Keyptu smámuni með fölsuðum evrum og fengu íslenskar krónur til baka Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 14:09 Einn af fölsuðu seðlunum sem komst í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða seðil sem hægt er að kaupa í Rússlandi, að sögn lögreglu. Lögregla Óprúttnum aðilum tókst um helgina að koma talsvert af fölsuðum evruseðlum í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Svindlararnir keyptu smámuni með seðlunum og fengu afganginn í íslenskum krónum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hópurinn hafi farið víða og orðið sér úti um talsvert af peningum. Svo virðist sem svindlararnir hafi verið með búnt af fölskum seðlum sem hægt er að kaupa í Rússlandi. Þeir herjuðu helst á sólarhringsverslanir, leiktækjasali og leigubíla og greiddu fyrir þjónustuna með „dýrmætum“ seðlum, þ.e. 100 og 200 evrum. Þannig fóru þeir til að mynda stuttar ferðir með leigubílum eða keyptu sígarettur og aðrar smávörur en fengu svo dágóðan afgang í íslenskum krónum. Í tilkynningu segir að fljótt á litið séu seðlarnir sambærilegir evrum. Þeir standist hins vegar ekki nánari skoðun ef fólk viti að hverju á að leita, líkt og nánar er útlistað með myndunum hér að neðan. Lögreglan 1. Þarna stendur efst: СУВЕНИР (borið fram suvenir) og merkir minjagripur. Þá er „R“ í EURO öfugt, „Я“ eða rússneski stafurinn „ya“. 2. Hér er svæði sem á að vera glasandi en er matt þar sem um einfalda prentun er að ræða. Þetta á jafnt við um 100 og 200 evru seðlana sem borist hafa lögreglu. lögregla Á bakhlið er sömu sögu að segja. 1. Sami texti nema að hér bætist við ꟼ í gríska letrið. 2. Þar sem raðnúmer seðilsins eiga að vera er rússneskt letur: НЕ ЯBЛЯETCЯ ППATEЖHЬIM CPEДCTBOM. Þetta merkir að ekki sé um að ræða alvöru seðil. lögregla Þess utan vantar öll öryggisatriði, að sögn lögreglu: 1. Vatnsmerki á að vera hér. 2. Öryggislína sem sést vel þegar að er gáð. 3. Á að vera þrívíð prentun. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Óprúttnum aðilum tókst um helgina að koma talsvert af fölsuðum evruseðlum í umferð á höfuðborgarsvæðinu. Svindlararnir keyptu smámuni með seðlunum og fengu afganginn í íslenskum krónum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hópurinn hafi farið víða og orðið sér úti um talsvert af peningum. Svo virðist sem svindlararnir hafi verið með búnt af fölskum seðlum sem hægt er að kaupa í Rússlandi. Þeir herjuðu helst á sólarhringsverslanir, leiktækjasali og leigubíla og greiddu fyrir þjónustuna með „dýrmætum“ seðlum, þ.e. 100 og 200 evrum. Þannig fóru þeir til að mynda stuttar ferðir með leigubílum eða keyptu sígarettur og aðrar smávörur en fengu svo dágóðan afgang í íslenskum krónum. Í tilkynningu segir að fljótt á litið séu seðlarnir sambærilegir evrum. Þeir standist hins vegar ekki nánari skoðun ef fólk viti að hverju á að leita, líkt og nánar er útlistað með myndunum hér að neðan. Lögreglan 1. Þarna stendur efst: СУВЕНИР (borið fram suvenir) og merkir minjagripur. Þá er „R“ í EURO öfugt, „Я“ eða rússneski stafurinn „ya“. 2. Hér er svæði sem á að vera glasandi en er matt þar sem um einfalda prentun er að ræða. Þetta á jafnt við um 100 og 200 evru seðlana sem borist hafa lögreglu. lögregla Á bakhlið er sömu sögu að segja. 1. Sami texti nema að hér bætist við ꟼ í gríska letrið. 2. Þar sem raðnúmer seðilsins eiga að vera er rússneskt letur: НЕ ЯBЛЯETCЯ ППATEЖHЬIM CPEДCTBOM. Þetta merkir að ekki sé um að ræða alvöru seðil. lögregla Þess utan vantar öll öryggisatriði, að sögn lögreglu: 1. Vatnsmerki á að vera hér. 2. Öryggislína sem sést vel þegar að er gáð. 3. Á að vera þrívíð prentun.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira