Mikill háloftafugl orðaður við NBA lið Los Angeles Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 17:00 Zach LaVine væri skemmtileg viðbót við lið Los Angeles Lakers. Getty/Nuccio DiNuzzo Einn af mestu tilþrifakörlum NBA-deildarinnar í körfubolta gæti orðið leikmaður Los Angeles Lakers áður en glugginn lokar ef marka má sögusagnir úr NBA heimum. Los Angeles Lakers er í góðum málum í NBA-deildinni enda með besta sigurhlutfallið í Vesturdeildinni með 34 sigra og aðeins níu töp. Liðið vill samt styrkja sig áður en glugginn lokar í febrúar. Jonathan Kiernan hjá Lake Show Life sagði frá mögulegum leikmannaskiptum Lakers og Chicago Bulls. Lakers fengi þá háloftafuglinn Zach LaVine í staðinn fyrir pakka af leikmönnum sem innihéldi Kyle Kuzma, Danny Green og Talen Horton-Tucker. A deal proposed by Fansided‘s Lake Show Lifehttps://t.co/hurfEFTlVY— NBA Central (@TheNBACentral) January 22, 2020 Zach LaVine er vissulega spennandi leikmaður enda einn besti íþróttamaðurinn í allir NBA-deildinni. Hann er með mjúkt skot og skilur menn ítrekað eftir í sporunum með sprengikrafti sínum. Það er vissulega dýrt að sjá á eftir mönnum eins og þeim Kyle Kuzma og Danny Green. En samkvæmt pælingum Jonathan Kiernan þá ætti sóknarleikur liðsins að verða enn illviðráðanlegri með komu Zach LaVine. Zach LaVine er með 25,0 stig, 4,7 fráköst og 3,9 stoðsendingar að meðaltali á þessu tímabili en hann er að skora 3,1 þrist í leik og er að nýta 39 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann er líka ennþá bara 24 ára gamall og á því mörg frábær ár eftir. Kyle Kuzma er með 13,2 stig og 3,9 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili en Danny Green er með 9,0 stig og 3,6 fráköst að meðaltali í leik í vetur. NBA Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Einn af mestu tilþrifakörlum NBA-deildarinnar í körfubolta gæti orðið leikmaður Los Angeles Lakers áður en glugginn lokar ef marka má sögusagnir úr NBA heimum. Los Angeles Lakers er í góðum málum í NBA-deildinni enda með besta sigurhlutfallið í Vesturdeildinni með 34 sigra og aðeins níu töp. Liðið vill samt styrkja sig áður en glugginn lokar í febrúar. Jonathan Kiernan hjá Lake Show Life sagði frá mögulegum leikmannaskiptum Lakers og Chicago Bulls. Lakers fengi þá háloftafuglinn Zach LaVine í staðinn fyrir pakka af leikmönnum sem innihéldi Kyle Kuzma, Danny Green og Talen Horton-Tucker. A deal proposed by Fansided‘s Lake Show Lifehttps://t.co/hurfEFTlVY— NBA Central (@TheNBACentral) January 22, 2020 Zach LaVine er vissulega spennandi leikmaður enda einn besti íþróttamaðurinn í allir NBA-deildinni. Hann er með mjúkt skot og skilur menn ítrekað eftir í sporunum með sprengikrafti sínum. Það er vissulega dýrt að sjá á eftir mönnum eins og þeim Kyle Kuzma og Danny Green. En samkvæmt pælingum Jonathan Kiernan þá ætti sóknarleikur liðsins að verða enn illviðráðanlegri með komu Zach LaVine. Zach LaVine er með 25,0 stig, 4,7 fráköst og 3,9 stoðsendingar að meðaltali á þessu tímabili en hann er að skora 3,1 þrist í leik og er að nýta 39 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann er líka ennþá bara 24 ára gamall og á því mörg frábær ár eftir. Kyle Kuzma er með 13,2 stig og 3,9 fráköst að meðaltali í leik á þessu tímabili en Danny Green er með 9,0 stig og 3,6 fráköst að meðaltali í leik í vetur.
NBA Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira