34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2020 10:01 Hermenn skoða vettvang eldflaugaárásarinnar sem var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. Vísir/AP Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í gær að 34 bandarískir hermenn hafi hlotið heilaáverka eftir árás Írana á íraska herstöð fyrr í mánuðinum. Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. Helmingur hermannanna hefur snúið aftur til starfa en fregnirnar ganga í berhögg við fyrri yfirlýsingar Donald Trump Bandaríkjaforseta þess efnis að engum Bandaríkjamönnum hafi orðið meint af árásinni. Forsvarsmenn bandaríska hersins segja að ekki hafi strax borist tilkynningar um einkenni heilahristings eða heilaáverka og að sum tilfellin hafi komið í ljós einhverjum dögum eftir árásina.Sjá einnig: Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í ÍrakÁtta hinna særðu komu til Bandaríkjanna á föstudag frá Þýskalandi en alls sautján voru fluttir þangað í kjölfar árásarinnar á Ain al-Asad flugherstöðina þann 8. janúar síðastliðinn. Níu þeirra dvelja enn í Þýskalandi á Landstuhl Regional Medical Center, stærsta hersjúkrahúsi Bandaríkjamanna utan landsteinanna. Jonathan Hoffman, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, greindi fjölmiðlum frá því að hinir átta heimkomnu muni hljóta frekari aðhlynningu á heilbrigðisstofnunum. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Segja nú að ellefu bandarískir hermenn hafi særst í árás Írana Áður hafði það verið gefið út að enginn hafi særst í árásum Írana 8. janúar og að eignartjón hafi verið minniháttar. 17. janúar 2020 07:30 Hvetur til stillingar en tekur ekki afstöðu til lögmætis aftökunnar á Soleimani Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom sér undan því að svara spurningu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um hvort hann telji aftöku Bandaríkjahers á íranska herforingjanum Qasem Soleimani vera lögmæta. 23. janúar 2020 12:04 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í gær að 34 bandarískir hermenn hafi hlotið heilaáverka eftir árás Írana á íraska herstöð fyrr í mánuðinum. Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. Helmingur hermannanna hefur snúið aftur til starfa en fregnirnar ganga í berhögg við fyrri yfirlýsingar Donald Trump Bandaríkjaforseta þess efnis að engum Bandaríkjamönnum hafi orðið meint af árásinni. Forsvarsmenn bandaríska hersins segja að ekki hafi strax borist tilkynningar um einkenni heilahristings eða heilaáverka og að sum tilfellin hafi komið í ljós einhverjum dögum eftir árásina.Sjá einnig: Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í ÍrakÁtta hinna særðu komu til Bandaríkjanna á föstudag frá Þýskalandi en alls sautján voru fluttir þangað í kjölfar árásarinnar á Ain al-Asad flugherstöðina þann 8. janúar síðastliðinn. Níu þeirra dvelja enn í Þýskalandi á Landstuhl Regional Medical Center, stærsta hersjúkrahúsi Bandaríkjamanna utan landsteinanna. Jonathan Hoffman, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, greindi fjölmiðlum frá því að hinir átta heimkomnu muni hljóta frekari aðhlynningu á heilbrigðisstofnunum.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16 Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52 Segja nú að ellefu bandarískir hermenn hafi særst í árás Írana Áður hafði það verið gefið út að enginn hafi særst í árásum Írana 8. janúar og að eignartjón hafi verið minniháttar. 17. janúar 2020 07:30 Hvetur til stillingar en tekur ekki afstöðu til lögmætis aftökunnar á Soleimani Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom sér undan því að svara spurningu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um hvort hann telji aftöku Bandaríkjahers á íranska herforingjanum Qasem Soleimani vera lögmæta. 23. janúar 2020 12:04 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Staðfesta að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á úkraínsku vélina Íranski flugherinn hefur birt bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakar orsök þess að vél Ukraine International Airlines var skotin niður fyrr í mánuðinum. 176 fórust. 21. janúar 2020 08:16
Mótmælendur í Íran kröfðust afsagnar æðstu embættismanna Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran í gærkvöld þar sem krafa var um afsagnir æðstu embættismanna ríkisins. Sendiherra Bretlands í Íran var handtekinn á sama tíma grunaður um að hafa hvatt til mótmælanna. 12. janúar 2020 14:52
Segja nú að ellefu bandarískir hermenn hafi særst í árás Írana Áður hafði það verið gefið út að enginn hafi særst í árásum Írana 8. janúar og að eignartjón hafi verið minniháttar. 17. janúar 2020 07:30
Hvetur til stillingar en tekur ekki afstöðu til lögmætis aftökunnar á Soleimani Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom sér undan því að svara spurningu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um hvort hann telji aftöku Bandaríkjahers á íranska herforingjanum Qasem Soleimani vera lögmæta. 23. janúar 2020 12:04