Lögreglan á Suðurlandi hefur hætt leit að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur. Hennar hefur verið leitað frá 23. desember síðastliðnum, en hún er talin hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey þann 20. desember og látist.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.
„Leit að henni hefur ekki borið árangur en henni hefur verið sinnt bæði formlega af stórum hópum björgunarsveitarmanna og einnig af minni hópum sem fylgst hafa með reki á fjörur á líklegum stöðum,“ segir í tilkynningunni.
Þar kemur einnig fram að óformlegu eftirliti verði áfram sinnt eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni. Formlegri leit sé hins vegar lokið.
Tilkynningu lögreglunnar má lesa hér.
