Þekktur stuðningsmaður Man. City heldur því fram að Liverpool hafi keypt sér titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 09:30 Virgil van Dijk kostnaði nú dágóða upphæð en hann hefur líka breytt varnarleik Liverpool. Hér fagnar hann marki. Getty/Michael Regan Það er mikið gert úr eyðslu Manchester City í sína leikmenn en minna úr eyðslu Liverpool. Liverpool er svo gott búið að tryggja sér enska titilinn og enda tveggja ára sigurgöngu Manchester City. Voru það peningarnir sem skiluðu Liverpool á toppinn? Einn harður stuðningsmaður Manchester City liðsins er í það minnsta harður á því að Liverpool sé búið að kaupa sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Sá er Youtube stjarnan Steven Mcinerney og hér fyrir neðan má sjá rökin hans fyrir því að segja að Liverpool hafi keypt sér fyrsta titil sinn í ensku úrvalsdeildinni. Man City fan @StevenMcinerney says Liverpool have BOUGHT their way to the title With £400m spent, does he have a point?#UnpopularOpinionpic.twitter.com/th6If0gzus— 888sport (@888sport) January 21, 2020 „Mín skoðun er ekki mjög vinsæl en hún er samt að Liverpool hafi keypt sér titilinn. Ég veit að það er eins og að kasta steini úr glerhúsi þegar stuðningsmaður Manchester City segir þetta. Ég hef samt séð lið gera þetta áður og við þekkjum þetta hjá Manchester City. Liverpool liðið er algjörlega frábært, með stórbrotinn stjórna og góð kaup en félagið hefur engu að síður eytt meira en 400 milljónum punda,“ sagði Steven Mcinerney. En er þetta rétt hjá honum? Liverpool hefur vissulega eytt peningi í leikmenn en hvaða lið hefur ekki gert það í ensku úrvalsdeildinni. Kobe Tong á GiveMeSport vefnum tók að sér að stinga aðeins upp í stuðningsmann Manchester City. Tong segir að leikmenn eins og Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino voru allir keyptir fyrir minni pening en það kostaði Manchester City að fá Benjamin Mendy, Joao Cancelo og Riyad Mahrez. Hvað þá leikmen eins og Andrew Robertson, Joel Matip, Joe Gomez, James Milner og Jordan Henderson sem voru allir ódýrari en það sem Manchester City borgaði fyrir Claudio Bravo. Kobe Tong viðurkennir fúslega að Liverpool væri ekki í sömu stöðu án þeirra Alisson og Virgil Van Dijk en getur ekki verið sammála því að með því að kaupa tvo dýra leikmenn sértu að kaupa titilinn. Liverpool hefur vissulega eytt stórum upphæðum í leikmenn en er langt frá því að hafa keypt sér enska titilinn miðað við meistaralið Manchester City á undan þeim. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Það er mikið gert úr eyðslu Manchester City í sína leikmenn en minna úr eyðslu Liverpool. Liverpool er svo gott búið að tryggja sér enska titilinn og enda tveggja ára sigurgöngu Manchester City. Voru það peningarnir sem skiluðu Liverpool á toppinn? Einn harður stuðningsmaður Manchester City liðsins er í það minnsta harður á því að Liverpool sé búið að kaupa sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Sá er Youtube stjarnan Steven Mcinerney og hér fyrir neðan má sjá rökin hans fyrir því að segja að Liverpool hafi keypt sér fyrsta titil sinn í ensku úrvalsdeildinni. Man City fan @StevenMcinerney says Liverpool have BOUGHT their way to the title With £400m spent, does he have a point?#UnpopularOpinionpic.twitter.com/th6If0gzus— 888sport (@888sport) January 21, 2020 „Mín skoðun er ekki mjög vinsæl en hún er samt að Liverpool hafi keypt sér titilinn. Ég veit að það er eins og að kasta steini úr glerhúsi þegar stuðningsmaður Manchester City segir þetta. Ég hef samt séð lið gera þetta áður og við þekkjum þetta hjá Manchester City. Liverpool liðið er algjörlega frábært, með stórbrotinn stjórna og góð kaup en félagið hefur engu að síður eytt meira en 400 milljónum punda,“ sagði Steven Mcinerney. En er þetta rétt hjá honum? Liverpool hefur vissulega eytt peningi í leikmenn en hvaða lið hefur ekki gert það í ensku úrvalsdeildinni. Kobe Tong á GiveMeSport vefnum tók að sér að stinga aðeins upp í stuðningsmann Manchester City. Tong segir að leikmenn eins og Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino voru allir keyptir fyrir minni pening en það kostaði Manchester City að fá Benjamin Mendy, Joao Cancelo og Riyad Mahrez. Hvað þá leikmen eins og Andrew Robertson, Joel Matip, Joe Gomez, James Milner og Jordan Henderson sem voru allir ódýrari en það sem Manchester City borgaði fyrir Claudio Bravo. Kobe Tong viðurkennir fúslega að Liverpool væri ekki í sömu stöðu án þeirra Alisson og Virgil Van Dijk en getur ekki verið sammála því að með því að kaupa tvo dýra leikmenn sértu að kaupa titilinn. Liverpool hefur vissulega eytt stórum upphæðum í leikmenn en er langt frá því að hafa keypt sér enska titilinn miðað við meistaralið Manchester City á undan þeim.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira