Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2020 23:30 Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, hér í forgrunni. AP/Kathy Willens Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. Sciorra, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Sopranos-sjónvarsþáttunum vinsælu hefur sakað Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Sciorra er sú fyrsta af sex konum sem bera munu vitni gegn Weinstein í réttarhöldunum sem nú standa yfir í New York.Lýsti hún því hvernig hún og Weinstein hafi kynnst snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Nokkrum árum síðar hafi hópur, þar á meðal hún og Weinstein, farið út að borða saman. Hún hafi ákveðið að fara snemma heim og bauð Weinstein henni far, sem hún þáði. Fylgdi hann henni heim og skildu leiðir þeirra eftir. Greindi hún hins vegar frá því að stuttu síðar hafi verið bankað á hurðina á íbúð hennar. Þar hafi Weinstein verið mættur og sagði hún að hann hefði þröngvað sér inn í íbúðina. Weinstein var umkringdur fylgdarliði við komuna í dómshúsið á Manhattan í gær.Vísir/Getty Hann hafi labbað um íbúðina á meðan hann hneppti frá skyrtunni. „Síðan greip hann í mig. Hann leiddi mig inn í svefnherbergið og ýtti mér á rúmið. Ég kýldi í hann og sparkaði og var að reyna að koma honum af mér. Hann tók í hendurnar á mér og lyfti þum yfir höfuðið á mér,“ lýsti Sciorra en á því augnabliki lék hún eftir hvernig Weinstein hafði haldið henni. Því næst hafi Weinstein nauðgað henni. Hið meinta brot Weinstein gegn Sciorra er hins vegar fyrnt samkvæmt lögum í New York og Weinstein því ekki ákærður fyrir meint kynferðisbrot sín gegn henni. Réttarhöldin nú snúast um ákærur á hendur Weinstein fyrir að hafa nauðgað tveimur konum, auk þriggja annarra kynferðisbrota. Saksóknarar vonast til þess að vitnisburður Sciorra muni renna stoðum undir vitnisburð þeirra kvenna sem sakað hafa Weinstein um nauðgun eða önnur kynferðisbrot. Ásakanirnar á hendur Weinstein sem komu fram árið 2017 hrundu af stað Metoo-byltingunni svonefndu þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46 Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. 16. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. Sciorra, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Sopranos-sjónvarsþáttunum vinsælu hefur sakað Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Sciorra er sú fyrsta af sex konum sem bera munu vitni gegn Weinstein í réttarhöldunum sem nú standa yfir í New York.Lýsti hún því hvernig hún og Weinstein hafi kynnst snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Nokkrum árum síðar hafi hópur, þar á meðal hún og Weinstein, farið út að borða saman. Hún hafi ákveðið að fara snemma heim og bauð Weinstein henni far, sem hún þáði. Fylgdi hann henni heim og skildu leiðir þeirra eftir. Greindi hún hins vegar frá því að stuttu síðar hafi verið bankað á hurðina á íbúð hennar. Þar hafi Weinstein verið mættur og sagði hún að hann hefði þröngvað sér inn í íbúðina. Weinstein var umkringdur fylgdarliði við komuna í dómshúsið á Manhattan í gær.Vísir/Getty Hann hafi labbað um íbúðina á meðan hann hneppti frá skyrtunni. „Síðan greip hann í mig. Hann leiddi mig inn í svefnherbergið og ýtti mér á rúmið. Ég kýldi í hann og sparkaði og var að reyna að koma honum af mér. Hann tók í hendurnar á mér og lyfti þum yfir höfuðið á mér,“ lýsti Sciorra en á því augnabliki lék hún eftir hvernig Weinstein hafði haldið henni. Því næst hafi Weinstein nauðgað henni. Hið meinta brot Weinstein gegn Sciorra er hins vegar fyrnt samkvæmt lögum í New York og Weinstein því ekki ákærður fyrir meint kynferðisbrot sín gegn henni. Réttarhöldin nú snúast um ákærur á hendur Weinstein fyrir að hafa nauðgað tveimur konum, auk þriggja annarra kynferðisbrota. Saksóknarar vonast til þess að vitnisburður Sciorra muni renna stoðum undir vitnisburð þeirra kvenna sem sakað hafa Weinstein um nauðgun eða önnur kynferðisbrot. Ásakanirnar á hendur Weinstein sem komu fram árið 2017 hrundu af stað Metoo-byltingunni svonefndu þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46 Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. 16. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46
Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02
„Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57
Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. 16. janúar 2020 23:30
Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30