Hákarlinn sagður bestur með harðfiski fyrir austan Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2020 23:00 Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði eystra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hann er hluti af þorramatnum og sumir telja hann svo vondan að það þurfi ekkert minna en íslenskt brennivín til að skola honum niður. Þetta er hákarlinn en hákarlaframleiðandi sem við fundum á Austfjörðum segir verkun hans afar vandasama, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Einn af heimabátunum á Borgarfirði eystra veiddi fimm hákarla á línu á síðasta ári en annars koma þeir flestir sem fiskverkun Kalla Sveins fær til verkunar af togurum sem meðafli. Frá höfninni á Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við erum bara töluvert í hákarli, - búin að vera í 20-30 ár eða meira, og sendum á svona flest þorrablótin hér fyrir austan. Og víðar reyndar,“ sagði Karl Sveinsson fiskverkandi, um leið og hann sýndi okkur skorinn hákarl í dósum sem fara í verslanir, meðal annars á Akureyri. Harðfiskurinn þykir líka ómissandi á þorrablótum. Helga Björg Eiríksdóttir er i harðfiskinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er náttúrlega sá besti, sko,“ sagði Helga Björg Eiríksdóttir, sem var að verka harðfisk. Þau vinna harðfisk mest úr þorski og ýsu en einnig úr steinbít og keilu. „Keilan kemur mjög skemmtilega út í harðfiski,“ sagði Karl. Það er hins vegar kúnst að verka hákarl. Hákarlinn skorinn í bita á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það er mjög vandasamt. Það versta við það, alveg sama hvað maður er mörg ár, maður virðist ekkert læra á því. Við erum alltaf að eyðileggja hann annað slagið.“ En hér þarf ekkert brennivín. Hér er það harðfiskur með hákarli. Boðið upp á hákarl með harðfiski.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er áskorun, gjörðu svo vel,“ sagði Helga um leið og hún rétti okkur hákarlsbita með harðfiski. „Aðalkúnstin í því að vera alltaf með góðan hákarl er að henda því sem eyðileggst; að vera ekki að plata það oní saklaust fólk. Þannig að það eru alltaf heilmikil afföll í þessu. Maður eiginlega þakkar fyrir ef maður nær bara 60-70 prósent nýtingu af hákarli,“ sagði Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Sjávarréttir Sjávarútvegur Þorrablót Þorramatur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Hann er hluti af þorramatnum og sumir telja hann svo vondan að það þurfi ekkert minna en íslenskt brennivín til að skola honum niður. Þetta er hákarlinn en hákarlaframleiðandi sem við fundum á Austfjörðum segir verkun hans afar vandasama, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Einn af heimabátunum á Borgarfirði eystra veiddi fimm hákarla á línu á síðasta ári en annars koma þeir flestir sem fiskverkun Kalla Sveins fær til verkunar af togurum sem meðafli. Frá höfninni á Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við erum bara töluvert í hákarli, - búin að vera í 20-30 ár eða meira, og sendum á svona flest þorrablótin hér fyrir austan. Og víðar reyndar,“ sagði Karl Sveinsson fiskverkandi, um leið og hann sýndi okkur skorinn hákarl í dósum sem fara í verslanir, meðal annars á Akureyri. Harðfiskurinn þykir líka ómissandi á þorrablótum. Helga Björg Eiríksdóttir er i harðfiskinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er náttúrlega sá besti, sko,“ sagði Helga Björg Eiríksdóttir, sem var að verka harðfisk. Þau vinna harðfisk mest úr þorski og ýsu en einnig úr steinbít og keilu. „Keilan kemur mjög skemmtilega út í harðfiski,“ sagði Karl. Það er hins vegar kúnst að verka hákarl. Hákarlinn skorinn í bita á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það er mjög vandasamt. Það versta við það, alveg sama hvað maður er mörg ár, maður virðist ekkert læra á því. Við erum alltaf að eyðileggja hann annað slagið.“ En hér þarf ekkert brennivín. Hér er það harðfiskur með hákarli. Boðið upp á hákarl með harðfiski.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er áskorun, gjörðu svo vel,“ sagði Helga um leið og hún rétti okkur hákarlsbita með harðfiski. „Aðalkúnstin í því að vera alltaf með góðan hákarl er að henda því sem eyðileggst; að vera ekki að plata það oní saklaust fólk. Þannig að það eru alltaf heilmikil afföll í þessu. Maður eiginlega þakkar fyrir ef maður nær bara 60-70 prósent nýtingu af hákarli,“ sagði Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Sjávarréttir Sjávarútvegur Þorrablót Þorramatur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17
Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40