Ormarnir í maga Kristínar bárust líklega með grænmeti Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 13:47 Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri Trölla.is lýsir veikindum sínum af völdum ormasýkingar. Til hægri er mynd úr safni af einstaklingi með sambærilega sýkingu og Kristín fékk. Samsett/Gunnar Smári Helgason/getty Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri Trölla.is greindist með ormasýkingu í fríi á Kanaríeyjum síðla árs í fyrra. Ormar sem fundust í þörmum hennar gerðu hana mjög veika en hún kveðst líklega hafa smitast af þeim með neyslu á grænmeti sem vaxið hefur í sýktum jarðvegi. Kristín greindi fyrst frá málinu á Trölla.is í pistli undir heitinu „Með orma inni í mér“ en fór einnig ítarlega yfir málavexti í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún frá því að hún og maður hennar hefðu dvalið á Kanaríeyjum í þrjá mánuði síðla árs 2019. Kristín varð lasin úti á Kanarí, fékk mikla magaverki og varð þreklaus. „Ég var stanslaust með óþægindi í maga og niðurgang. Og þessi ótrúlega grjóttilfinning í maganum og verkir. Svo var ég alltaf svöng, mér fannst ég alltaf þurfa að vera að borða en ég var samt ekkert að þyngjast eða neitt svoleiðis.“ Við fyrstu innlögn á sjúkrahús vegna veikindanna fannst ekkert og Kristín var send heim. „Svo tveimur vikum síðar veikist ég heiftarlega um nótt þar sem ég fæ kuldaskjálfta og það kreppast á mér hendur, þetta var bara ógeðslegt. Ég var farin að fá blóðnasir og blóðbragð í munninn og bara ekkert þrek,“ sagði Kristín. „Svo er það þarna þennan morgun að ég verð vör við þessa „fínerís“-orma sem koma frá mér.“ Kristín á sjúkrahúsi vegna ormanna.Aðsend Kristín var þá aftur lögð inn á sjúkrahús og lá þar í þrjá daga. Hún var nær strax greind með ormasýkingu, helminthiasis, þ.e. sníkjuorma sem geta tekið sér bólfestu í og á líkama fólks og valdið veikindum. Tegundir slíkra orma eru til að mynda bandormar, þráðormar og ögður, að því er fram kemur á Wikipedia-grein um sýkinguna. Talið er að Kristín hafi smitast af ormunum með neyslu á grænmeti úr sýktum jarðvegi. Þá sagði hún ómögulegt að segja til um það hvar hún hefði sýkst: á Kanaríeyjum, heima á Íslandi eða jafnvel árlegri „detox“-ferð til Póllands. „Og þeir sögðu mér jafnframt, doktor Alfonso, hann sagði mér frá því að þessi ormategund kemur úr sýktum jarðvegi. Eggin berast í grænmeti og ávexti sem eru ræktuð í þessum sýkta jarðvegi og er töluvert algengt þarna. Og til þess að sýkjast þá þarf ég að borða þetta grænmeti og það benti ýmislegt til þess að ég væri búin að vera svolítið lengi með þetta,“ sagði Kristín. „En þetta er alltaf að verða algengara og algengara. Þess vegna ákvað ég að opna mig um þetta því það er algjört tabú að lenda í svona og ég hef verið að fá skilaboð frá fullt af fólki sem hefur lent í þessu en aldrei þorað að nefna þetta.“ Meðferðin við ormunum var lyfjakúr, sem Kristín sagði að hefði átt að vera nóg. Hún fékk þó einkenni sýkingarinnar aftur, fékk aukaskammt af lyfjum og hefur nú náð sér að fullu. „Það voru tekin sýni og ég fékk þær gleðifréttir á Þorláksmessu að ég væri algjörlega laus við þetta.“ Viðtalið við Kristínu í Bítinu má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri Trölla.is greindist með ormasýkingu í fríi á Kanaríeyjum síðla árs í fyrra. Ormar sem fundust í þörmum hennar gerðu hana mjög veika en hún kveðst líklega hafa smitast af þeim með neyslu á grænmeti sem vaxið hefur í sýktum jarðvegi. Kristín greindi fyrst frá málinu á Trölla.is í pistli undir heitinu „Með orma inni í mér“ en fór einnig ítarlega yfir málavexti í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún frá því að hún og maður hennar hefðu dvalið á Kanaríeyjum í þrjá mánuði síðla árs 2019. Kristín varð lasin úti á Kanarí, fékk mikla magaverki og varð þreklaus. „Ég var stanslaust með óþægindi í maga og niðurgang. Og þessi ótrúlega grjóttilfinning í maganum og verkir. Svo var ég alltaf svöng, mér fannst ég alltaf þurfa að vera að borða en ég var samt ekkert að þyngjast eða neitt svoleiðis.“ Við fyrstu innlögn á sjúkrahús vegna veikindanna fannst ekkert og Kristín var send heim. „Svo tveimur vikum síðar veikist ég heiftarlega um nótt þar sem ég fæ kuldaskjálfta og það kreppast á mér hendur, þetta var bara ógeðslegt. Ég var farin að fá blóðnasir og blóðbragð í munninn og bara ekkert þrek,“ sagði Kristín. „Svo er það þarna þennan morgun að ég verð vör við þessa „fínerís“-orma sem koma frá mér.“ Kristín á sjúkrahúsi vegna ormanna.Aðsend Kristín var þá aftur lögð inn á sjúkrahús og lá þar í þrjá daga. Hún var nær strax greind með ormasýkingu, helminthiasis, þ.e. sníkjuorma sem geta tekið sér bólfestu í og á líkama fólks og valdið veikindum. Tegundir slíkra orma eru til að mynda bandormar, þráðormar og ögður, að því er fram kemur á Wikipedia-grein um sýkinguna. Talið er að Kristín hafi smitast af ormunum með neyslu á grænmeti úr sýktum jarðvegi. Þá sagði hún ómögulegt að segja til um það hvar hún hefði sýkst: á Kanaríeyjum, heima á Íslandi eða jafnvel árlegri „detox“-ferð til Póllands. „Og þeir sögðu mér jafnframt, doktor Alfonso, hann sagði mér frá því að þessi ormategund kemur úr sýktum jarðvegi. Eggin berast í grænmeti og ávexti sem eru ræktuð í þessum sýkta jarðvegi og er töluvert algengt þarna. Og til þess að sýkjast þá þarf ég að borða þetta grænmeti og það benti ýmislegt til þess að ég væri búin að vera svolítið lengi með þetta,“ sagði Kristín. „En þetta er alltaf að verða algengara og algengara. Þess vegna ákvað ég að opna mig um þetta því það er algjört tabú að lenda í svona og ég hef verið að fá skilaboð frá fullt af fólki sem hefur lent í þessu en aldrei þorað að nefna þetta.“ Meðferðin við ormunum var lyfjakúr, sem Kristín sagði að hefði átt að vera nóg. Hún fékk þó einkenni sýkingarinnar aftur, fékk aukaskammt af lyfjum og hefur nú náð sér að fullu. „Það voru tekin sýni og ég fékk þær gleðifréttir á Þorláksmessu að ég væri algjörlega laus við þetta.“ Viðtalið við Kristínu í Bítinu má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira