Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2020 11:34 Birgitta sést hér á mynd til vinstri og faðir hennar, Jón Ólafsson skipstjóri, til hægri. Myndina af Jóni tók Bergþóra Árnadóttir, móðir Birgittu. Getty/Bergþóra Árnadóttir Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist. Þá segir hún að ýmislegt megi laga í verklagsreglum og lögum um mál af þessu tagi, einkum er varða aðstandendur þeirra sem hverfa. Greint var frá því í gær að lögregla á Suðurlandi hefði borið kennsl á höfuðkúpu sem fannst haustið 1994 við Ölfusárós. Nú í janúar fékkst svo staðfest að höfuðkúpan er af Jóni Ólafssyni, skipstjóra frá Þorlákshöfn og föður Birgittu, sem talið er að hafi fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Voru búin að afskrifa niðurstöðuna Birgitta segir í samtali við Vísi að Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hafi haft frumkvæði að því að safna erfðaefni aðstandenda þeirra sem vitað er að hafi horfið í umdæminu. „Í apríl í fyrra bað hann um lífsýni frá aðstandendum og síðan hefur þetta verið mjög langt ferli. Þessi höfuðkúpa er náttúrulega búin að vera uppi í hillu síðan 94. Tæknin til þess að kanna með lífsýnum er búin að vera til staðar nokkuð lengi þannig að það vekur upp ýmsar spurningar af hverju þetta var ekki gert fyrr. En ég er auðvitað mjög þakklát fyrir að þetta var gert núna,“ segir Birgitta. Líkt og fram kom í fréttum af málinu í gær var höfuðkúpan fyrst send til aldursgreiningar í Svíþjóð í fyrra. Niðurstöður úr þeirri greiningu bentu til þess að höfuðkúpan væri sennilega frá því um og eftir 1970. „Þá kom greining um að þetta væri sennilega frá 1970 þannig að við vorum eiginlega svolítið búin að afskrifa þetta. En hann [Oddur] sagði að þetta væri ekki nákvæmara en það og við erum þakklát fyrir að hann hélt áfram með málið. Það var ótrúlega mikil heppni að það var ein tönn eftir í höfuðkúpunni og það var þá auðveldara að ná DNA úr henni heldur en höfuðkúpunni sjálfri.“ Bæði léttir og djúpstæður missir Aðspurð segir Birgitta að þau aðstandendur föður hennar hafi ekki fengið neinar vísbendingar um hvarf hans áður en kallið kom frá Oddi. Tilfinningarnar nú einkennist fyrst og fremst af þakklæti og friðþægingu. „En auðvitað er það þannig að með sorg og missi, það eru engar dagsetningar á því. Auðvitað fer maður í gegnum alls konar rússíbana og upplifir bæði létti og djúpstæðan missi.“ Næsta skref er að jarðsetja líkamsleifar Jóns sem Birgitta segir að verði gert í samráði við eftirlifandi systkini hans. „Það er mikilvægt að hafa einhvern stað og klára þennan elsta „ritúal“ mannskepnunnar. Hann hefði orðið áttræður á þessu ári þannig að mér finnst líklegt að við reynum að kveðja hann í kringum það tímabil,“ segir Birgitta. „Besta lýsingin á þessu er að það er kominn friður. Ég myndi segja að þetta væri 95 prósent rosa léttir og svo koma bylgjur sem eru bara mannlegar.“ Ólýsanlega þungbært fyrir aðstandendur Þá bendir Birgitta á nauðsyn þess að aðstandendum sé boðin áfallahjálp í mannhvarfsmálum. Fólk eigi ekki að þurfa að sækjast eftir henni sjálft. „Mig langar líka bara og nota tækifærið vegna þess að ég veit að það eru enn mjög, mjög margir sem eiga ástvini sem eru horfnir og ég vil árétta það að það er nauðsynlegt að veita fólki sem lendir í þessum aðstæðum áfallahjálp. Ekki láta þau leita eftir henni heldur bjóða hana fólki, af því að þetta er rosalega áfall,“ segir Birgitta. „Það er ekki hægt að lýsa því hvernig þetta er fyrir aðstandendur og þeir eru ekki endilega færir um að sækja sér nauðsynlegan stuðning. Mér finnst að þetta eigi að vera verklagsregla. Það er enginn stuðningur, ekki neinn.“ Birgitta bendir einnig á að þau systkinin hafi sjálf þurft að fara fyrir dómstóla að sækja úrskurð þess efnis að faðir þeirra væri látinn. Birgitta segir um að ræða gömul og úrelt lög sem ætti að endurskoða. „Ég get ekki einu sinni byrjað að lýsa því hvað þetta er erfitt ferli. Pabbi hvarf 87 og til þess að geta tekið við dánarbúinu og öðru, gengið frá lausum endum, þá er ekki hægt að gera það ef manneskjan er enn lagalega séð á lífi og þetta er enn þá svoleiðis að þú þarft að færa sönnur á það einhvern veginn. Þetta er bara mjög skrýtið, svona ofan á allt hitt.“ Frétt úr Morgunblaðinu 7. janúar 1988 um leitina að Jóni.SKjáskot/timarit.is Vel liðinn skipstjóri og aflakóngur Eins og áður segir er Birgitta mjög þakklát þeim sem hjálpuðu fjölskyldunni að fá niðurstöðu í mál föður hennar. Þá hafi margir sent henni fallegar orðsendingar eftir fréttir gærdagsins. „Það eru margir að hafa samband við mig núna sem þekktu hann. Hann var skipstjóri og mjög vel liðinn, aflakóngur og mjög fisksæll. Maður heyrir alltaf svo mikið af fallegum sögum um hann og það er svo dýrmætt. Það er það fallegasta sem maður getur skilið eftir.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Birgitta hefur þurft að takast á við sambærilegt ferli. Eiginmaður hennar, Charles Egill Hirt, hvarf á Snæfellsnesi snemmsumars 1993, líkt og Birgitta hefur sjálf rætt í viðtölum í gegnum tíðina. Hún segist vonast til þess að mál föður hennar nú verði til þess að verklagi um bein sem finnast verði breytt og að öll lögregluumdæmi líti þannig til lögreglu á Suðurlandi í þessum efnum. „Þannig að þetta stórkostlega frumkvæði, sem við erum mjög þakklát fyrir hjá honum Oddi, verði vonandi til þess fleiri fái sambærilega lúkningu og við. Hver einasti dagur sem maður er ekki með fullvissu er fólki þungbær.“ Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist. Þá segir hún að ýmislegt megi laga í verklagsreglum og lögum um mál af þessu tagi, einkum er varða aðstandendur þeirra sem hverfa. Greint var frá því í gær að lögregla á Suðurlandi hefði borið kennsl á höfuðkúpu sem fannst haustið 1994 við Ölfusárós. Nú í janúar fékkst svo staðfest að höfuðkúpan er af Jóni Ólafssyni, skipstjóra frá Þorlákshöfn og föður Birgittu, sem talið er að hafi fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Voru búin að afskrifa niðurstöðuna Birgitta segir í samtali við Vísi að Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hafi haft frumkvæði að því að safna erfðaefni aðstandenda þeirra sem vitað er að hafi horfið í umdæminu. „Í apríl í fyrra bað hann um lífsýni frá aðstandendum og síðan hefur þetta verið mjög langt ferli. Þessi höfuðkúpa er náttúrulega búin að vera uppi í hillu síðan 94. Tæknin til þess að kanna með lífsýnum er búin að vera til staðar nokkuð lengi þannig að það vekur upp ýmsar spurningar af hverju þetta var ekki gert fyrr. En ég er auðvitað mjög þakklát fyrir að þetta var gert núna,“ segir Birgitta. Líkt og fram kom í fréttum af málinu í gær var höfuðkúpan fyrst send til aldursgreiningar í Svíþjóð í fyrra. Niðurstöður úr þeirri greiningu bentu til þess að höfuðkúpan væri sennilega frá því um og eftir 1970. „Þá kom greining um að þetta væri sennilega frá 1970 þannig að við vorum eiginlega svolítið búin að afskrifa þetta. En hann [Oddur] sagði að þetta væri ekki nákvæmara en það og við erum þakklát fyrir að hann hélt áfram með málið. Það var ótrúlega mikil heppni að það var ein tönn eftir í höfuðkúpunni og það var þá auðveldara að ná DNA úr henni heldur en höfuðkúpunni sjálfri.“ Bæði léttir og djúpstæður missir Aðspurð segir Birgitta að þau aðstandendur föður hennar hafi ekki fengið neinar vísbendingar um hvarf hans áður en kallið kom frá Oddi. Tilfinningarnar nú einkennist fyrst og fremst af þakklæti og friðþægingu. „En auðvitað er það þannig að með sorg og missi, það eru engar dagsetningar á því. Auðvitað fer maður í gegnum alls konar rússíbana og upplifir bæði létti og djúpstæðan missi.“ Næsta skref er að jarðsetja líkamsleifar Jóns sem Birgitta segir að verði gert í samráði við eftirlifandi systkini hans. „Það er mikilvægt að hafa einhvern stað og klára þennan elsta „ritúal“ mannskepnunnar. Hann hefði orðið áttræður á þessu ári þannig að mér finnst líklegt að við reynum að kveðja hann í kringum það tímabil,“ segir Birgitta. „Besta lýsingin á þessu er að það er kominn friður. Ég myndi segja að þetta væri 95 prósent rosa léttir og svo koma bylgjur sem eru bara mannlegar.“ Ólýsanlega þungbært fyrir aðstandendur Þá bendir Birgitta á nauðsyn þess að aðstandendum sé boðin áfallahjálp í mannhvarfsmálum. Fólk eigi ekki að þurfa að sækjast eftir henni sjálft. „Mig langar líka bara og nota tækifærið vegna þess að ég veit að það eru enn mjög, mjög margir sem eiga ástvini sem eru horfnir og ég vil árétta það að það er nauðsynlegt að veita fólki sem lendir í þessum aðstæðum áfallahjálp. Ekki láta þau leita eftir henni heldur bjóða hana fólki, af því að þetta er rosalega áfall,“ segir Birgitta. „Það er ekki hægt að lýsa því hvernig þetta er fyrir aðstandendur og þeir eru ekki endilega færir um að sækja sér nauðsynlegan stuðning. Mér finnst að þetta eigi að vera verklagsregla. Það er enginn stuðningur, ekki neinn.“ Birgitta bendir einnig á að þau systkinin hafi sjálf þurft að fara fyrir dómstóla að sækja úrskurð þess efnis að faðir þeirra væri látinn. Birgitta segir um að ræða gömul og úrelt lög sem ætti að endurskoða. „Ég get ekki einu sinni byrjað að lýsa því hvað þetta er erfitt ferli. Pabbi hvarf 87 og til þess að geta tekið við dánarbúinu og öðru, gengið frá lausum endum, þá er ekki hægt að gera það ef manneskjan er enn lagalega séð á lífi og þetta er enn þá svoleiðis að þú þarft að færa sönnur á það einhvern veginn. Þetta er bara mjög skrýtið, svona ofan á allt hitt.“ Frétt úr Morgunblaðinu 7. janúar 1988 um leitina að Jóni.SKjáskot/timarit.is Vel liðinn skipstjóri og aflakóngur Eins og áður segir er Birgitta mjög þakklát þeim sem hjálpuðu fjölskyldunni að fá niðurstöðu í mál föður hennar. Þá hafi margir sent henni fallegar orðsendingar eftir fréttir gærdagsins. „Það eru margir að hafa samband við mig núna sem þekktu hann. Hann var skipstjóri og mjög vel liðinn, aflakóngur og mjög fisksæll. Maður heyrir alltaf svo mikið af fallegum sögum um hann og það er svo dýrmætt. Það er það fallegasta sem maður getur skilið eftir.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Birgitta hefur þurft að takast á við sambærilegt ferli. Eiginmaður hennar, Charles Egill Hirt, hvarf á Snæfellsnesi snemmsumars 1993, líkt og Birgitta hefur sjálf rætt í viðtölum í gegnum tíðina. Hún segist vonast til þess að mál föður hennar nú verði til þess að verklagi um bein sem finnast verði breytt og að öll lögregluumdæmi líti þannig til lögreglu á Suðurlandi í þessum efnum. „Þannig að þetta stórkostlega frumkvæði, sem við erum mjög þakklát fyrir hjá honum Oddi, verði vonandi til þess fleiri fái sambærilega lúkningu og við. Hver einasti dagur sem maður er ekki með fullvissu er fólki þungbær.“
Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17