Mistök í svari ráðuneytis um laun hjúkrunarfræðinga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 12:00 Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur biðst velvirðingar á mistökunum. Vísir/Vilhelm Mistök voru gerð við vinnslu svars heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um launamun hjúkrunarfræðinga eftir sjúkrahúsum. Nýtt svar með uppfærðum upplýsingum verður sent Alþingi síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem svar ráðherra er sagt vera „í engum takti við raunveruleikann,“Í svari ráðherra við fyrirspurn Maríu Hjálmarsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, var birt á vef Alþingis í vikunni en þar kemur meðal annars fram að heildarlaun almennra hjúkrunarfræðinga séu að meðaltali 1,7 milljónir á mánuði og dagvinnulaun almennra hjúkrunarfræðinga á Landspítala séu 668 þúsund en heildarlaun um ein milljón. „Launatölurnar virðast vera settar fram með launatengdum gjöldum og miðaðar við fullt starf. Þær eru því fjarri þeim launum sem hjúkrunarfræðingar eru raunverulega með. Hjúkrunarfræðingar eru að meðaltali í 71% starfshlutfalli hjá ríkinu og eru fæstir í fullu starfi. Enginn fyrirvari er gerður við framsetningu talnanna, forsendur eða fjölda á bak við meðaltöl,“ segir í tilkynningunni sem Fíh sendi frá sér í gær. Félagið mótmælir jafnframt harðlega þeirri tímasetningu sem svörin koma fram enda þokist hægt í kjaraviðræðum við hjúkrunarfræðinga. Í tilkynningunni sem barst frá heilbrigðisráðuneytinu í dag segir að mistök hafi verið gerð og tekið er undir athugasemdir um að framsetningin í svarinu gefi ranga mynd af meðalgrunnlaunum og meðalheildarlaunum hjúkrunarfræðinga. „Mistök urðu við vinnslu svarsins en það var byggt á röngum forsendum og verður unnið að nýju,“ segir í tilkynningunni. Tölurnar hafi verið settar fram með launatengdum gjöldum en við upplýsingagjöf um laun og kjör eru launatengd gjöld almennt ekki höfð með, og „tryggt verður að sambærileg mistök gerist ekki aftur.“ Þá biðst ráðuneytið velvirðingar á mistökunum. Alþingi Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Mistök voru gerð við vinnslu svars heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um launamun hjúkrunarfræðinga eftir sjúkrahúsum. Nýtt svar með uppfærðum upplýsingum verður sent Alþingi síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem svar ráðherra er sagt vera „í engum takti við raunveruleikann,“Í svari ráðherra við fyrirspurn Maríu Hjálmarsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, var birt á vef Alþingis í vikunni en þar kemur meðal annars fram að heildarlaun almennra hjúkrunarfræðinga séu að meðaltali 1,7 milljónir á mánuði og dagvinnulaun almennra hjúkrunarfræðinga á Landspítala séu 668 þúsund en heildarlaun um ein milljón. „Launatölurnar virðast vera settar fram með launatengdum gjöldum og miðaðar við fullt starf. Þær eru því fjarri þeim launum sem hjúkrunarfræðingar eru raunverulega með. Hjúkrunarfræðingar eru að meðaltali í 71% starfshlutfalli hjá ríkinu og eru fæstir í fullu starfi. Enginn fyrirvari er gerður við framsetningu talnanna, forsendur eða fjölda á bak við meðaltöl,“ segir í tilkynningunni sem Fíh sendi frá sér í gær. Félagið mótmælir jafnframt harðlega þeirri tímasetningu sem svörin koma fram enda þokist hægt í kjaraviðræðum við hjúkrunarfræðinga. Í tilkynningunni sem barst frá heilbrigðisráðuneytinu í dag segir að mistök hafi verið gerð og tekið er undir athugasemdir um að framsetningin í svarinu gefi ranga mynd af meðalgrunnlaunum og meðalheildarlaunum hjúkrunarfræðinga. „Mistök urðu við vinnslu svarsins en það var byggt á röngum forsendum og verður unnið að nýju,“ segir í tilkynningunni. Tölurnar hafi verið settar fram með launatengdum gjöldum en við upplýsingagjöf um laun og kjör eru launatengd gjöld almennt ekki höfð með, og „tryggt verður að sambærileg mistök gerist ekki aftur.“ Þá biðst ráðuneytið velvirðingar á mistökunum.
Alþingi Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira