílar og tækjabíll frá höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang á tíunda tímanum auk þess sem sjúkrabílar frá Selfossi voru sendir á slysstað. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að strax hafi verið ljóst að ekki væri um alvarlegt atvik að ræða. „Önnur þeirra veltur, í henni eru sautján farþegar. Hin fer á hjólunum út fyrir veg og í henni er 21 farþegi. Við fáum strax tilkynningu um þetta og jafnframt tilkynningu um að það sé talið að það sé enginn meiddur í þessu.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Aðgerðastjórn var virkjuð á Selfossi þegar tilkynning barst um óhappið en hún lauk störfum á ellefta tímanum. Fjöldahjálparstöð var einnig opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem ferðamennirnir voru skoðaðir. Fólkið var svo sótt þangað og því ekið til Reykjavíkur. Oddur segir að enn sé ekkert staðfest varðandi tildrög óhappsins en slæmt veður er á vettvangi. „Það hefur svosem ekkert verið rætt um tildrögin eða frásögn ökumanna en veðursfarslegar ástæður hafa örugglega spilað þarna inn í.“ Ljóst er að mikið hefur mætt á lögreglu á Suðurlandi síðustu vikur en mörg umferðarslys, misalvarleg, hafa orðið í umdæminu frá áramótum. Oddur segir mánuðinn hafa verið óvenjuannasaman hjá lögreglu í þessum efnum. „Já, við höfum ekki fengið neitt sérstakt frí frá þessu í janúar og venjulega er þetta nú ekki daglega uppi á borði hjá okkur.“ Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Tengdar fréttir Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. Fjöldahjálparstöð var opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem hlúð var að ferðamönnunum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir óvenjumörg hópslys hafa orðið í umdæminu í janúarmánuði. Suðurlandsvegi var lokað þegar óhappið varð á níunda tímanum. Rúturnar lentu út af veginum tæpan kílómetra austan við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Sjúkrabílar og tækjabíll frá höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang á tíunda tímanum auk þess sem sjúkrabílar frá Selfossi voru sendir á slysstað. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að strax hafi verið ljóst að ekki væri um alvarlegt atvik að ræða. „Önnur þeirra veltur, í henni eru sautján farþegar. Hin fer á hjólunum út fyrir veg og í henni er 21 farþegi. Við fáum strax tilkynningu um þetta og jafnframt tilkynningu um að það sé talið að það sé enginn meiddur í þessu.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Aðgerðastjórn var virkjuð á Selfossi þegar tilkynning barst um óhappið en hún lauk störfum á ellefta tímanum. Fjöldahjálparstöð var einnig opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem ferðamennirnir voru skoðaðir. Fólkið var svo sótt þangað og því ekið til Reykjavíkur. Oddur segir að enn sé ekkert staðfest varðandi tildrög óhappsins en slæmt veður er á vettvangi. „Það hefur svosem ekkert verið rætt um tildrögin eða frásögn ökumanna en veðursfarslegar ástæður hafa örugglega spilað þarna inn í.“ Ljóst er að mikið hefur mætt á lögreglu á Suðurlandi síðustu vikur en mörg umferðarslys, misalvarleg, hafa orðið í umdæminu frá áramótum. Oddur segir mánuðinn hafa verið óvenjuannasaman hjá lögreglu í þessum efnum. „Já, við höfum ekki fengið neitt sérstakt frí frá þessu í janúar og venjulega er þetta nú ekki daglega uppi á borði hjá okkur.“
Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Tengdar fréttir Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57