Fyrsta lagi svör eftir fund á fimmtudag Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2020 16:30 Framkvæmdir við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi hafa dregið dilk á eftir sér. Vísir/vilhelm Stjórnarmenn Sorpu taka undir tillögur innri endurskoðunar um að rétt sé að lengja skipunartíma þeirra til að byggja upp meiri reynslu meðal stjórnarmanna. Þeir hyggjast þó ekki tjá sig formlega um 1400 milljón króna framúrkeyrsluna fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag í næstu viku. Framúrkeyrsla Sorpu er tilkomin vegna aukins kostnaðar við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, alls 637 milljónir króna, og hins vegar vegna kaupa á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi, kostnaður sem nemur 719 milljónum króna. Ráðist var í úttekt á framúrkeyrslunni og skilaði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skýrslu sinni í desember.Sorpa er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa þegar greitt tvenn stofnframlög til Sorpu vegna framkvæmdanna í Álfsnesi; 350 milljónir króna í nóvember 2018 og 200 milljónir í júlí í fyrra. Þá skiptist reikningurinn hlutfallslega eftir íbúafjölda. Sé sama aðferðafræði notuð til að standa straum af kostnaði við framúrkeyrsluna myndi Reykjavík greiða næstum 800 milljónir, Kópavogur 220 milljónir og Hafnarfjörður rúmar 180. Framkvæmdirnar og framúrkeyrslan verða að stærstum hluta fjármagnaðar með lántöku, yfirdrætti og stofnfénu frá sveitarfélögunum, auk þess sem rekstur Sorpu á að standa undir hluta kostnaðarins. Tjá sig í næstu viku Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, var í gær vikið úr starfi á meðan framúrkeyrslan er til skoðunar. Stjórn Sorpu sendi honum bréf þann 6. janúar síðastliðinn og hefur hann andmælarétt út þessa viku, til að svara þeim ásökunum sem á hann eru bornar í bréfinu. Stjórnarfólk Sorpu hyggst ekki tjá sig efnislega um niðurstöður úttektarinnar né bréfsins fyrr en að andmæli framkvæmdastjórans hafa verið yfirfarinn. Gert er ráð fyrir þeirri vinnu verði lokið strax í næstu viku og þá muni búast við viðbrögðum stjórnar. Björn sendi þó frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hann segir skýrslu innri endurskoðunar „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda. Meðal úrbótatillagna innri endurskoðunar er að kjörtímabil stjórnar Sorpu verði hið sama og kjörtímabil sveitarstjórna, eða fjögur ár, en í dag eru stjórnarmenn skipaðir til tveggja ára. Af samtölum fréttastofu við stjórnarmenn og sveitarstjórnarfólk á höfuðborgarsvæðinu að dæma virðist vera stuðningur við þessa tillögu. Endalausar rótteringar í stjórn Sorpu séu til þess eins fallnar að minnka reynslu stjórnarfólks og draga þannig úr eftirlitsgetu þeirra, eins og hafi sýnt sig í tilfelli þessarar framúrkeyrslu. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Stjórnarmenn Sorpu taka undir tillögur innri endurskoðunar um að rétt sé að lengja skipunartíma þeirra til að byggja upp meiri reynslu meðal stjórnarmanna. Þeir hyggjast þó ekki tjá sig formlega um 1400 milljón króna framúrkeyrsluna fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag í næstu viku. Framúrkeyrsla Sorpu er tilkomin vegna aukins kostnaðar við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, alls 637 milljónir króna, og hins vegar vegna kaupa á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi, kostnaður sem nemur 719 milljónum króna. Ráðist var í úttekt á framúrkeyrslunni og skilaði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skýrslu sinni í desember.Sorpa er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafa þegar greitt tvenn stofnframlög til Sorpu vegna framkvæmdanna í Álfsnesi; 350 milljónir króna í nóvember 2018 og 200 milljónir í júlí í fyrra. Þá skiptist reikningurinn hlutfallslega eftir íbúafjölda. Sé sama aðferðafræði notuð til að standa straum af kostnaði við framúrkeyrsluna myndi Reykjavík greiða næstum 800 milljónir, Kópavogur 220 milljónir og Hafnarfjörður rúmar 180. Framkvæmdirnar og framúrkeyrslan verða að stærstum hluta fjármagnaðar með lántöku, yfirdrætti og stofnfénu frá sveitarfélögunum, auk þess sem rekstur Sorpu á að standa undir hluta kostnaðarins. Tjá sig í næstu viku Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, var í gær vikið úr starfi á meðan framúrkeyrslan er til skoðunar. Stjórn Sorpu sendi honum bréf þann 6. janúar síðastliðinn og hefur hann andmælarétt út þessa viku, til að svara þeim ásökunum sem á hann eru bornar í bréfinu. Stjórnarfólk Sorpu hyggst ekki tjá sig efnislega um niðurstöður úttektarinnar né bréfsins fyrr en að andmæli framkvæmdastjórans hafa verið yfirfarinn. Gert er ráð fyrir þeirri vinnu verði lokið strax í næstu viku og þá muni búast við viðbrögðum stjórnar. Björn sendi þó frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hann segir skýrslu innri endurskoðunar „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda. Meðal úrbótatillagna innri endurskoðunar er að kjörtímabil stjórnar Sorpu verði hið sama og kjörtímabil sveitarstjórna, eða fjögur ár, en í dag eru stjórnarmenn skipaðir til tveggja ára. Af samtölum fréttastofu við stjórnarmenn og sveitarstjórnarfólk á höfuðborgarsvæðinu að dæma virðist vera stuðningur við þessa tillögu. Endalausar rótteringar í stjórn Sorpu séu til þess eins fallnar að minnka reynslu stjórnarfólks og draga þannig úr eftirlitsgetu þeirra, eins og hafi sýnt sig í tilfelli þessarar framúrkeyrslu. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Reykjavík Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07
Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24